Page 2 of 2

Re: Blöndun humla við coopers

Posted: 19. Nov 2010 00:08
by sigurdur
gunnarolis wrote:Bjórbruggun líður ennþá fyrir það að menn í gegnum tíðina hafa verið að brugga þessi kit. Mín heiðarlega skoðun er sú að ég held að fleiri hafi verið fældir frá áhugamálinu útaf þessum kitum en þeir sem hafa notað þetta sem inngang.
Ég held að það skipti engu máli hvaða hráefni þú lætur fólk fá, það nær alltaf a.m.k. 3% að klúðra hlutunum stórkostlega. Svo er það ekki nóg, heldur tala þessi 3% eins og þau séu 70% af hópnum. Coopers kit or not.

Ég er mjög óvanur því að fólk gjói ekki skrítnum augum á mig þegar ég segi þeim hvað ég geri, sama hvort það sé áhugamál, vinna eða almennar pælingar. Ég get þannig ekki sagt að fólk sé neitt öðruvísi fyrir eða eftir að ég byrjaði að brugga. (lucky me ;) )

Re: Blöndun humla við coopers

Posted: 19. Nov 2010 00:14
by kristfin
sigurdur wrote: Ég er mjög óvanur því að fólk gjói ekki skrítnum augum á mig þegar ég segi þeim hvað ég geri, sama hvort það sé áhugamál, vinna eða almennar pælingar. Ég get þannig ekki sagt að fólk sé neitt öðruvísi fyrir eða eftir að ég byrjaði að brugga. (lucky me ;) )
tvöföld neitun fær mann alltaf til að hugsa :)
:skal:

Re: Blöndun humla við coopers

Posted: 2. Dec 2010 21:13
by helgibelgi
Ég prófaði einmitt Coopers Draught um daginn, það heppnaðist ágætlega, hélt smökkun fyrir vinina og þeir kvörtuðu ekki.
Ég ætla því ekki að hætta þessu hobbýi strax og hef engan áhuga á því að hætta. Ég hætti ekki fyrr en ég hef fullkomnað þessa list!

Ég notaði kíló af sykri við gerjunina og svo ca. 200 gr af sykri í flöskurnar. Hann var að vísu með frekar sætt ávaxtabragð, en mér er sagt að það hafi verið gerinu, sem fylgdi með, að kenna. Samt fannst mér þetta mjög flott fyrsta tilraun.

Núna er ég með sama kitt Coopers Draught í gerjun, breytti þó tvennu:
1. danskt sýróp í stað sykurs 1 lítri
2. Winsor (eða Windsor, man ekki) ger sem fæst í ámunni

Ég bíð spenntur eftir útkomunni á þessu.