Gerjunarílát undir vín og bjór

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by kalli »

Ég á nokkrar lagnir af bjór að baki og ætla nú að prófa vín. Ég hafði hugsað mér að nota sömu plastföturnar undir bjór og vín, en svo Craig (Youtube) mælir með að halda þeim aðskildum. Væntanlega til að fá ekki bragð og ilm af bjór í vínið og öfugt. Er einhver raunveruleg hætta á því? Hvaða reynslu hafið þið af þessu?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by sigurdur »

Ég lagði í EdWort's apfelwein fyrir rúmu ári síðan og lyktin er enn í gerjunarílátinu (plast en ekki gler). Ég veit ekki hvort að bragð eða lykt muni skila sér í bjórinn, en gerjunarílát eru svo ódýr að það borgar sig ekki að taka sénsinn.

Hjalti lenti einhverntímann í vandræðum með bragð á bjórlögn sem að hann gerjaði í fötu á eftir apfelwein'inu hans.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by Idle »

Ég gerði svipað eplagutl í plastfötu og þreif hana vel á eftir með klór. Engin lyktarvandamál, og hef notað sömu fötuna margoft síðan þá undir bjór.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by kalli »

Sem sé helst að hafa aðskilin ílát en annars þrífa vel með klór til að ná öllu úr plastinu. Þetta er varla vandamál með glerílátin.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by Idle »

Einmitt. Plastið getur drukkið lit og lykt í sig, en mín reynsla er sum sé að klór er undraefni (og mikið af heitu vatni til skolunar). Ef ég ætlaði mér hinsvegar út í einhverja tilraunastarfsemi með mismunandi vínþrúgur og annað, þá myndi ég frekar fjárfesta í glerkút eða a. m. k. hafa sér plastfötu undir það. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by kristfin »

ég nota gler fyrir secondary og það sem þarf að vera lengi í íláti. ekkert að plastfötunum mínum sem klór reddar ekki á milli bruggana
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by Andri »

Mér finnst 3500 krónur samt frekar mikið fyrir þessar fötur sem verslunin Áman er að selja.
Sá alveg eins fötur seldar sem múrfötur í húsasmiðjunni á um 1.500 kr. Dáldið síðan samt.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by Eyvindur »

Múrföturnar eru nákvæmlega sömu fötur. Oft loklausar, reyndar. Þær eru víða til mun ódýrari en í Ámunni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarílát undir vín og bjór

Post by sigurdur »

Þó að við gerum ráð fyrir 3500 kr. fyrir gerjunarílát, hversu mikið kostar eingöngu hráefnið fyrir eina lögn af meðal bjór? 3000 - 5000?
Myndi það þá ekki borga sig að kaupa gerjunarílát á 3500 til að skemma ekki eina lögn?
Post Reply