sebrew v2.1, CFC og hringiðun

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun

Post by kristfin »

bruggaði stout i gær.

að suðu lokinni, þá dældi ég inn í pottinn í hringiðu í 5 mínútur. dældi síðan í gegnum cfc og ofaní fötuna. tók 5 mínútur að dæla í gegnum cfc og endaði með 30 lítra af 20°c heitum virti.

þegar potturinn var orðinn tómur blasti við fallegur grænn humla kónn í miðjum pottinum, svo hringiðan er svo sannarlega að virka.

ég er mjög sáttur við þessa virkni núna og ætla að ganga frá kerfinu svona til framtíðar
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun

Post by anton »

Já, eða allavega fyrir næstu lögun líka :)
Kannski taka mynd(ir) næst af hringiðu og cone ?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun

Post by kalli »

kristfin wrote:bruggaði stout i gær.

að suðu lokinni, þá dældi ég inn í pottinn í hringiðu í 5 mínútur. dældi síðan í gegnum cfc og ofaní fötuna. tók 5 mínútur að dæla í gegnum cfc og endaði með 30 lítra af 20°c heitum virti.

þegar potturinn var orðinn tómur blasti við fallegur grænn humla kónn í miðjum pottinum, svo hringiðan er svo sannarlega að virka.

ég er mjög sáttur við þessa virkni núna og ætla að ganga frá kerfinu svona til framtíðar
Til hamingju með það :-)

Ertu annars ekki með langt hitald í botninum eins og ég? Eyðileggur það ekki humlakóninn?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun

Post by kristfin »

hér eru video af kerfinu með hringrásarmeskingu.

ölið sem ég er að búa til er amarillo pale ale. suða í 90 mín og aðeins ein humlaviðbót, 200grömm, við 10 mín.
meskingin átti að vera við 65,5.
hitamunurinn í vökvanum þegar hringrás á sér stað, er nær enginn. þeas minna en 0.2 gráður í hitamun milli miðju og vökva í hlið pottsins. þegar ég var ekki með hringrásina, var hitamunurinn 1-3 gráður.

http://www.youtube.com/watch?v=xBND4M2Roxc" onclick="window.open(this.href);return false;

síðan hringiðunin og kælingin.
ég gleymdi að bæta whirlfloc pillunni við og síðan rifnaði pokinn minn þannig að vökvinn var óhreinni °en allajafna. í lokin var ég ekki með eins fallegan "kón" í miðjunni, en ég held að það sé útaf því að það var miklu meira á sveimi í pottinum en venjulega þar sem pokinn rifnaði.

http://www.youtube.com/watch?v=lPkoqvHZYxE" onclick="window.open(this.href);return false;

eg gerði ráð fyrir 80% nýtingu. preboil var 1044 í stað 1049 eins og ég reiknaði með. eftir 45 mínútur í suðu var það 1053. OG var 1059 í stað 1060. það var hinsvegar svo mikið jukk í pottinum að ég skildi meira eftir en venjulega og endaði með 23 lítra í fötuna, í stað 25 eins og ég ætlaði.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun

Post by Squinchy »

Virkilega svalt system :)
kv. Jökull
danieljokuls
Villigerill
Posts: 19
Joined: 13. Apr 2011 17:29

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun

Post by danieljokuls »

Snilldar uppsetning.
Segir meira en 1000orð af fá myndband af virkninni fyrir okkur sem erum á byrjunarreit í þessu fagi.

kv
Daníel
Post Reply