Rakst á þessa fínu kassa í Rúmfatalagernum undir allar flöskurnar. Stór og djúpur, á hjólum og auðvelt að stafla þeim. 1.395 kr. finnst mér ekki mikið fyrir svona grip. Get komið um á milli 40 og 50 flöskum í einn (330 og 500 ml í bland) ef ég læt þar standa. Fín vörn gegn flöskusprengjum líka.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ég var einmitt að þvælast þarna um daginn, reyndar í leit að allt öðru, en rakst á þennan gaur, finnst hann alveg eðal undir hluti eins og slöngur og sleifar og syphonrör og þvíumlíkt, allt svona langt og mjótt. Reyndar er ég svo smátækur að ég næ að geyma allt smádót (mæla, tappa, hettur, föndurefni fyrir miðana og örugglega eitthvað sem ég er að gleyma) tengt brugginu í honum líka.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Eina leiðinlega er að þeir eru með opið inn í kassan hjá hjólunum sem heldur þeim ekki þéttum.... Svo er líklega betra að hafa kassana ekki glæra? Upp á að ljósið komist ekki að veigunum?
Það er hægt að kaupa glæra plastpoka í rekstrarvörum, 100 gaurar á rúllu minnir mig, sem er svona að stærð eins og hálfur svartur poki, sem hægt er að "fóðra" passandi pappakassa með og raða bjórnum þar ofaní. Þá sér pappakassinn um að halda ljósinu og rykinu frá og pokinn myndi grípa það sem gæti lekið úr flösku...
En ég á einmitt hálfa geymsluna af svona kössum, reyndar því miður ekki fulla af bjór, en öðru dóti og þeir eru mjög góðir til síns brúks, semsagt eina sem er pirrandi er að þeir mættu vera þéttari.
Kassarnir sem ég vísaði í og keypti eru þéttir að undanskildum sex litlum "loftgötum" í beinni línu eftir miðju lokinu. Hjólin eru smellt undir og þar eru engin göt. Annars geymi ég alltaf bjórinn á dimmum stað, og sjaldnast í kössum - þar til nú. Nota brúnar flöskur eingöngu, og þá skipta sól og flúrljós engu máli, eða a. m. k. afar litlu.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Idle wrote:þá skipta sól og flúrljós engu máli, eða a. m. k. afar litlu.
Reyndar eyðileggur ljós bjórinn líka þótt hann sé í brúnum flöskum. Það tekur bara lengri tíma. Ég myndi ekki bjóða í að hafa brúna flösku lengi í beinu sólarljósi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Idle wrote:þá skipta sól og flúrljós engu máli, eða a. m. k. afar litlu.
Reyndar eyðileggur ljós bjórinn líka þótt hann sé í brúnum flöskum. Það tekur bara lengri tíma. Ég myndi ekki bjóða í að hafa brúna flösku lengi í beinu sólarljósi.
Ég lít á það sem almenna skynsemi að geyma ekki bjór undir beinu sólarljósi til lengri tíma. En vissulega var þetta óvarlega orðað, og auðvelt að misskilja.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.