hér eru video af kerfinu með hringrásarmeskingu.
ölið sem ég er að búa til er amarillo pale ale. suða í 90 mín og aðeins ein humlaviðbót, 200grömm, við 10 mín.
meskingin átti að vera við 65,5.
hitamunurinn í vökvanum þegar hringrás á sér stað, er nær enginn. þeas minna en 0.2 gráður í hitamun milli miðju og vökva í hlið pottsins. þegar ég var ekki með hringrásina, var hitamunurinn 1-3 gráður.
http://www.youtube.com/watch?v=xBND4M2Roxc" onclick="window.open(this.href);return false;
síðan hringiðunin og kælingin.
ég gleymdi að bæta whirlfloc pillunni við og síðan rifnaði pokinn minn þannig að vökvinn var óhreinni °en allajafna. í lokin var ég ekki með eins fallegan "kón" í miðjunni, en ég held að það sé útaf því að það var miklu meira á sveimi í pottinum en venjulega þar sem pokinn rifnaði.
http://www.youtube.com/watch?v=lPkoqvHZYxE" onclick="window.open(this.href);return false;
eg gerði ráð fyrir 80% nýtingu. preboil var 1044 í stað 1049 eins og ég reiknaði með. eftir 45 mínútur í suðu var það 1053. OG var 1059 í stað 1060. það var hinsvegar svo mikið jukk í pottinum að ég skildi meira eftir en venjulega og endaði með 23 lítra í fötuna, í stað 25 eins og ég ætlaði.