Tjahh .. það þarf ákveðið 'nenn' í það að henda þessu í eitthvað form sem að hægt er að sjá einhverjar nothæfar niðurstöður .. mun frekar að útbúa eitthvað fittings dót og tengja hitanema með prjóni í gegn, útbúa svo Arduino/Freeduino með 7 segment display sem að myndi birta rétta mælingu út frá því ásamt því að fæða gögn í tölvuna til að geta skoðað hvernig hitaþróunin var á þeim tíma sem að hitinn var sem krítískur ...... nokkuð of tæknilegt ennþá (kanski ekki fyrir rafeindavirkja ..)?
Ég er hvorki rafeindavirki né rafmagnsverkfræðingur, ég veit líka að með smá þolinmæði og google þá hef ég komið mér upp þekkingu til að koma svona upp og finnst það lítið vesen og blátt áfram gaman. Nokkuð líkt og sumir ónefndir(sigurdur) hafa verið að dunda sér við í gerð kornmyllu úr pastavél, sem btw er úber töff verkefni hvernig gengur það annars?
Vinsamlegast ekki afskrá verkefni bara því þú telur það vera of tæknilegt/mikið mál fyrir sjálfan þig. Við höfum allir DIY hæfileika, bara á mismunandi sviðum
Annars er þetta með Arduino'inn mjög góð hugmynd, myndi vissulega auðvelda samsetninguna töluvert þar sem það eru 99% líkur á að e-r hafi áður tengt hitamæli við Arduino og birt gildi á skjá og á hugbúnaðarhliðinni eru örugglega til tilbúnar modúlur til að taka gildi frá mælinum og senda gildi útá skjá.
Hafa e-jir notað og/eða eiga arduino?
P.S. Þetta verkefni hér notast við Arduino clone, mjög töff. BrewTroller
ég ætlaði nú bara að nota svona ódýran hitamæli sem sýnir úti og inni hitastig. hann er vatnsheldur og eg sóttrheinsa bara snúruna, og smelli henni ofani meskikerið
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Mín reynsla er að bestu hitamælarnir eru þessir gömlu góðu (ekki digital). Ég keypti einn góðan í Ámunni (ekki flotmælir), mig minnir að hann hafi kostað um 2000.-kr.
Það er gott ráð þegar verið að velja hitamæli, það er að raða upp 4 – 5 mælum hlið við hlið við sömu hitaaðstæður.
Þeir mælar sem sýna sama hitastig eru líklega réttir.
Eins og Ómar Ragnarsson gengur um með 2 úr á vinstri og eitt á hægri, ef eitt vinstri úrið er á vitlausum tíma þá lítur hann á hægri til að vita hvort þeirra er að feila
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Eftir ævintýrið með nafna í gærkvöld, og undanfara þess (kapphlaup við opnunartíma verslana), steingleymdi ég að kaupa mér hitamæli í meskinguna. Nafni fær að setja inn myndir og söguna af handlagni sinni - ég fylgdist bara með, fullur aðdáunar. Svo gleymdi ég þessum þræði, fór í Elko áðan, og keypti mér ódýran, stafrænan kjöthitamæli - einn af þessum með vír og prjóni. Vírinn þolir víst illa vætu, ef marka má það sem fram hefur komið hér.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Kanski IKEA sá einn slíkan á 1200 kall, veit ekkert um hvað hann þolir af raka, en mér dettur í hug það væri hægt að bræða herbi hólka utan um vírinn ef þið kannast við það úr rafmagninu
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín
Á næstunni: Coopers stout kitt.
Ég notaði lengi vel IKEA mæli. Keypti tvo, eyðilagði annan nær samstundis, einmitt af því að það komst gufa inn í vírinn. Tók plastslöngu og teipaði hana utan um vírinn á seinni mælinum, og það hélt honum á lífi. Ég er reyndar hættur að taka sénsinn með hann þangað til ég finn eitthvað öruggara (brúnt límband er ekki það traustverðugasta sem ég veit, enda myndast alltaf móða innan á plastslöngunni). Þannig að ef þú ætlar að nota IKEA mælinn, passaðu þá afskaplega vel upp á vírinn - hann þolir lítið sem ekkert.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór