Page 3 of 3
Re: Átöppun
Posted: 31. May 2010 13:21
by Eyvindur
Ef þú hefur þolinmæði í að setja bjórinn í kulda (læk eða eitthvað) í 2-3 tíma áður en þú drekkur hann ætti gerið að falla nokkuð vel aftur.
Annars hef ég aldrei fundið pappakassabragð af geri. Pappakassabragð tengist held ég frekar oxun.
Re: Átöppun
Posted: 31. May 2010 13:50
by halldor
Stebbi wrote:sigurdur wrote:Ég hef ekki fundið bragð af blautum pappakassa ennþá, samt hef ég lagt í nokkrar lagnir.
Prufaðu að hrista bjórinn áður en þú hellir úr flöskuni og segðu mér hvað þér finnst. Mitt stóra vandamál við heimabruggaðan bjór er að það er erfitt að fara með hann í útileigur ef það þarf að fara slæma malarvegi, sem ég einhvernvegin geri alltaf.
Við félagarnir erum búnir að ákveða að smíða svona græju og ég lofa að pósta kostnaði og birgjum sem fyrst eftir að þetta er klárt.
Er ég eitthvað að misskilja?
Minnkar botnfallið eitthvað þó maður sleppi því að nota priming sykur?
Gerið í flöskunni hverfur ekkert þó maður sleppi því að bæta sykri við og notar kolsýru í staðinn.
Hvað segið þið hinir?
Re: Átöppun
Posted: 31. May 2010 14:13
by Oli
halldor wrote:
Er ég eitthvað að misskilja?
Minnkar botnfallið eitthvað þó maður sleppi því að nota priming sykur?
Gerið í flöskunni hverfur ekkert þó maður sleppi því að bæta sykri við og notar kolsýru í staðinn.
Hvað segið þið hinir?
Þú færð ekkert botnfall í flöskurnar ef þú ferð út í force carb. Ef þú ert búinn að láta bjórinn þroskast og hreinsast áður en þú færir yfir í kút er mjög lítið botnfall sem fer í kútinn. Restin af gerinu fellur niður í kútnum og þú færð tæran bjór úr krananum.
Þegar þú setur sykur til að præma ertu að koma af stað gerjun í flöskunni þannig að gerið fjölgar sér, étur sykurinn, býr til CO2 og fellur svo til botns.
Re: Átöppun
Posted: 31. May 2010 14:33
by Eyvindur
Það verður alltaf eitthvað ger eftir, nema bjórinn sé síaður. Það verður minna, en það verður eitthvað. Þótt bjórinn sé tær þýðir það ekki að það sé ekki ger í honum.
En hvort sem bjórinn er síaður eða ekki verður þetta aldrei ódýrt, nema þú eigir flest í þetta fyrir. Corny kútar, gas, slöngur, tengingar, þrýstijafnari og annað slíkt kostar stórfé, jafnvel með ódýrasta móti.
Ég fann nokkrar tölur til gamans. Sía kostar 125.000 í Ámunni. Ókey, það er geðveiki. Þú getur keypt ódýra síu að utan á 50 dollara - samkvæmt ShopUSA myndi það enda í 18.000 kalli með öllu. Með því fylgja tvær síur (þarft að nota tvær í hvert skipti). Þannig að þú myndir væntanlega þurft að byrgja þig duglega upp af aukasíum, nema þetta sé eitthvað sem þú ætlar bara að gera einu sinni á ári (og þá svarar þetta auðvitað aldrei kostnaði). Síurnar kosta 3 dali stykkið, og þú þarft tvær (1 míkrón og 0.65-0.5 míkrón) í hvert skipti, sem þýðir 6 dollara fyrir hverja átöppun. Væntanlega myndi aldrei svara kostnaði að panta minna en 20 síur (fyrir tíu laganir, semsagt) - 60 dollarar. Þá er þetta samtals 110, sem ShopUSA segir að muni kosta í kringum 35.000 með öllu. Svo verður þetta eftirleiðis væntanlega um þúsundkall sem bætist við hverja lögun sem þú síar.
Þannig að sían og fylgihlutir fer trúlega yfir 40.000, þegar allt verður talið saman (ég vil alltaf vera svartsýnni í þessu). Þá er kútasystemið eftir - ég veit ekki hvort þú átt eitthvað í það fyrir, en göngum út frá því að svo sé ekki.
Ég veit að ég eyddi um 100.000 kalli í allt í að koma mér upp kútasystemi. Kútana fékk ég hræódýrt loklausa, en þurfti að kaupa lok. Slapp samt eitthvað undir því sem svona kútar kosta venjulega. Tengingar, þéttihringir, slöngur og aðrir aukahlutir eru glettilega dýrir. Ef þú kaupir uppgerðan kút sleppurðu við að kaupa eitthvað af því (en reyndar verður maður að eiga allavega eitt sett af öllu, til vara), en þá má líka gera ráð fyrir yfir 10.000 fyrir stykkið (til samanburðar borgaði ég 1.500 fyrir stykkið, plús sirka 1.000 kall fyrir hvert lok). Þrýstijafnari kostar 12.000, ef ég man rétt, og ódýrasta kolsýruhylki sem þú færð kostar 18.000.
Heimatilbúin töppunargræja kostar örugglega eitthvað, miðað við verð á lagnaefni hér á landi. Keypt að utan gætirðu kannski sloppið með 20.000 kall.
Ég vil ekkert draga úr þessu hjá þér, en þú skalt passa að fara vandlega yfir þetta allt saman áður en þú ferð út í þetta. Sama hversu gott verð þú færð á íhlutum hérna heima muntu þurfa að kaupa megnið af þessu að utan, og það verður dýrt. Passaðu bara að horfa á heildarmyndina áður en þú gerir nokkuð. Og þú ættir kannski að íhuga að finna einfaldari lausn, eins og að taka með nokkra bjóra úr ríkinu í útileguna til að sötra á meðan gerið sest niður á botn í heimabrugginu. Það verður sennilega ódýrara þegar upp verður staðið.
Gangi þér allavega vel.
Re: Átöppun
Posted: 31. May 2010 15:33
by Oli
Það er nú kannski óþarfi að fara út í að sía bjórinn
Ég eyddi umþb 50 þús í setupið hjá mér.
Svo er hægt að ná sér í svona tappa líka:
http://sedexbrewing.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Átöppun
Posted: 2. Jun 2010 18:13
by Stebbi
Er komin með quote á efni í átöppunargræjuna og það rétt nær 5000 kalli. Allt úr foodgrade PE plasti. Við ætlum ekki að fara alla leið og sía bjórin heldur ætlum við að prufa eina til tvær laganir með því að lagera í köldu á secondary í nokkrar vikur og láta falla. Næsta hugmynd er að smíða corny eftirlíkingu úr plasti líka, ef það virkar þá kostar sá kútur eitthvað svipað og áfyllingar græjan.
Pósta réttum verðum þegar þetta er klárt.
Re: Átöppun
Posted: 2. Jun 2010 18:37
by sigurdur
Ertu að tala um King Keg (og klón)?
Re: Átöppun
Posted: 4. Jun 2010 12:11
by kristfin
það er hægt að kaupa úðabrúsa í verkefæralagernum, held að þeir seú 10lítra. lítið mál að breyta þeim í bjórbrúsa. ég ætlaði að breyta svoleiðis brúsa til að hafa með mér í hestaferðirnar, en var aldrei kominn í það.
núna þegar maður er með þetta allt á corny kútum, þá bara setur maður tandurhreinan og fallegan bjórinn á flöskur ef maður fer eitthvað.
Re: Átöppun
Posted: 4. Jun 2010 20:19
by Stebbi
Hvað hafið þið verið að kaupa Corny kútana á og hvar er hægt að nálgast þá hérna heima. Ég reiknaði saman pakka að utan með 4 notuðum Corny og eitthvað af pakkningum á ca. 45þús komið heim ef maður sleppur vel með flutning úti, mér finnst það bara alltof mikið í ljósi þess að það er búið að svipta mann ánægjuni af því að föndra þetta ef maður kaupir tilbúið.
Re: Átöppun
Posted: 4. Jun 2010 21:07
by hrafnkell
Það er afar erfitt að verða sér úti um corny kúta hér á landi. Vífilfell eru þeir einu sem nota þá og þeir vilja alls ekki selja né gefa, nema hugsanlega ef þú þekkir einhvern þar.
Til að spara sér sendingarkostnað á kútum frá usa þá er hægt að taka þá með shopusa. Þar sem þeir eru ódýrir miðað við þyngd, og shopusa reikna kostnað við verð en ekki þyngd þá sleppur maður mjög vel. Eina skiptið sem maður getur notað shopusa

Re: Átöppun
Posted: 5. Jun 2010 00:23
by kristfin
maður verður bara að taka með sér kúta í farangri þegar maður kemur frá usa. ekkert mál að kippa 2 með sér.