Sjá skjal frá Landlæknaembættinu:
http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfi ... temid=3064" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Í skjalinu þá er nefnt eftirfarandi joðlausnir: Joðspritt 2%, Jodosan, Betadine, Braunoderm og DuraPrep.
2% Joðspritt er (eins og segir í nafninu) 2% joð, en ég fann engar upplýsingar um þetta þannig að ég veit ekki hvort að þetta sé títrað joð (ég myndi giska á 0,2% títrað joð).
Jodosan er 5%, en ég finn ekki upplýsingar í snatri um aukaefni í því. Ég veit ekki hvort að þessi 5% eru títrað magn.
Betadine er 7.5% lausn og 10% lausn, en það er einungis 0,75% og 1% títrað joð í því. Betadine má finna í apótekum, en það geta verið ýmis aukaefni í því (fer eftir hvaða gerð).
Braunoderm - ég sá ekki í snatri hve mikið títrað joð er í þessu.
Duraprep - er 3m og er með skrúbbi á flöskunni. 0,7% títrað joð.
Ef þið fáið ekki joð í miklu magni, þá mæli ég með að þið kaupið það bara að utan.
Ég keypti einhverntímann 10ml fyrir ~800 kr af Betadine í apóteki .. þetta var mjög dýrt í samanburði við t.d. glyserín joðofór frá Mjöll-Frigg.
~1L Star-San frá Northern Brewer er á $16.50
~1L B-T-F Iodophor frá Northern Brewer er á $14.99
Ef þið eruð að fara til BNA eða þekkið einhvern, þá myndi ég láta senda þetta á hótel hjá ykkur.