Ég var að borga. Er einhver séns að fá rútuna til að stoppa við olís í norðlingaholti? Ég bý þar og það væri frekar redundant að keyra niðrí bæ bara til að keyra framhjá olís aftur
hrafnkell wrote:Ég var að borga. Er einhver séns að fá rútuna til að stoppa við olís í norðlingaholti? Ég bý þar og það væri frekar redundant að keyra niðrí bæ bara til að keyra framhjá olís aftur
Jú ég var einmitt að fá aðra svona fyrirspurn símleiðis.
Við hljótum að geta látið rútuna stoppa þar. Þið verðið þá að vera pottþétt mættir kl. 16.05
Ég verð þarna 16:05. Mátt gjarnan hringja í mig rétt áður en þið komið svo ég viti hvaða rútu ég á að hoppa uppí, það er gjarnan smávegis rútutraffík þarna
Nú vantar aðeins greiðslu frá einum aðila.
Ef hann greiðir þá kaupi ég bjór á línuna til að taka með í rútuna. Því miður verður það bara einn á mann þannig að ykkur er óhætt að taka nesti ef þið eruð þyrst.
Þetta voru samtals 28 aðilar (Valgeir fær frítt) sem borguðu og voru því 4.800 kr. afgangs.
Ég fór í Vínbúðina og keypti 29 stk af ódýrasta (næst ódýrasta reyndar því Slots er ekki góður) bjórnum þeirra. Þetta kostaði samtals 5.191 kr. Einn bjór á mann dugir nú skammt þannig að ykkur er velkomið að taka með ykkur í rútuna það sem ykkur langar að drekka en skilyrðið er að við þurfum að ganga vel um
Geggjað að þetta gekk vel og verður gaman að sjá hvað fólk smíðar fyrir keppnina miklu!
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Það voru þarna nokkrir með myndavélar, en ég held að Kristján (kristfin) hafi verið með þá stærstu.
Það má vera að hann setji inn myndir á obak síðuna sína.