Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Markmiðið er að Vínkjallarinn panti eitthvað sjálfur til að eiga á lager. Hugmyndin er að þeir verði amk með malt, humla, ger og þurrmalt, þe DME.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Pöntunin er farin til Vínkjallarans og er hann að yfirfara hana. Um leið og pöntunin hefur verið send út mun ég setja tilkynningu hér á Fagun.is.

Nú er bara að bíða eftir glaðningnum frá Belgíu :vindill: og fá sér einn kaldan :beer:
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by valurkris »

arnarb wrote:Pöntunin er farin til Vínkjallarans og er hann að yfirfara hana. Um leið og pöntunin hefur verið send út mun ég setja tilkynningu hér á Fagun.is.

Nú er bara að bíða eftir glaðningnum frá Belgíu :vindill: og fá sér einn kaldan :beer:
Er hann búin að að senda pöntunina út eða er hann enn að yfirfara listann
Kv. Valur Kristinsson
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Sælir.
Var einmitt í heimsókn hjá honum í morgun. Pöntunin er farin til Brouwland og eru þeir að yfirfara hana og staðfesta að allt sé til. Þegar það er komið mun Vínkjallarinn bæta við því sem þeir ætla sér að eiga á lager.

Pöntunin ætti því að vera staðfest í næstu viku. Þetta hefur tekið lengri tíma þar sem um fyrsta skipti er að ræða. Í framtíðinni ætti þetta að ganga hraðar fyrir sig.

Ég posta áætlaðri dagsetningu um leið og ég fæ hana staðfesta frá Vínkjallaranum.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Það er komin næsta vika :)

En er ekki bara reglan sú "Þessi hlutur er ekki til núna þú færð hann ekki" svo það ætti ekki að vera vandamálið.

Er ekki einfaldast fyrir vínkjallaran að kaupa 50%-100% meira af öllu sem við kaupum því það hlítur að vera það vinsælasta að meðaltali :)

En allavega, ég er rosalega ánægður með þetta framtak og verð ennú ánægðari þegar varan er komin í skottið :vindill: Ég tala nú ekki um nokkrum vikum seinna :drunk:
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by atax1c »

Missti af þessari pöntun, get ég nálgast hráefni einhversstaðar á þessum tímapunkti ?

Eða þarf ég að bíða eftir næstu pöntun ?
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by raggi »

Er ekkert að frétta af pöntununi.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Pöntunin fer frá brouwland í þessari viku. Það fer svo allt eftir því hvernig pöntunin hittir á skipaferðir hvenær hún kemur til landsins, en yfirleitt er um 2 vikna bið að ræða.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Hljómar vel. Stefnir þá í bruggdag 15. okt :)
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by valurkris »

Er eithvað að frétta af þessu.
Kv. Valur Kristinsson
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Nýjustu fréttir er að brouwland afgreiddi pöntunina í síðustu viku og sendi frá sér. Skv. Vinkjallaranum er hann að vonast til að þetta komi 22-október eða í versta falli 29-okt.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by OliI »

Eitthvað að frétta?
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by raggi »

Spyr að því sama, er eitthvað að frétta af þessu.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Ég hef ekki náð í Bernharð í Vínkjallaranum til að fá nánari fregnir. Vonast til að vera með einhver svör strax eftir helgi.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Nýjustu fréttir frá pöntuninni.

Sendingin kemur til landsins í næstu viku og verður leyst út fyrir næstu helgi og aðgengilegt í versluninni eftir þá helgi. Biðjumst velvirðingar á að þetta hefur tekið mun lengri tíma en var áætlað í fyrstu - ætti að ganga hraðar fyrir sig eftirleiðis.

Eftirfarandi vörunúmer var ekki hægt að afgreiða:
125.831.4 : Teapot cast iron black + filter 0.85ltr x1
052.020.5 : Spraymalt powder light 1kg x 60
052.021.3 : Spraymalt powder light 5kg x10
053.131.9 : Hop pellets Hallertau Hersbrucker 100gr x3
017.882.2 : Bag in Box Grape Complete 10l x 5

Það kemur því til lækkunar á heildarverði hjá þeim sem pöntuðu þessar vörur.

Stjórnin
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Sendingin er kominn á bakkann...gerum ráð fyrir að hægt sé að sækja eftir helgi.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Lentum í vesinu með tollinn, það vantaði tilskilda pappíra þar sem upphæð pöntunar fór yfir tiltekna upphæð. Það rétt náðist fyrir helgina að leysa út vörurnar og eru þær komnar í verslunina hjá Vínkjallaranum.

Nú er eftir að fara yfir brettin og skipta niður á hvern aðila og reikna endanlegt verð. Gerum ráð fyrir að því ljúki á þriðjudag.

Nánari upplýsingar um afhendingu koma eftir helgi.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Er reiknað með því að hægt verði að sækja gullið í dag?
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Varan verður tilbúin til afhendingar á fimmtudag, eftir 16:30.

Skemmtilegt væri að fólk geti mætt milli 16:30-18:30 til að sækja vörurnar. Póstur verður sendur í fyrramálið með upplýsingum um eftirstöðvar sem hver og einn á eftir að greiða. Vinsamlegast leggið upphæðina inn á reikning Fágunar og komið með kvittun úr heimabanka þegar varan er sótt.

Þeir sem ekki geta sótt á fimmtudaginn geta komið við í Vínkjallaranum á opnunartíma frá og með föstudag og sótt vörurnar. Sýna þarf kvittun til að fá vörurnar afhendar.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by gunnarolis »

Glæsilegt. Þakka þér fyrir vinnuna sem þú ert búinn að leggja í þetta. Ef ég get orðið að liði við næstu pantanir er það ekkert mál.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Þetta ætti væntanlega að vera minna mál fyrir næstu pantanir. Ég skal hóa í þig þegar það byrjar ;)

Ef einhverjir komast ekki á fimmtudag er um að gera að biðja einhvern sem grípa með sér pantanirnar ykkar. Ég hef tök á að taka eitthvað með mér.

Þeir sem eru útá landi þurfa væntanlega að fá sent. Sendið mér bara pm og sé skal sjá um að koma þessu til ykkar. Einhver sendingakostnaður bætist að sjálfsögðu við.
Arnar
Bruggkofinn
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Bjarki »

Tek undir með Gunnarolis, bíð hér með fram mína aðstoð ef þörf er á :)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Jæja.
Nú ættu allir að vera búnir að fá póst um eftirstöðvarnar á greiðslunni fyrir vörurnar frá Brouwland. Ef einhverjir hafa ekki fengið póst, endilega látið í ykkur heyra og ég kíki á málið.

Það væri gaman ef sem flestir gætu komið á morgun til að sækja vörurnar, mynda smástemmingu og skoða hvað "hinir" voru að kaupa og sjá kittin sem Vínkjallarinn er kominn með.

Verðin eru á svipuðum nótum og reiknað var með upphaflega. Fágunarmeðlimir eru með um 6-7% lægra verð en þeir sem ekki eru fullgildir meðlimir.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Jæja, nú er búið að afhenda stóran hluta af pöntuninni til félagsmanna.

Ég vil hvetja menn til að fara vel yfir það sem pantað var og ef einhvern vantar eitthvað eða einhverju er ofaukið endilega látið mig vita.

Þetta var mikill lærdómur fyrir alla og ljóst er að framhald verður á þessu í framtíðinni. Mikil ánægja er með þessa þjónustu og nauðsynlegt fyrir heimabruggara að hafa tök á að panta vörur með þessari leið. Verðin eru nokkuð góð, sérstaklega fyrir kornið, þegar sendingakostnaður dreifist á fleiri aðila.

Ekki er komin dagsetning á næstu pöntun en ljóst er að af slíkri pöntun verður. Núverandi pöntun tók mun lengri tíma en áætlað var og eru nokkrar ástæður fyrir því. Sú fyrsta er að lagt var af stað með pöntunina vegna þeirrar stöðu sem Ölvisholt var komið í á þeim tíma, þrátt fyrir að viðskiptasambandi hafi ekki verið komið á við brouwland. Tók það lengri tíma en áætlað var. Vínkjallarinn vann í því að panta vörur fyrir sig á sama tíma og bættist einhvern tími við það.

Við næstu pöntun má búast við að afgreiðslutími sé uþb 4 vikur. Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar fyrir næstu pöntun. Endilega látið í ykkur heyra með óskir ykkar.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Alveg stórglæsilegt!

Er ekki annars gamla góða eftirspurnin sem ræður ferðinni?
Hugmynd: Er ekki hægt að hafa opið fyrir að félagsmenn geti sett saman lista yfir vörur hvenær sem þeir vilja og sent email (án skuldbindinga/staðfestingargreiðslu). Þegar stjórninni er ljóst að nægileg þáttaka/áhugi/vörumagn er komið til að pöntun borgi sig, setja þá lokadagsetningu á pöntunardagsetningu og keyra í gegn? Líklega detta einhverjir út og aðrir grípa þá þegar tækifærið.
Post Reply