BeerMeph wrote:En annars veit ég ekki hvort það væri gerlegt fyrir þá og hvað þeir fengu svo sem út úr því
Í þau fáu skipti sem ég hef þurft að hafa samskipti við Ölgerðina og Vífilfell varðandi eitthvað sem tengist heimabruggi þá hef ég fengið það á tilfinninguna að þeir líti á allt brugg sem beina samkeppni við sig. Í eitt skipti var ég beinlínis spurður hvort ég ætlaði í samkeppni við þá og þá svaraði ég jafn heimskulega og ég var spurður, "Já ég ætla í samkeppni við ykkur og ætla að setja ykkur á hausinn, það munu allir drekka Smeppsí og Þvegils Bull þegar ég er búin".
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Ég talaði við Ölgerðina varðandi að kaupa af þeim malt en það var ekkert á dagskrá hjá þeim. Þetta var síðasta haust og ég sé ekki að viðhorfið hafi breyst hjá þeim á þessum tíma.