Page 2 of 2

Re: SEBrew v3

Posted: 1. Dec 2010 23:04
by Braumeister
Ég hjelt að ég ætti speidelinnblásturinn skuldlaust????

Það eru til 3 tegundir af græjunni, 20L (200K kr), 50L (300K kr) og 200L (1.5 mio kr).

Bara botninn á maltrörinu er gataður, hliðarnar eru úr heilum plötum, annars væri tiltölulega ómögulegt að pumpa virtinum upp úr öllu maltrörinu.

Það er svo sía efst í rörinu, virturinn er því mjög tær.

Annars hlýtur að þurfa talsvert "head" til að pumpa einhverju magni að ráði í gegnum maltið.

edit:
Það gæti líka verið að rugla að þjóðverjar reikna nýtnina öðruvísi en ameríkanar. Þýska nýtnin er lægri.

Re: SEBrew v3

Posted: 2. Dec 2010 00:09
by kristfin
ég missti af skemmtilegum umræðum greinilega í kvöld. var upptekinn við að brugga írskt öl.

mér finnst spennandi að hafa þetta sem eina græju sem dekkar allt ferlið. ekki vera með 3 ílát. dælan, hvort sem maður er með innri tunnu eða falskan botn, tryggir flæði og betri hitadreifingu sem og möguleikanum á þrepameskingu án þess að vera hífa poka til og frá.

það er hinsvegar ekki svo að maður sé í neinum vandræðum í dag. kerfið virkar fínt, en það er alltfa hægt að búa til betri músagildru :)

ég ætti hinsvegar að ná sömu áhrifum með því að setja grófan falskan botn svo pokinn sé öruggur, draga virtinn undan honum og dæla ofaná.

Re: SEBrew v3

Posted: 6. Dec 2010 21:43
by bussli
Er þetta ekki eitthvað til að einfalda málin piltarhttp://www.brygging.no/article.aspx?ID=15&Kat=4&Page=1" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: SEBrew v3

Posted: 6. Dec 2010 21:44
by bussli
http://www.brygging.no/article.aspx?ID=15&Kat=4&Page=1" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: SEBrew v3

Posted: 7. Dec 2010 00:08
by kristfin
þetta er helvíti flott. svipuð hugmynd sýnist mér. glansar ffallega í það minnsta :)