Ég á nokkrar lagnir af bjór að baki og ætla nú að prófa vín. Ég hafði hugsað mér að nota sömu plastföturnar undir bjór og vín, en svo Craig (Youtube) mælir með að halda þeim aðskildum. Væntanlega til að fá ekki bragð og ilm af bjór í vínið og öfugt. Er einhver raunveruleg hætta á því? Hvaða reynslu hafið þið af þessu?
Ég lagði í EdWort's apfelwein fyrir rúmu ári síðan og lyktin er enn í gerjunarílátinu (plast en ekki gler). Ég veit ekki hvort að bragð eða lykt muni skila sér í bjórinn, en gerjunarílát eru svo ódýr að það borgar sig ekki að taka sénsinn.
Hjalti lenti einhverntímann í vandræðum með bragð á bjórlögn sem að hann gerjaði í fötu á eftir apfelwein'inu hans.
Einmitt. Plastið getur drukkið lit og lykt í sig, en mín reynsla er sum sé að klór er undraefni (og mikið af heitu vatni til skolunar). Ef ég ætlaði mér hinsvegar út í einhverja tilraunastarfsemi með mismunandi vínþrúgur og annað, þá myndi ég frekar fjárfesta í glerkút eða a. m. k. hafa sér plastfötu undir það.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Mér finnst 3500 krónur samt frekar mikið fyrir þessar fötur sem verslunin Áman er að selja.
Sá alveg eins fötur seldar sem múrfötur í húsasmiðjunni á um 1.500 kr. Dáldið síðan samt.
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Þó að við gerum ráð fyrir 3500 kr. fyrir gerjunarílát, hversu mikið kostar eingöngu hráefnið fyrir eina lögn af meðal bjór? 3000 - 5000?
Myndi það þá ekki borga sig að kaupa gerjunarílát á 3500 til að skemma ekki eina lögn?