er í smá vandræðum...

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

hvernig get ég mulið maltið mitt án þess að nota kvörn? gæti ég notast við borð og td. kökukefli ef ég færi mjög varlega?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: er í smá vandræðum...

Post by Eyvindur »

Þú gætir sett korn í poka og notað kökukefli, já. En ef þú ætlar að mala 5-10 kíló (í heila AG lögun) verðurðu svakalega lengi að gera það þannig.

Ég mæli frekar með því að láta mala kornið fyrir þig í ÖB (endist í 3-6 mánuði malað), eða fá aðgang að kvörn hjá einhverjum hér á spjallinu. Flestir eru nokkuð liðlegir með slíkt, gegn einum bjór eða svo.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: er í smá vandræðum...

Post by Classic »

En poki og kökukefli ætti að vera alveg nóg til að "mala" 2-500g til að steepa í extract lögun ?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: er í smá vandræðum...

Post by Braumeister »

ég hef líka mulið kakómalt, Caramunich og svoleiðis í blender...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

takk fyrir svörin strákar! en ég ákvað að fá mér bara múrblöndu, pappahólk og stál tein í dag og steypti í tvö stk rúllur, sjáum svo til hvernig framhaldið heppnast :D ef það gengur ekki upp er ég að spá í að kaupa mér pastavél og breyta henni einsog sigurður gerði :fagun:
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: er í smá vandræðum...

Post by arnarb »

Ef þetta gengur ekki get ég látið þig fá pastavél á góðu verði.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

ok, gott að vita af því :) hvaða verð erum við að tala um?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: er í smá vandræðum...

Post by sigurdur »

Höddi birkis wrote:takk fyrir svörin strákar! en ég ákvað að fá mér bara múrblöndu, pappahólk og stál tein í dag og steypti í tvö stk rúllur, sjáum svo til hvernig framhaldið heppnast :D ef það gengur ekki upp er ég að spá í að kaupa mér pastavél og breyta henni einsog sigurður gerði :fagun:
Þetta líst mér vel á!
Ég skoðaði það að búa til steypumillu, en það sem stoppaði mig var það yrði erfitt að miðja stálteininn nákvæmlega.
Taktu a.m.k. myndir af ferlinu hjá þér og sýndu okkur hvernig gengur (hvort sem að það gengur eða ekki) :)
:beer:
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

jæja ég skar hólkinn utan af rúllunum áðan og útkoman var ekki góð, teinninn er skakkur um 2mm á annari rúlluni og 1-2mm á hinni, held að þetta sé frekar erfitt, en þar sem ég á nóg af efni til í þetta ættla ég að pæla aðeins í þessu og gera aðra tilraun :skal: pósta myndum fljótlega..
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: er í smá vandræðum...

Post by anton »

Pælingar:

Það borgar sig örugglega að steypa þetta svona nokkurnvegin rétt í aðeins og víðum hólkum og taka svo utan af þessu meðan múrblandan/steypan er hrá, en ekki alveg blaut

Þá má setja teininn í n.k. rennibekk og renna þetta rétt og gera þetta flott, svo leyfa því að harðna alveg.

Önnur pæling væri að nota einver skapalón sem eru rétt, t.d. málningarrúllur sem eru oft hægt að smella endunum af og eru með þessu fína gati í gegn fyrir tein...

--> hefur annars einhver notað kaffibaunamalara til að mala korn? Ég á litla kaffikvörn sem tekur um 500gr (af baunum) með nokkrum grófleikastillingum... ættla að prófa það, allavega hægt að kaupa "Base" maltið malað og eiga svo aukamöltin og mala.. veðr eiginlega að prófa þetta

---edit
Sko þessi coffie grinder er með svona "blades" en ekki svona hefðbundið...sé að það er verið að selja einhverja coffie grinders á um 5000 í elko, en ekki alveg eins og minn
Last edited by anton on 22. Jun 2010 10:16, edited 1 time in total.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: er í smá vandræðum...

Post by sigurdur »

anton wrote:--> hefur annars einhver notað kaffibaunamalara til að mala korn? Ég á litla kaffikvörn sem tekur um 500gr (af baunum) með nokkrum grófleikastillingum... ættla að prófa það, allavega hægt að kaupa "Base" maltið malað og eiga svo aukamöltin og mala.. veðr eiginlega að prófa þetta
Vandamálið með að kaffikvarnir er það að þær tæta allt í smáa búta, og þar á meðal hismið.
Þetta getur valdið því að þú færð óæskileg tannín í virtinn.

Byggmyllur eru oftast þannig gerðar að þær grípa í kornið, kreista það svo að það springi og innihaldið verði sem næst púðri og hismið verði sem heilast.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

góð pæling með málningarrúrnar anton, ættla að prófa þetta :) ég var búinn að pæla í að nota kaffikvörn en eftir mikkla lesningu um meskingu og mölun sé ég að það er alls ekki málið..
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: er í smá vandræðum...

Post by anton »

já ok. Auðvitað fer allt í drasl með kaffimalara, samt örugglega ekki verra en blender, maður fær líka aldrei góðar hugmyndir á morgnana
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: er í smá vandræðum...

Post by Eyvindur »

anton wrote:maður fær líka aldrei góðar hugmyndir á morgnana
Fer eftir því hvort maður hefur hægðir á morgnanna... Ef maður gerir það fæðast margar bestu hugmyndirnar á morgnanna.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

Eyvindur wrote: Fer eftir því hvort maður hefur hægðir á morgnanna... Ef maður gerir það fæðast margar bestu hugmyndirnar á morgnanna.
nokkuð til í því Eyvindur :fagun: anton þetta er brilliant hugmynd með málningarúllurnar, ég er búinn að steypa í eina og götin á töppunum passa akkúrat fyrir teininn sem ég er með,(8mm gat og 8mm teinn)held að þetta sé skothellt :D tók myndir af framkvæmdunum, skelli þeim inn í kvöld.
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: er í smá vandræðum...

Post by anton »

Höddi birkis wrote:
Eyvindur wrote: Fer eftir því hvort maður hefur hægðir á morgnanna... Ef maður gerir það fæðast margar bestu hugmyndirnar á morgnanna.
nokkuð til í því Eyvindur :fagun: anton þetta er brilliant hugmynd með málningarúllurnar, ég er búinn að steypa í eina og götin á töppunum passa akkúrat fyrir teininn sem ég er með,(8mm gat og 8mm teinn)held að þetta sé skothellt :D tók myndir af framkvæmdunum, skelli þeim inn í kvöld.

Var reyndar búinn að horfa á málningarrúllu sem efnivið í heimagerða millu, en hún ein og sér auðvitað virkar ekki, svo það kveiknaði :idea: þegar ég sá að þú varst að baggsa við að steypa í hólka...

Ég hafði alveg fínar hægðir í morgun, það kannski bjargaði þessari málningarrúlluhugmynd. Líklega var það kaffileysið sem fékk mig til að hugsa um kaffikvörnina meðan ég beið eftir að kaffið rann í bollan... Var aðeins að skoða og það eru misjafnar skoðanir á því, sumir segjast nota þetta með ágætum árangri fyrir lítið magn af "special" ef að tækið bíður upp á nægilega "grófa" stillingu, en það er yfirleitt ekki í boði --- aðrir jafnvel fyrir heilu malanirnar, en ég hef reyndar litla trú á því eftir að hafa kynnt mér málið betur.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

hér koma nokkrar myndir...
Attachments
DSC-0029.jpg
DSC-0029.jpg (40.46 KiB) Viewed 23754 times
DSC-0030.jpg
DSC-0030.jpg (40.97 KiB) Viewed 23754 times
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

....
Attachments
DSC-0031.jpg
DSC-0031.jpg (35.13 KiB) Viewed 23753 times
DSC-0032.jpg
DSC-0032.jpg (34.67 KiB) Viewed 23753 times
DSC-0033.jpg
DSC-0033.jpg (44.24 KiB) Viewed 23753 times
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

...
Attachments
DSC-0034.jpg
DSC-0034.jpg (43.8 KiB) Viewed 23753 times
DSC-0036.jpg
DSC-0036.jpg (41.66 KiB) Viewed 23753 times
DSC-0040.jpg
DSC-0040.jpg (54.25 KiB) Viewed 23753 times
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

svo koma fleiri myndir fljótlega...
Attachments
DSC-0035.jpg
DSC-0035.jpg (37.2 KiB) Viewed 23753 times
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: er í smá vandræðum...

Post by sigurdur »

Flott ... hvernig losaru þig við loftbólurnar?
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

ég notaði mjóan tein og hakkaði í steypuni (mjög hratt), sker utan af þessu í fyrramálið og sé hvernig þetta kemur út...
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

svona leit þetta út í gær, er búinn að skera raufarnar fyrir hitt keflið, fer í að koma því fyrir á morgun og smíða skamtarann..
Attachments
DSC-0041.jpg
DSC-0041.jpg (40.49 KiB) Viewed 23795 times
DSC-0042#1.jpg
DSC-0042#1.jpg (35.53 KiB) Viewed 23795 times
DSC-0043.jpg
DSC-0043.jpg (38.18 KiB) Viewed 23795 times
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: er í smá vandræðum...

Post by anton »

farið að líta vel út! Ef þú ert með myndavél sem getur tekið með macro væri gaman að fá nærmynd af rúllunni til að sjá betur áferðina.

Hvernig steypu/múrblöndu notaðiru?
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: er í smá vandræðum...

Post by Höddi birkis »

Ég notaði viðgerðarmúr, en ég reif ullina utan af rúlluni, skar svo bara tappana af þegar steypan var hörnuð og skildi restina af plastinu eftir utan um, það er nefnilega mjög hart og frekar gróf áferð á því, ætti að grípa kornið vel og hindrar að það brotni uppúr steypuni.. en já ég skal reyna að ná góðri nærmynd svo þið getið séð þetta betur :)
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
Post Reply