Page 2 of 3

Re: Átöppun

Posted: 7. May 2010 21:56
by halldor
Idle wrote:Ég gerði mér einmitt sér ferð í apótek og keypti tvær 10 ml. sprautur - kostuðu um 40 kr. stykkið. Skynsamleg ákvörðun, því fljótlega týndist önnur sprautan.
En kannski týndist auka sprautan sem þú keyptir en ekki sú sem þú hefðir keypt ef þú hefðir bara keypt eina. Kannski var þetta ekki svo skynsamlegt eftir alltsaman... djók :D

Re: Átöppun

Posted: 7. May 2010 22:03
by Idle
halldor wrote:
Idle wrote:Ég gerði mér einmitt sér ferð í apótek og keypti tvær 10 ml. sprautur - kostuðu um 40 kr. stykkið. Skynsamleg ákvörðun, því fljótlega týndist önnur sprautan.
En kannski týndist auka sprautan sem þú keyptir en ekki sú sem þú hefðir keypt ef þú hefðir bara keypt eina. Kannski var þetta ekki svo skynsamlegt eftir alltsaman... djók :D
Ekki segja þetta! Núna sé ég hrottalega eftir þessum 40 krónum sem ég hefði getað sparað mér! :o

Re: Átöppun

Posted: 8. May 2010 02:41
by sigurdur
Bara gera eins og ég .. kaupa allar stærðir frá 1 ml upp í 30ml. Með því móti þá má ein stærð tapast.

Re: Átöppun

Posted: 8. May 2010 07:03
by Braumeister
Er enginn að nota Chemipro Oxi?

Re: Átöppun

Posted: 8. May 2010 10:30
by Diazepam
Eyvindur wrote:Varstu með Autosiphon? Það er ekkert mál að koma flæðinu aftur af stað með slíku.
Nei ég var bara með hævert úr Vínkjallaranum sem kostar 1500 kr. (minni gerðin) Ég sé það núna að hævert er einskonar Harlem útgáfa af Autosyphon. En ég sé að Autosyphon kostar um 3300 - 4700 kr. En ég er svoldið brenndur af þessu ævintýri mínu og langar að halda í aðra átt eftir þetta. Ætla að skoða nánar fötur með krana og notast bara við þyngdaraflið.

Re: Átöppun

Posted: 8. May 2010 10:49
by sigurdur
Sama þótt þú sért með fötu með áföstum krana, þá er samt gulls í gildi að hafa autosyphon. Það er án efa eitt af nothæfustu verkfærunum mínum við bruggun.

Re: Átöppun

Posted: 8. May 2010 13:27
by Eyvindur
Krani er líklega dýrari. Allt annað en autosiphon er vitleysa. Gerðu þér greiða og splæstu í svoleiðis.

Re: Átöppun

Posted: 8. May 2010 22:22
by Diazepam
Þetta hljómar eins og ykkar hjartans mál. Kannski ég endurskoði afstöðu mína.

En karlinn í Vínkjallaranum, sem hefur reyndar reynst mér mjög hjálplegur og allur af vilja gerður til að aðstoða mig, gerði lítið úr Autosyphon þegar að ég spjallaði við hann á fimmtudag (6. maí), sagði að þeir ættu það til að bila, en kannski var það vegna þess að þeir voru ekki til hjá honum þann daginn.

Re: Átöppun

Posted: 9. May 2010 08:31
by Idle
Bila? Leiðréttið mig ef mér skjátlast, en það er ekki ýkja margt í þeim sem getur "bilað". Þéttihringurinn gæti jú skemmst, og þá næst ekki að mynda lofttæmið til að soga vökvann upp, eða hólkurinn brotnað. En ég held að ég geti með góðri samvisku sagt að þessi apparöt bila ekkert, fyrir utan eðlilegt slit eða þjösnaskap. :)

Re: Átöppun

Posted: 9. May 2010 09:43
by Eyvindur
Allt getur bilað eða eyðilagst. Ég er búinn að nota sama hævertinn töluvert lengi, og það hefur ekkert farið úrskeiðis með hann. Jafnvel þótt þú þyrftir að kaupa nýjan á hverju ári væri það þess virði. Ég hef einu sinni reynt að nota venjulegan hævert, en það er eins og að bryðja grjót. Aldrei aftur.

Re: Átöppun

Posted: 9. May 2010 20:33
by halldor
Idle wrote:Bila? Leiðréttið mig ef mér skjátlast, en það er ekki ýkja margt í þeim sem getur "bilað". Þéttihringurinn gæti jú skemmst, og þá næst ekki að mynda lofttæmið til að soga vökvann upp, eða hólkurinn brotnað. En ég held að ég geti með góðri samvisku sagt að þessi apparöt bila ekkert, fyrir utan eðlilegt slit eða þjösnaskap. :)
Minn fyrsti brotnaði eftir tvö skipti... keypti nýjan og hann svínvirkar.

Re: Átöppun

Posted: 10. May 2010 10:59
by kristfin
ég er hættur að nota autosyphon, leiðist að þrífa hann

nota bara slöngu, sker smá fláa á endann sem fer ofaní fötuna/carboy svo hún má alveg snerta botninn.

eg er síðan með 10 lítra tuppeware box, kringlótt, full af joðfór blönndu. geymi þar allar slöngur sem ég nota, vatnslása, gúmmi tappa og tilbehor eftir að ég hefi þrifið.

átöppunarsprotinn kemst líka í tuppeware boxið.

til að setja ekki varirnar á slöjnguna, er ég með smá bút af grennri slöngu sem ég sting inn í hina, og kippi út þegar fer að flæða.

með þessu fyrirkomulagi einfaldar maður verkferlið og er með færri hluti til að þrífa og fokka upp.

Re: Átöppun

Posted: 10. May 2010 13:57
by hrafnkell
Sniðugt að vera með joðofór blöndu á lager.. ég þarf að taka þetta upp :)

Re: Átöppun

Posted: 10. May 2010 14:01
by sigurdur
Athugið að þegar þið blandið joðófórið þá helst það ekki jafn stöðugt jafn lengi. Það þýðir að eftir blöndun þá er lífstími blöndunnar ekki meir en vika við bestu aðstæður ef ég man rétt.
Þetta kom fram í Basic Brewing þegar rætt var um BTF Iodophor við framleiðenda vörunnar ef mér skjátlast ekki.

Re: Átöppun

Posted: 25. May 2010 09:37
by Stebbi
Hefur enginn prufað að nota StarSan eins og kaninn, er kanski vonlaust að fá það keypt hérna?

Re: Átöppun

Posted: 25. May 2010 23:36
by kristfin
það er dýrt að flytja starsan inn til landsins.

en maður verður að passa sig á því að joðfórinn tapar gæðum sínum frekar hratt.

skv. podcastinu hjá jamil þá á joðfórinn að vera í lagi ef hann er gulur. en það getur verið erfitt að greina það. sennilega best að blanda hann í hvert skipti. ég geri það núna

Re: Átöppun

Posted: 26. May 2010 09:51
by hrafnkell
Já ég blanda alltaf nýtt bara. Það er ekki eins og þetta sé dýrt þegar maður notar bara 10-20ml í einu :)

Re: Átöppun

Posted: 26. May 2010 09:57
by Idle
Það geri ég líka, að undanskildu örlitlu magni sem ég geymi í úðabrúsa í allt að viku á dimmum stað. Hinsvegar er að verða svolítið vandasamt að sjúga upp úr brúsanum með 10 ml. sprautunni minni - hún er svo ári stutt!

Re: Átöppun

Posted: 30. May 2010 11:05
by Stebbi
Mig langar aðeins til að stela póstinum í smá stund.

Hefur eða er einhver af ykkur yfirbruggurum hérna á spjallinu notað kolsýru í áfyllinguna og notað counterpressure bottle filler til að fylla á. Það sem ég er að spá í er að geta tekið með sér í sumarfríið út á land smá vökva án þess að vera alltaf með bragð af blautum pappakassa í munninum.

Reynslusögur væru vel þegnar og kostnaður við þetta.

Re: Átöppun

Posted: 30. May 2010 14:58
by sigurdur
Stebbi wrote:Mig langar aðeins til að stela póstinum í smá stund.

Hefur eða er einhver af ykkur yfirbruggurum hérna á spjallinu notað kolsýru í áfyllinguna og notað counterpressure bottle filler til að fylla á. Það sem ég er að spá í er að geta tekið með sér í sumarfríið út á land smá vökva án þess að vera alltaf með bragð af blautum pappakassa í munninum.

Reynslusögur væru vel þegnar og kostnaður við þetta.
Kostaðurinn yrði án efa himinhár þar sem að það kostar töluvert að koma sér upp kolsýrukerfi.

Hvað átt þú við með bragði af blautum pappakassa?

Re: Átöppun

Posted: 30. May 2010 16:17
by Stebbi
sigurdur wrote: Kostaðurinn yrði án efa himinhár þar sem að það kostar töluvert að koma sér upp kolsýrukerfi.

Hvað átt þú við með bragði af blautum pappakassa?
Blautur pappakassi er það sem bragðið af botnfallinu minnir mig á. Kostnaðurinn er eftir því sem mér sýnist ekki svo mikill, í það minsta ekki himinhár.

Re: Átöppun

Posted: 30. May 2010 20:57
by viddi
Sæl öll
Ég er fullkominn græningi í þessu öllu saman og hafði ekki fundið þennan vef þegar ég álpaðist til að kaupa Coopers þykkni sem er að gerjast í kranalausri tunnu. Ég var að velta því fyrir mér hvort ekki sé einfaldlega hægt að tappa með því að dýfa sótthreinsaðri könnu í lögunina og hella í gegnum trekt í flöskurnar? Eða er það kannski út í hött?

Re: Átöppun

Posted: 31. May 2010 08:50
by sigurdur
viddi wrote:Sæl öll
Ég er fullkominn græningi í þessu öllu saman og hafði ekki fundið þennan vef þegar ég álpaðist til að kaupa Coopers þykkni sem er að gerjast í kranalausri tunnu. Ég var að velta því fyrir mér hvort ekki sé einfaldlega hægt að tappa með því að dýfa sótthreinsaðri könnu í lögunina og hella í gegnum trekt í flöskurnar? Eða er það kannski út í hött?
Sæll.
Ég myndi frekar fjárfesta í hævert frekar en könnu til að fleyta á milli íláta. (t.d. autosyphon)
Stebbi wrote:
sigurdur wrote: Kostaðurinn yrði án efa himinhár þar sem að það kostar töluvert að koma sér upp kolsýrukerfi.

Hvað átt þú við með bragði af blautum pappakassa?
Blautur pappakassi er það sem bragðið af botnfallinu minnir mig á. Kostnaðurinn er eftir því sem mér sýnist ekki svo mikill, í það minsta ekki himinhár.
Ég hef ekki fundið bragð af blautum pappakassa ennþá, samt hef ég lagt í nokkrar lagnir.

Ef þú telur að kostnaðurinn sé ekki himinhár, þá endilega go for it. Það væri gott að fá þetta verkefni þá sem þráð á GÞS korkinum með viðeigandi myndum, verði og birgjum.

Re: Átöppun

Posted: 31. May 2010 10:09
by Oli
Stebbi wrote:Mig langar aðeins til að stela póstinum í smá stund.

Hefur eða er einhver af ykkur yfirbruggurum hérna á spjallinu notað kolsýru í áfyllinguna og notað counterpressure bottle filler til að fylla á. Það sem ég er að spá í er að geta tekið með sér í sumarfríið út á land smá vökva án þess að vera alltaf með bragð af blautum pappakassa í munninum.

Reynslusögur væru vel þegnar og kostnaður við þetta.
Ég nota þessa aðferð.
http://www.homebrewtalk.com/f35/we-no-n ... gun-24678/" onclick="window.open(this.href);return false;
Virkar vel, set oft á nokkrar flöskur til að taka með mér eða gefa öðrum. Mesti kostnaðurinn hjá mér fór í þrýstijafnarann og gasið að mig minnir.

Re: Átöppun

Posted: 31. May 2010 12:45
by Stebbi
sigurdur wrote:Ég hef ekki fundið bragð af blautum pappakassa ennþá, samt hef ég lagt í nokkrar lagnir.

Prufaðu að hrista bjórinn áður en þú hellir úr flöskuni og segðu mér hvað þér finnst. Mitt stóra vandamál við heimabruggaðan bjór er að það er erfitt að fara með hann í útileigur ef það þarf að fara slæma malarvegi, sem ég einhvernvegin geri alltaf.

Við félagarnir erum búnir að ákveða að smíða svona græju og ég lofa að pósta kostnaði og birgjum sem fyrst eftir að þetta er klárt.