Page 1 of 4
Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 13:16
by Hjalti
Á fundinum síðast var talað um að koma á laggirnar lógósamkeppni fyrir félagið og það virðist leynast grafískir hönnuðir meðal okkar og í tengslum við okkur.
En það sem við ættum að skoða áður en við byrjum á svona samkeppni þá væri gaman að heyra hvað ykkur fynnst að Logoið ætti að tákna, hvað það á að þýða og svo framvegis.
Ég set þennan þráð sem Sticky svo að hann hverfi ekki neitt

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 13:43
by Eyvindur
Það þarf allavega að vera sæmilega almennt. Má ekki tengjast bjór/víni/osti o.s.frv. of sterkum böndum, heldur ná á einhvern hátt yfir gerjun almennt eða vera fullkomlega generic. Tilraunaglas flýgur í hugann...
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 13:51
by Hjalti
Sammála því, frekar hafa logoið táknrænt fyrir Gerjun, Tilraunarglas, mólíkúl, bólur, froða, hitamælir.
Svo er líka hægt að hafa þetta tengt nafninu Fágun, s.s. soldið 2007

Einhver flottheit, fágaður smekur eða eithvað svoleiðis.
T.d. eithvað í stíl við þennan broskarl

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 13:58
by Eyvindur
+1
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 14:18
by Öli
Styð froðuna hans Hjalta!
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:07
by nIceguy
Hmmm afhverju má þetta ekki tengjast bruggun? Er ég að misskilja? Heheh kannski er ég of fókuseraður á bjórinn bara. En ég er þó með hugmynd....og líka hugsanlega gaur til að teikna (sprenglærður andksoti). Hvað með t.d. gerfrumu í bland við texta. Gerfrumu með knappskot.. Sorry nú fór sameindalíffræðingurinn í mér á flug, en gerfruma í smásjá er gríðarlega falleg með svona knappskot (er að fjölga sér). Gerjun er jú að hluta til fjölgun gerfrumnanna og ger er bæði listamaðurinn á bak við bjór, vín og cider!

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:17
by halldor
nIceguy wrote:Hmmm afhverju má þetta ekki tengjast bruggun? Er ég að misskilja? Heheh kannski er ég of fókuseraður á bjórinn bara. En ég er þó með hugmynd....og líka hugsanlega gaur til að teikna (sprenglærður andksoti). Hvað með t.d. gerfrumu í bland við texta. Gerfrumu með knappskot.. Sorry nú fór sameindalíffræðingurinn í mér á flug, en gerfruma í smásjá er gríðarlega falleg með svona knappskot (er að fjölga sér). Gerjun er jú að hluta til fjölgun gerfrumnanna og ger er bæði listamaðurinn á bak við bjór, vín og cider!

Fínar pælingar Freyr
Ertu til í að linka á mynd til glöggvunar?
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:20
by Oli
Sammála Freyr, um að gera að fá smá fjölbreytni í tillögurnar.
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:21
by nIceguy
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:23
by Hjalti
nIceguy wrote:Hmmm afhverju má þetta ekki tengjast bruggun? Er ég að misskilja? Heheh kannski er ég of fókuseraður á bjórinn bara. En ég er þó með hugmynd....og líka hugsanlega gaur til að teikna (sprenglærður andksoti). Hvað með t.d. gerfrumu í bland við texta. Gerfrumu með knappskot.. Sorry nú fór sameindalíffræðingurinn í mér á flug, en gerfruma í smásjá er gríðarlega falleg með svona knappskot (er að fjölga sér). Gerjun er jú að hluta til fjölgun gerfrumnanna og ger er bæði listamaðurinn á bak við bjór, vín og cider!

Held að aðal ástæðan fyrir því að hafa þetta ekki of fókúserað á bruggun er að spjallið tengjist jú gerjun í osti, jógúrti og brauði líka í raun jafn mikið og bjór, vín og cidergerð.
Allar hugmyndir eru samt vel þegnar og ég held að við ættum að gefa öllu séns í þessu eins og í öðru

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:25
by nIceguy
Þetta yrði bara in fruma með knappskot, ekki svona grúppa!

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:30
by Hjalti
Kanski svona fruma með hatt og skegg?

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:34
by nIceguy
Hjalti wrote:nIceguy wrote:Hmmm afhverju má þetta ekki tengjast bruggun? Er ég að misskilja? Heheh kannski er ég of fókuseraður á bjórinn bara. En ég er þó með hugmynd....og líka hugsanlega gaur til að teikna (sprenglærður andksoti). Hvað með t.d. gerfrumu í bland við texta. Gerfrumu með knappskot.. Sorry nú fór sameindalíffræðingurinn í mér á flug, en gerfruma í smásjá er gríðarlega falleg með svona knappskot (er að fjölga sér). Gerjun er jú að hluta til fjölgun gerfrumnanna og ger er bæði listamaðurinn á bak við bjór, vín og cider!

Held að aðal ástæðan fyrir því að hafa þetta ekki of fókúserað á bruggun er að spjallið tengjist jú gerjun í osti, jógúrti og brauði líka í raun jafn mikið og bjór, vín og cidergerð.
Allar hugmyndir eru samt vel þegnar og ég held að við ættum að gefa öllu séns í þessu eins og í öðru

Aha ok skil Hjalti, hehhehe gleymdi alveg öllu hinu...en öll gerjun er sprottin af gerfrumum

Dásamlegar litlar verur með sitt eigið ríki "Sveppir" heheheh. Hmm en já ostur, vissi ekki að þið væruð líka með það í þessu spjalli. Þar er jú ekki um gersveppi að ræða, eða oftast ekki heldur bakteríur. Hmmm er það þá gerjun. Ég er ekki mjög fróður um ostagerð. En já fágun og svona eitthvað fágað getur líka gengið

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:39
by halldor
Hjalti wrote:Kanski svona fruma með hatt og skegg?

Hehe ég fékk einmitt þessa hugmynd líka.
Kærastan mín, sem er grafískur hönnuður, er að skoða þetta núna og googla eins og brjálæðingur til að fá hugmyndir.
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:39
by Stulli
Freyr: Við einblínum ekki bara á saccharomyces heldur öllum sveppum og myglum
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:40
by halldor
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 20:53
by nIceguy
Stulli wrote:Freyr: Við einblínum ekki bara á saccharomyces heldur öllum sveppum og myglum
Jamms, er farinn að ná því, mjög spennandi. Þarf að skoða þetta spjall nánar þegar tími gefst. Hehehe en já allir sveppir og myglur hljómar vel heheheh. Nafnið er samt "Félag Áhugamanna Um Gerjun" eða hvað? GERJUN á sér stað með gersveppum aðallega, eða það er það sem kemur fyrst í hugann hjá mér amk. Hmm kannski þarf ekkert að vera mynd...bara flottir stafir?
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 21:02
by Stulli
ger = einfruma sveppur
Gerjun er ekki bara umbreyting kolvetna yfir í etanól, það er svoooo margt fleira. Gerjun á sér stað í mjög mörgu matarkyns, allt frá ostagerð yfir í bjórgerð yfir í kæsingu og margt margt fleira.
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 21:22
by Stulli
Ákvað að bæta við þessu sem að ég skrifaði hér fyrir ofan til að skýra þetta aðeins betur.
Ég er ekki að segja að ger og bakteríur sé það sama. Hinsvegar framkvæma bæði ger og bakteríur gerjun, hvort sem að það er til að framleiða etanól eða mjólkursýru o.s.frv
Og áhugi á gerjun þessara örvera (bæði sveppa og baktería) er það sem að þetta félag snýst um.

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 21. May 2009 22:25
by Eyvindur
Það má líka benda á að bakteríur þær sem búa til ost og jógúrt eru kallaðar gerlar... Sami stofn...
Annars finnast mér þetta óþarfa málalengingar. Þetta er bara nafn félagsins. Tilgangurinn er ljós, og inniheldur meira en bara gerð bjórs og léttvíns.
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 22. May 2009 06:53
by nIceguy
Jamms það er rétt, gerill eða gerlar er samheiti yfir örverur almennt, ekki bara gersveppi. Hehehe en já nóg af líffræði hérna á spjallinu. Svo má til gamans geta að vöðvafrumur sem eru heilkjörnungar og allt annað en gerlar eða örverur geta líka stundað loftfirrta öndun og myndað mjólkursýru. Það er því um gerjun að ræða. Hehehe þannig að í raun mættum við tala um líkamsrækt á þessu spjalli hehhehe.
Gætum haft logoið stóran vöðvakarl með fangið fullt af bjór, víni, ostum og cider hehehe.
Later...verð að læra PRÓF Á MÁNUDAG

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 16. Jun 2009 11:10
by hallur
bara smá tillaga...

Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 24. Jun 2009 15:58
by ulfar
Ég hélt ég væri snillingur. Fékk þessa frábæru hugmynd af lógói með frumu að skipta sér. Las svo spjallið. Varð leiður. Kem samt með eina útfærlsu til gamans.
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 25. Jun 2009 14:08
by hallur
óþarfi að vera leiður, þetta er hvort tveggja efni til að vinna með.
Re: Logosamkeppni FÁGUNar
Posted: 25. Jun 2009 14:16
by Eyvindur
Úlfar er samt svo krúttlegur þegar hann er leiður. Hann má alveg vera pínu leiður, öðru hverju, svo fremi að hann taki gleði sína á ný (sem hann gerir alltaf, og verður enn krúttlegri).