Page 2 of 7

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 01:53
by sigurjon
Activator og Propogator var það víst... (og pitchable tube).

Munur á Activator og Propogator

Posted: 15. Jul 2009 08:59
by humall
Activator og Propogator eru lifandi ger frá Wyest fyrirtækinu. Activator er fyrir 20 lítra virt en Propogator fyrir 10 lítra. Báðir eru svona "smack-pack" það er innri poki inní með næringu sem þarf að sprengja þegar nota á gerið. Það er smá æfing að sprengja þetta :massi:

Ef þú kaupir "Propogator" þá þarftu að búa til starter ef þú ert með ca. 20 lítra virt (er ekki til ísl. orð yfir þetta?), 200 gr þurrmalt í 1 lítra vatn og keyra upp gerið. Leiðbeiningar á pakkanum.

Ef þú kaupir "Activator" þá þarftu ekki að búa til neinn starter (ef þú ert með 20 lítra virt), sprengja bíða og setja beint í gertunnuna.

Þetta eru ansi sniðugar pakkningar, það er sem sagt nóg að sprengja þær til að setja þær af stað og bíða þangað til þær hafa tútnað út - pakkinn verður ansi stífur af þrýstingi. Ef þær tútna ekki út er pakkin ónýtur. Það er sem sagt lítill hætta á að setja dautt ger út í virtinn.

Kv. humli

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 09:38
by Andri
Ég myndi bara þýða wort sem lögun, "Setja gerið út í lögunina" hljómar það ekki bara ágætlega?

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 11:18
by Hjalti
wort var þýtt virtir minnir mig af íslenskunefnd Eyvinds og Stulla :)

ekki wort heldur starter

Posted: 15. Jul 2009 11:50
by humall
Smá misskilingur, mig vantar ísl. orð yfir "starter"

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 14:32
by sigurjon
Ræsir. 8-)

En hvað er þá pitchable tube? :skal:

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 15:10
by Andri
Hjalti wrote:wort var þýtt virtir minnir mig af íslenskunefnd Eyvinds og Stulla :)
það hljómar kjánalega að mínu mati, ógerjuð lögun hljómar betur í mínum eyrum

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 16:16
by Oli
Andri wrote:
Hjalti wrote:wort var þýtt virtir minnir mig af íslenskunefnd Eyvinds og Stulla :)
það hljómar kjánalega að mínu mati, ógerjuð lögun hljómar betur í mínum eyrum
Já eða bara segja ógerjuð lögun af maltsírópi, vatni og humlum ofl.....eða nei kannski er "virtir" þægilegra :mrgreen:

Mér finnst það amk fínt orð yfir wort

Re: Pöntun 2

Posted: 15. Jul 2009 22:31
by Eyvindur
Virtir er held ég bara gamalt, íslenskt orð yfir wort. Sé allavega ekki ástæðu til að nota neitt annað. Lögun er of vítt hugtak - gæti þýtt svo til hvað sem er.

Ræsir er mjög gott orð yfir Starter.

Propagator gæti útlagst á íslensku sem "uppræktari" - þ.e.a.s. þú þarft að rækta upp og stækka gerbankann áður en þú smellir því út í virtinn. Activator (virkjun?) er tæknilega séð nógu stór til að setja beint út í. Á hinn bóginn fer það mjög eftir stærð bjórsins (SG), auk þess sem maður getur aldrei verið viss um að allt gersafnið sé heilbrigt. Þess vegna mæla allir með því að gera samt ræsi, sama hvernig fljótandi ger þú kaupir.

Túpurnar frá White Labs eru bara með fljótandi geri í plastglasi. Engin næring fyrir gerið til að koma sér aðeins í gang eins og hjá Wyeast, en það er víst hægt að sjá hvort gerið sé í lagi með því að hrista túpurnar og fylgjast með loftbólum. Þetta á líka að vera nóg ger, en eftir sem áður er alltaf mælt með ræsi.

Annars er ég löngu búinn að gefast upp á fljótandi geri, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að standa í því. Þegar kemur að því að gera tiltölulega hreint og beint öl finnst mér þurrgerið virka alveg jafn vel. Það er helst þegar kemur að hveitibjórum, belgískum skrýmslum eða slíku sem ég myndi nota fljótandi ger. Í flestum tilfellum finnst mér nóg að nota bara þurrt ölger. Ég henti meira að segja fljótandi gerinu sem ég átti fyrir Honey Weizen (orðið mjög gamalt) og notaði bara venjulegt Muntons þurrger, og útkoman var sallafín. Ekki Weizen, en mjög góð. Ég myndi sleppa því að eyða peningum í fljótandi ger nema þið séuð að gera bjór sem er ekki hægt að gera rétt með þurrgeri.

Re: Pöntun 2

Posted: 17. Jul 2009 03:08
by sigurjon
Sæll Eyvindur og takk fyrir greinargóðar útskýringar. Mér datt í hug ,,virki" sem nota mætti fyrir ,,activator". ,,Biðill" gæti verið hægt að nota fyrir ,,propogator".

Nú ætlum við Hallur að fara út í stout á næstunni, auk jólabjórs með kanil, negul og engiferi, ásamt dökku hveitiöli, írsku roðaöli og einn porter. Ætti þurrgerið ekki að vera alveg nógu gott í þessi kvikindi?

Re: Pöntun 2

Posted: 17. Jul 2009 03:19
by sigurjon
Hvað segið þið annars um þessa pöntun? Er ekki rétt að taka saman hvað hver ætlar að panta og drífa svo í því?

Re: Pöntun 2

Posted: 17. Jul 2009 11:31
by Andri
Þetta spjall var komið út í algjört rugl.
Ég ætla að fá þetta
ensím $1
http://www.midwestsupplies.com/products" onclick="window.open(this.href);return false; ... rodID=4817

This buds for you $28,95
http://www.midwestsupplies.com/products" onclick="window.open(this.href);return false; ... rodID=3435

irish red ale w/ denny's favorite $28,95
http://www.midwestsupplies.com/products" onclick="window.open(this.href);return false; ... rodID=8554

Re: Pöntun 2

Posted: 17. Jul 2009 13:16
by Eyvindur
sigurjon wrote:Sæll Eyvindur og takk fyrir greinargóðar útskýringar. Mér datt í hug ,,virki" sem nota mætti fyrir ,,activator". ,,Biðill" gæti verið hægt að nota fyrir ,,propogator".

Nú ætlum við Hallur að fara út í stout á næstunni, auk jólabjórs með kanil, negul og engiferi, ásamt dökku hveitiöli, írsku roðaöli og einn porter. Ætti þurrgerið ekki að vera alveg nógu gott í þessi kvikindi?
Propagate þýðir að rækta upp, fjölga örverunum.

Stout, rauðöl og porter eru fín með þurrgeri. Ég myndi nota enskt ölger í stout og porter, og svo annað hvort enskt eða amerískt í rauðölið, eftir því hvort þið notið enska eða ameríska humla. En þetta er reyndar allt smekksatriði, þið getið notað hvaða ger sem þið viljið. Þegar ég gerði porterinn minn notaði ég Danstar Nottingham. Safale S-04 er víst líka mjög gott enskt ger. Ég hef svo notað Safale US-05 í amerískt ljósöl og IPA. Þetta gæti allt verið gott í rauðöl.

Hveitibjórinn gæti verið betri með fljótandi geri, en reyndar er til hveitibjórsþurrger frá Danstar: http://www.danstaryeast.com/munich.html, og frá Fermentis: http://www.fermentis.com/FO/60-Beer/60- ... angeHB.asp (Safbrew WB-06). Ég hef aldrei prófað að nota þurrger í hveitibjór, en það stendur til.

Afsakið þetta. Haldið áfram að ræða pöntunina...

Re: Pöntun 2

Posted: 17. Jul 2009 17:24
by sigurjon
Eyvindur wrote:
sigurjon wrote:Sæll Eyvindur og takk fyrir greinargóðar útskýringar. Mér datt í hug ,,virki" sem nota mætti fyrir ,,activator". ,,Biðill" gæti verið hægt að nota fyrir ,,propogator".

Nú ætlum við Hallur að fara út í stout á næstunni, auk jólabjórs með kanil, negul og engiferi, ásamt dökku hveitiöli, írsku roðaöli og einn porter. Ætti þurrgerið ekki að vera alveg nógu gott í þessi kvikindi?
Propagate þýðir að rækta upp, fjölga örverunum.

Stout, rauðöl og porter eru fín með þurrgeri. Ég myndi nota enskt ölger í stout og porter, og svo annað hvort enskt eða amerískt í rauðölið, eftir því hvort þið notið enska eða ameríska humla. En þetta er reyndar allt smekksatriði, þið getið notað hvaða ger sem þið viljið. Þegar ég gerði porterinn minn notaði ég Danstar Nottingham. Safale S-04 er víst líka mjög gott enskt ger. Ég hef svo notað Safale US-05 í amerískt ljósöl og IPA. Þetta gæti allt verið gott í rauðöl.

Hveitibjórinn gæti verið betri með fljótandi geri, en reyndar er til hveitibjórsþurrger frá Danstar: http://www.danstaryeast.com/munich.html, og frá Fermentis: http://www.fermentis.com/FO/60-Beer/60- ... angeHB.asp (Safbrew WB-06). Ég hef aldrei prófað að nota þurrger í hveitibjór, en það stendur til.

Afsakið þetta. Haldið áfram að ræða pöntunina...
Þakkir enn og aftur. Við ætluðum okkur að panta frá Midwest, þannig að t.d. fylgir Danstar frá Munich með hveitibjórnum og Munton's með PP porternum, roðaölinu og öllum stout-bjórunum. Er þetta ekki bara í góðum málum?

Re: Pöntun 2

Posted: 18. Jul 2009 00:09
by Eyvindur
Ef þið eruð að panta Powerpack porterinn myndi ég klárlega fjárfesta í aukageri. Munton's gerið kemur í 6g pakkningum, sem dugar ekki til að gerja svona stóran bjór almennilega. Það er eini gallinn við Midwest: Þeir eiga til að hafa of lítið ger í kittunum.

Miðað við PDF skjalið með Powerpack porternum, og reiknivélina hans mr. Malty, þyrfti 13 grömm af þurrgeri til að gerja hann. Ég myndi þó halda að 11,5g pakki ætti að duga, þar sem Malty kallinn skýtur frekar yfir markið en hitt. Að minnsta kosti hef ég gerjað bjóra með svipað OG með 11,5g pakka án nokkurra vandræða. En 6g eru klárlega allt of lítið.

Ég veit ekki með hina bjórana. Samkvæmt Malty þarf 10g til að gerja bjór með OG 1.050, en ég hef samt alveg notað Munton's ger á bjóra í kringum það. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það gangi alveg. En ég þekki karakterinn ekki alveg nógu vel til að segja til um hvernig það kemur út í ensku öli... Held að það sé meira í ætt við amerískt ger. Án þess að vera fullkomlega viss.

Re: Pöntun 2

Posted: 18. Jul 2009 16:44
by sigurjon
Takk fyrir þetta.

Þá hef ég notað full lítið ger í IPA-inn minn og Trappistinn líka. Þeir eru báðir yfir 1050 í OG, en það var bara einn lítill pakki af geri sem fylgdi með...

Við athugum þetta í fremtiden. :skal:

Re: Pöntun 2

Posted: 19. Jul 2009 15:49
by Andri
þetta vill ég prófa, sjá munin á overpitching og underpitching

Re: Pöntun 2

Posted: 22. Jul 2009 03:34
by hallur
Trappistinn er reyndar drullugóður! Það er mikið gos í honum og talsvert bragð... SJONNI, MEIRA SVOLEIÐIS... :lol:

Re: Pöntun 2

Posted: 22. Jul 2009 11:41
by sigurjon
Ókei! :D

Re: Pöntun 2

Posted: 22. Jul 2009 11:48
by Andri
hvað eigum við að gera í þessari pöntun?
Ætlar einhver einn að gera þetta ef við leggjum inn á hann, ætlum við að hittast einhverstaðar? Ég á ekki kreditkort til að panta...

Re: Pöntun 2

Posted: 22. Jul 2009 18:55
by Andri
Hjalti wrote:wort var þýtt virtir minnir mig af íslenskunefnd Eyvinds og Stulla :)
Fann skjal frá háskóla íslands um matvælafræði, þar er talað um virti þanig að þeir snillingar hafa kanski ekki fundið upp á því

Re: Pöntun 2

Posted: 22. Jul 2009 19:27
by Hjalti
Að þýða eithvað þarf ekki endilega vera að búa til orð fyrir eithvað heldur bara að finna orðið sem notað hefur verið. :massi:

Re: Pöntun 2

Posted: 22. Jul 2009 23:56
by Eyvindur
Eins og mig minnir að ég hafi þegar bent á í þessum þræði er þetta gamalt íslenskt orð, sem ég held að hafi verið notað frá ómuna tíð. Við höfum ekki verið í mikilli nýyrðasmíð fram að þessu, enda tekur íslenskunefndin nú væntanlega ekki til starfa fyrr en með haustinu, þegar hæstvirtur Sturlaugur snýr aftur frá námi.

Og jú, þýðingar snúast einmitt að langmestu leyti um að hafa upp á orðum. Ég starfa sem þýðandi, og það er nú alls ekki oft sem ég hef þurft að finna upp ný orð (en hefur þó komið fyrir, mér til mikillar kátínu).

Re: Pöntun 2

Posted: 23. Jul 2009 00:14
by sigurjon
Með pöntunina, þá er það í einhverju limbói. Ég veit ekki alveg hvernig á að snúa mér í þessu með sjoppjúessei, en ég gæti kannske kynnt mér það. Ég myndi feginn ef einhver annar tæki það að sér. Ef enginn gerir það fyrir helgina mun ég taka í taumana í næstu viku og panta eins og mér sé borgað fyrir það...

Re: Pöntun 2

Posted: 23. Jul 2009 08:24
by Hjalti
Hittingur hérna heima hjá mér á mánudaginn bara og förum yfir þetta?

21:00?