Kornelius kútar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kornelius kútar

Post by hrafnkell »

Mér sýnist það vera hellings áhugi fyrir þessu. Ég er að skoða hvað ég get gert, heyri í shopusa á morgun og prófa svo að skoða með einhver önnur fraktfyrirtæki. Ef einhver er með sambönd sem við gætum nýtt í þetta þá mætti hann láta mig vita :)
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Kornelius kútar

Post by smar »

Ég verð með af þessu verður, vantar svona 2 kúta.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Kornelius kútar

Post by atax1c »

Eitthvað að frétta af þessu ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kornelius kútar

Post by hrafnkell »

Ég er kominn með verð á shipping frá einum kauða, þá væri kúturinn líklega að enda í uþb 10þús með öllu. Væri komið eftir um 2-3 vikur frá pöntun max.

Væri einhver til í þetta á þessu verði?

Þetta miðast við að ég kaupi amk 20 kúta, þá er sendingarkostnaðurinn $34 per kút.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kornelius kútar

Post by Eyvindur »

Nei, mér finnst þetta of mikið. Ég bíð með þetta ef þetta er skársta verðið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kornelius kútar

Post by hrafnkell »

Það er reyndar eitt wildcard í þessu.

Kútur kostar hingað kominn um $55 = 6411kr. Með vsk er það 8.045kr. Ef það er bara vsk á þessu, þá er það frábært, og kúturinn kostar hingað heim 8.045kr (8.500kr kannski). En segjum að það sé 20% tollur/vörugjöld á þessu, þá er verðið komið í 9.654kr (segjum 10.000kr).

Veit einhver hvað vörugjöld/tollar eru á svona græjum?



Ég var að browsa á tollskránna og er að tippa á þennan tollflokk:
Tankar, ámur, föt, dósir og áþekk ílát undir alls konar efni (þó ekki samanþjappað eða fljótandi gas), úr járni eða stáli, með ekki yfir 300 l rúmtaki, einnig fóðrað eða hitaeinangrað en ekki með vélrænum búnaði eða hitabúnaði:
7310.2900 - Annað


Ef kútarnir væru settir í þennan tollflokk þá er enginn tollur, bara vsk, og verðið hingað heim er um 8500kr per kút.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Kornelius kútar

Post by valurkris »

ég gæti sætt mig við 8500
Kv. Valur Kristinsson
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Kornelius kútar

Post by kalli »

Ég segi pass.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kornelius kútar

Post by Eyvindur »

Ég hugsa að 8500 sé enn of hátt fyrir mig. Ég setti mér þak í 7000, og held að ég verði að standa við það.

Viðbót:
Ef enn fást nógu margir í þessa pöntun myndi ég þó ólmur vilja henda með nokkrum fylgihlutum. Kúlum á krana (skaftið á einum krananum mínum brotnaði) og nokkrum poppet lokum. Eins og ég segi, ef þessi pöntun gengur eftir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Kornelius kútar

Post by atax1c »

En væri þetta ekki að kosta mann meira en 10k per kút ef maður væri að standa í þessu einn ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kornelius kútar

Post by hrafnkell »

atax1c wrote:En væri þetta ekki að kosta mann meira en 10k per kút ef maður væri að standa í þessu einn ?
Ég mundi halda það. Þetta er miðað við afslátt af kútunum og töluverðan afslátt af sendingarkostnaði útaf magni.

Plús það að þessi verð eru ekki með krónu álagningu frá mér - þetta eru sömu verð og ég fengi þetta á.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Kornelius kútar

Post by atax1c »

Þá skil ég nú ekki hvað menn eru að kvarta :?
bjakk
Villigerill
Posts: 14
Joined: 22. Sep 2010 18:44
Location: Hólar í Hjaltadal

Re: Kornelius kútar

Post by bjakk »

Ætli við værum ekki til í 10 stk af þessum kútum. Við hvern á ég að vera í sambandi varðandi það.

Bjarni
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kornelius kútar

Post by hrafnkell »

Ég ætla að drífa í þessu. Þeir sem vilja taka þátt í pöntuninni þurfa að láta mig vita hvað þeir vilja á kegconnection.com (vörunúmer, verð og link á vöruna) og svo borga svo (verð í usd) * 110 sem fyrirframgreiðslu. Ég panta svo græjurnar og rukka rest (vsk og sendingarkostnað) þegar þær eru mættar í hús og allur kostnaður er kominn á hreint.
Ef þáttakan er góð þá fæ ég heildsöluverð hjá kegconnection og verðin lækka. Sem þýðir að það sem er borgað umfram gengur upp í gjöldin sem ég þarf að greiða þegar græjurnar koma heim.

Ef þú vilt ekki panta kúta en vilt panta eitthvað annað þaðan þá er það ekkert mál.

Fínt að senda mér póst á brew@brew.is með upplýsingunum.

Seinasti séns til að skila inn pöntun er 28 feb (mánudagurinn næsti)
Last edited by hrafnkell on 26. Feb 2011 09:11, edited 1 time in total.
siggis
Villigerill
Posts: 17
Joined: 3. Oct 2010 23:14

Re: Kornelius kútar

Post by siggis »

Eitt sem mig vantar að vita varðandi pöntunina. Eruð þið ekki bara að tala um strípaða kúta á þennan 7-10 þús?
Þ.e. maður þyrfit þá að bæta við viðeigandi aukahlutum til að klára dæmið ?

Sigurður S
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Kornelius kútar

Post by gunnarolis »

Jú þetta er bara kúturinn.

Eftir það vantar þig kolsýruhylki, þrýstijafnara, slöngur, tengi og krana/picnic tap.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
siggis
Villigerill
Posts: 17
Joined: 3. Oct 2010 23:14

Re: Kornelius kútar

Post by siggis »

Ok vissi þetta með kolsýrukútinn...það er væntanlega ísaga
En mælið þið þá ekki með að maður panti slöngur tengi og krana með að utan eða er hægt að nálgast það á skerinu ?
Hvað með þrýstijafnarann , þ.e. betra að panta eða kemur það með hylkinu sem maður kaupir hér ?

Sigurður S
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Kornelius kútar

Post by gunnarolis »

Ég keypti slöngurnar mínar í barka og þrýstijafnarann í Gastec. Þrýstijafnarinn fylgir ekki með kútnum. Kúturinn er frekar dýr, sennilega dýrasti hlutinn við kútasístemið.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kornelius kútar

Post by Eyvindur »

Þrýstijafnarar eru líka frekar dýrir. Að auki myndi ég mæla með því að kaupa aukaþéttingar.

Þetta er glettilega dýrt þegar allt er tekið saman. Ég myndi mæla með því fyrir alla að gera kostnaðaráætlun áður en ákvörðun er tekin. Þetta er fljótt að safnast upp. Ég klikkaði á því, og eyddi miklu meiru en ég ætlaði, sem kom aðeins aftan að mér. Bara svo fólk geri ekki sömu mistök og ég.

Gangi ykkur annars vel með þetta. Ég verð að segja pass í bili, enda fátækur námsmaður. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Kornelius kútar

Post by atax1c »

Hrafnkell, info@brew.is er ekki að virka hjá mér, fæ þetta:
Delivery to the following recipient failed permanently:

info@brew.is

Technical details of permanent failure:
Google tried to deliver your message, but it was rejected by the recipient domain. We recommend contacting the other email provider for further information about the cause of this error. The error that the other server returned was: 550 550 5.1.1 sorry, no mailbox here by that name (chkuser) (state 14).
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kornelius kútar

Post by hrafnkell »

Obbossí, brew@brew.is var það víst :)

Ég ætla líklega að kaupa bara heilt sett þarna frá kegconnection - Sendingarkostnaðurinn á þrýstijafnara, gaskút og slöngum er óverulegur í samanburði við bjórkútinn sjálfan. 2.5kg gaskútur kostar um 20þús hérna heima þegar ég skoðaði það seinast ($64 á kegconnection).

Það virðist ekki vera neinn tollur á gaskútum, bara vsk.


Ef við tökum verðdæmi:
http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=430" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi pakki er með 2 bjórkútum, co2 kút, þrýstijafnara, slöngum, krönum. Þ.e.a.s. öllu sem þú þarft nema ísskáp, kolsýru og bjór. (kolsýrukúturinn kemur tómur)

($225 + $100) * 117 * 1.255 = 47.721kr fyrir 2 bjórkúta með öllu.

Þetta er auðvitað ekki 100% lokaverð, en ég held að þetta sé mjög nærri lagi. Ég setti vel ríflegan sendingarkostnað ($100), svona ef ske kynni að hann sé hár. Ég held að þetta verði kannski aðeins lægra.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Kornelius kútar

Post by atax1c »

Ég ætla einmitt líka að kaupa heilt sett bara, kannski aukakút líka.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Kornelius kútar

Post by gunnarolis »

Ég keypti þrýstijafnarann minn á sirka 15þúsund kall. Það var ódýrasti þrýstijafnari sem ég fann og hann hefur virkað vel hingað til í það minnsta.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Kornelius kútar

Post by andrimar »

Helvíti er maður heitur fyrir þessu. Bara ein pæling voandi án þess að hleypa þræðinum í e-ð flamefest, pin eða ball lock. Margir virðast vera með pin lock hérna heima en maður sér nánast ekkert nema ball lock á midwest, nb etc þegar kemur að aukahlutum og öðru fíneríi.
Kv,
Andri Mar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kornelius kútar

Post by hrafnkell »

andrimar wrote:Helvíti er maður heitur fyrir þessu. Bara ein pæling voandi án þess að hleypa þræðinum í e-ð flamefest, pin eða ball lock. Margir virðast vera með pin lock hérna heima en maður sér nánast ekkert nema ball lock á midwest, nb etc þegar kemur að aukahlutum og öðru fíneríi.
Ég held að það skipti nákvæmlega engu máli. Pinlock kútarnir eru ódýrari hjá kegconnection, á meðan aukahlutir ganga flestir (allir) á bæði pin og ball kúta.
Post Reply