SEBrew v2.0

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

Ég myndi áætla að hitamyndun eykst með meiri straumtöku.
Ef það er sett stærra SSR þá verður (mjög líklega) ekki minni hitamyndun nema að hálfleiðararnir séu betri (ég áætla að það séu sama hálfleiðaraefni í 25A og 40A). Þar af leiðandi þarftu meiri hitalosun við meiri straumtöku, óháð stærð SSR.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

sigurdur wrote:Ég myndi áætla að hitamyndun eykst með meiri straumtöku.
Ef það er sett stærra SSR þá verður (mjög líklega) ekki minni hitamyndun nema að hálfleiðararnir séu betri (ég áætla að það séu sama hálfleiðaraefni í 25A og 40A). Þar af leiðandi þarftu meiri hitalosun við meiri straumtöku, óháð stærð SSR.
Ég hef ekki hugmynd um af hverju, en 40A hitna minna en 25A við minna álag hjá mér.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Ég hef ekki hugmynd um af hverju, en 40A hitna minna en 25A við minna álag hjá mér.
Við minna eða sama álag?
Ef 'sama', þá er minna viðnám við sömu straumtöku á SSRunum.
Sami framleiðandi á SSR?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

sigurdur wrote:
hrafnkell wrote:Ég hef ekki hugmynd um af hverju, en 40A hitna minna en 25A við minna álag hjá mér.
Við minna eða sama álag?
Ef 'sama', þá er minna viðnám við sömu straumtöku á SSRunum.
Sami framleiðandi á SSR?
Já sama álag meinti ég. Sami framleiðandi á SSR. Það hlýtur að vera einhver munur á SSR stærðum, dýrari leiðarar eða eitthvað fínerí. Fyrir mér eru SSR og transistorar svart box þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað útskýrir muninn :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

ef það virkar þá virkar það.

eitthvað að frétta af mandarísku vinum okkar hrafnkell?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Nei ekkert enn.. ég var að vonast til að þetta kæmi í þessari viku, það eru komnar um 2 vikur síðan þetta fór af stað.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

ég tók dry-run á græjurnar áðan. þökk sé stebba þá eru rafmagnsmálin í húsinu komin í betri farveg. kominn með lekaliða í skúrinn og allt eins og hjá mönnum.

ég fékk 40a ssr hja hrafnkeli. er með 2 stk sem rjúfa núll og fasa. bætti síðan við gaumljósum svo ég viti hvað er að gerast.

ég hitaði fyrst 40 lítra í 40 gráður, síðan í 70 gráður og síðan í suðu. allt gekk eins og í suðu. greinilegt að þessi ssr sem ég var með fyrst voru bara kapútt fra fyrstu stundu. núna æðir controllerinn bara beint í þessar tölur og heldur þeim við. suðan var flott við 98 gráður, munar því að mælirinn er mjög neðarlega sem er smá klúður hjá mér.

ég var með hitamælinn úr gerjunarcontrolernum inni í kassanum til að fylgjast með ssr hitanum. sá hiti fór aldrei yfir 20 gráður. meiri snertihiti væntanlega
IMG00219-20101122-2147.jpg
IMG00219-20101122-2147.jpg (52.43 KiB) Viewed 35054 times
einangrunin hangir á 2 teygjum. væri sennilega betra að vera með borða til að halda henni, hún linast þegar þetta er orðið heitt
IMG00216-20101122-2101.jpg
IMG00216-20101122-2101.jpg (41.41 KiB) Viewed 35054 times
fyrst maður er að gera þetta er eins gott að ganga almennilega frá rafmagninu
IMG00217-20101122-2102.jpg
IMG00217-20101122-2102.jpg (38.87 KiB) Viewed 35054 times
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v2.0

Post by kalli »

Þetta er svakalega flott hjá þér.
Ef þú ákveður að bæta við March 809-HS, þá ættum við kannski að tala saman um innflutning.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

það er hægt að plata mig í flestallt. ég ætla samt að bíða með dælu, kann vel við þennan einfaldleika, bara einn pottur og poki.

btw, ég fór að ráði sigurðar og reddaði mér betra efni og saumaði mér poka almennilega með tvöföldum saum og smá spíss á botninn.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Þetta er solid hjá þér. Hvað stendur til að brugga svo í græjunum?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

það er góð spurning. ég er orðinn lens, þannig að eitthvert einfalt og létt ljóst öl verður fyrst, til að bæta á kútana fyrir áramótin. ég er með wlp002 og nottingham í krukku núna, svo það er margt sem kemur til greina.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v2.0

Post by kalli »

kristfin wrote:það er hægt að plata mig í flestallt. ég ætla samt að bíða með dælu, kann vel við þennan einfaldleika, bara einn pottur og poki.

btw, ég fór að ráði sigurðar og reddaði mér betra efni og saumaði mér poka almennilega með tvöföldum saum og smá spíss á botninn.
Hvaða efni var það sem þú keyptir og hvar fékkstu það?
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Þú getur fengið efni sem hentar prýðisvel í rúmfatalagernum. Það kostar afar lítið, undir 1000kr metrinn ef ég man rétt. Getur gert 2-3 poka úr metranum auðveldlega.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

Þetta er orðið glæsilegt Kristján!

kalli, efnið sem að ég keypti í rúmfatalagerinum er á ~300 kr meterinn ef ég man rétt. Ég kaupi yfirleitt 3-4 metra þegar ég þarf að kaupa (þá á ég nóg í tilraunir).

Annars ætti að vera hægt að nota SARITA efnið hjá IKEA, það er 100% polýester og virðist vera nógu þétt.
http://www.ikea.is/products/10127" onclick="window.open(this.href);return false;
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v2.0

Post by kalli »

sigurdur wrote:Þetta er orðið glæsilegt Kristján!

kalli, efnið sem að ég keypti í rúmfatalagerinum er á ~300 kr meterinn ef ég man rétt. Ég kaupi yfirleitt 3-4 metra þegar ég þarf að kaupa (þá á ég nóg í tilraunir).

Annars ætti að vera hægt að nota SARITA efnið hjá IKEA, það er 100% polýester og virðist vera nógu þétt.
http://www.ikea.is/products/10127" onclick="window.open(this.href);return false;
Var það storis sem þú keyptir í Rúmfatalagernum?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

ég man ekki hvað efnið hét, en það var eitthvað kaldhæðið við nafnið. 100% gerviefni og nafnið var eins og naturalis eða organix.
allavega, kostaði 199 meterinn (efnið er 150 cm breitt) og ég saumaði poka fyrir 50 lítra og 85 lítra pottinn. á nóg eftir.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by sigurdur »

kalli wrote:
sigurdur wrote:Var það storis sem þú keyptir í Rúmfatalagernum?
úff .. ég man ekki hvað þær kölluðu þetta..
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

þetta er notað í storisa.

þegar ég var þarna var gömul kona sem var að dást að hannyrðaáhuganum hjá mér. ég sagðist ætla að sauma mér tepoka. kreppan væri að kenna manni að spara.

hún var hálf klökk blessunin.

missti síðan andlitið þegar ég keypti 10 metra :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: SEBrew v2.0

Post by gunnarolis »

March 809 pumpan er ekki CE merkt og ég held að það sé ekki hægt að flytja hana hingað inn?

Hrafnkell, þú getur kannski frætt okkur um reynslu þína af pumpu málum?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Jább, march dælurnar ganga ekki, þær eru ekki CE merktar og tollurinn myndi ekki leyfa innflutning á þeim. Gæti sloppið ef viðkomandi tollari er kærulaus, en ég myndi ekki taka sénsinn á því.

Ég keypti iwaki dæu á ebay sem er gefin upp fyrir allt að 80 gráðu heitan vökva. Hún var ekki alveg gefins en hefur reynst vel, líka á sjóðandi vökva.

Þetta er týpan sem ég keypti (minnir mig)
http://cgi.ebay.com/IWAKI-MD-20R-220N-M ... 3a60ad2d1d" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: SEBrew v2.0

Post by kristfin »

ég held að hjörtur hafi keypt svona dælu og flutt inn. spurning að fala hana af honum ef hann er ekki búinn að smíða úr henni
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v2.0

Post by kalli »

Efnið heitir Organsa og stúlkan í Rúmfatalagernum vissi alveg hvað klukkan sló þegar ég spurði eftir 100% nælonefni. Það er stífur straumur af karlmönnum til hennar. Ég fékk strax sögu af því þegar pabbi hennar var að brugga í gamla daga.

Ég heyri í Hirti með dæluna.
Life begins at 60....1.060, that is.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: SEBrew v2.0

Post by anton »

Mér finnst eitthvað svo ókarlmannlegt að sauma, Mun karlmannlegra að kaupa fittings og klósettbarka og skrúfa saman, jafnvel bora göt o.s.frv. ;)

Enn, ég verð að játa að þetta er mjög töff kerfi. Vinna við að tengja SSR o.þ.h. vega algjörlega upp á móti saumaskapnum ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: SEBrew v2.0

Post by hrafnkell »

Mér fannst stórskemmtilegt að prófa að setjast við saumavélina í fyrsta skipti frá því í barnaskóla :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: SEBrew v2.0

Post by kalli »

Já, eigum við ekki bara að hafa saumaklúbb? Læra ný spor og svoleiðis :roll:
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply