Alkohol tafla

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Alkohol tafla

Post by raggi »

Sælir.

Veit einhver hvar eða hvort hægt sé að nálgast einhversskonar töflu yfir alkohol.
Þannig er mál með vexti að ég ætla mér að búa til berjavín í haust og FG þarf að enda í ákveðni tölu t.d 1010, upp á bragðið að gera. Þá þyrfti ég að vita hvað OG yrði að vera í upphafi til að ná ákveðnri áfengis %.
Stærðfræði er ekki mín sterkasta hlið. X og Y eru eins og kínverska í mínum huga. :)

Kveðja
Raggi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Alkohol tafla

Post by sigurdur »

Jæja, samkvæmt http://www.realbeer.com/spencer/attenuation.html" onclick="window.open(this.href);return false; þá má fá út eftirfarandi formúlu fyrir ABV ef maður veit OG og FG.

A = (OG - FG) * 1000 / 7.5

Ef maður umritar þessa formúlu miðað við þínar forsendur (í glasi) þá fær maður eftirfarandi formúlu:
A * 7.5 = (OG - FG) * 1000
A * 7.5 = 1000 * OG - 1000 * FG
A * 7.5 + 1000 * FG = 1000 * OG
(A * 7.5 + 1000 * FG) / 1000 = OG

Ég tel að þetta sé nokkuð nálægt til að fá OG.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Alkohol tafla

Post by Idle »

Svo má finna aragrúa reiknivéla á netinu, til dæmis þessa: http://www.brewersfriend.com/abv-calculator/" onclick="window.open(this.href);return false;
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Alkohol tafla

Post by raggi »

Takk kærlega fyrir svörin. Einmitt það sem mig vantaði.
KV
Raggi
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Alkohol tafla

Post by Andri »

Ætlarðu að stoppa gerjunina þegar FG-ið er í t.d. 1.010 eða ætlarðu að láta þetta stoppa af sjálfu sér?
Berjavín eiga það nefninlega til að gerjast dálítið þurr er það ekki? Semsagt fyrir neðan 1.000.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Alkohol tafla

Post by raggi »

Jú það var hugmyndin að stoppa gerjun við t.d 1010. Þau berjavín sem ég hef gert hafa orðið mjög þurr, þannig að ég hef þurft að sæta þau eftir á.
Post Reply