Ég hef líklega ekki hugsað þetta til enda, en svona er basic pælingin:
Ég verð með þetta í bílskúr hjá ömmu minni, þar sem ég er einnig með skrifstofu. Ég stefni á að hafa "opið" 1x í viku eftir vinnu í kannski 2klst og afgreiða vörur þá eða eftir samkomulagi. Einnig hef ég keypt lénið
brew.is þar sem fólk getur flett upp lagerstöðu og verð hugsanlega með netverslun þar sem fólk getur pantað fyrirfram. Ég veit ekki hvort ég muni standa í heimsendingum, amk til að byrja með.
Kornið verður selt í 25, 10, 5, 1kg einingum. Ódýrast verður að kaupa heilan sekk, en álagningin eykst eitthvað eftir því sem magnið minnkar. Ég á barley crusher og mun líklega bjóða upp á mölun gegn einhverju gjaldi.
Varðandi humlana þá hef ég hugsað mér að fjárfesta í lofttæmingargræju og ég mun líklega afgreiða þá í 100gr, 500gr og 1kg einingum, sem verður afhent í lofttæmdum umbúðum. Álganginin verður með svipuðu móti og með kornið - kaupa meira borga minna
Planið er að hafa þetta sem einfaldast, hafa mjög lága álagningu (eins og ég gerði með
kreppugler.is). Þetta er bara til prufu, en ef áhugi er fyrir hendi þá mun ég skoða að panta meira korn og auka vöruúrval.
Allar athugasemdir eru vel þegnar!
