Page 7 of 7
Re: Pöntun 2
Posted: 8. Oct 2009 01:26
by sigurjon
Mér skilst að ekki hafi verið rukkað aukalega vegna rúmmáls, enda náði pakkinn ekki 0,5 rúmmetrum.
Re: Pöntun 2
Posted: 8. Oct 2009 01:29
by sigurjon
Það er svo auðvitað ekkert að því að menn sæki fyrir aðra. T.d. búa Eyvindur og Úlfar báðir í Kratafirði, svo dæmi sé tekið.

Re: Pöntun 2
Posted: 9. Oct 2009 20:33
by sigurdur
Ég vildi bara segja takk fyrir að panta fyrir mig.
Re: Pöntun 2
Posted: 10. Oct 2009 02:00
by sigurjon
Sæll Sigurður og takk fyrir síðast. Gaman að spjalla við þig.

Re: Pöntun 2
Posted: 15. Oct 2009 23:21
by hallur
Helvítis melurinn hann Sigurjón lagðist í ferðalög og verður að heiman til 26. október og lét mig fá fullan poka af geri... og ekkert virðist vera merkt... nema hvað þessu er skipt í einhverjar pakkningar. Nú þurfa menn að senda á mig póst á
hallur@mikkivefur.is og segja mér hvað menn eiga. Ég bý í Hafnarfirði og menn geta fengið nánari upplýsingar í tölvupósti.
Re: Pöntun 2
Posted: 18. Oct 2009 14:03
by sigurjon
Sælir.
Það er rétt að ég er farinn út og dömpaði draslinu á Hall. Pokarnir eru merktir hverjum og einum. Gerið hans Andra er í lausu og ég þarf að biðja Hall að senda Óla bréfið sitt með pósti. Geturðu það, ástarhnoðrinn minn?

Re: Pöntun 2
Posted: 22. Oct 2009 21:21
by hallur
Einungis Eyvindur hefur látið sjá og heyra frá sér. Hann kom og sótti sitt. Það var ekki nóg Skrjóni að merkja pokana. Það hefði mátt loka þeim líka. Þegar ég fór að tína pokana upp þá sturtaði ég úr tveimur þannig að bréfin lágu í haug á botni pokans sem pokarnir voru í... En Eyvindur átti annan og gat látið mig vita hvað hann ætti í pöntun og því var það afhent með leynihandabandi og dulkóðuðum skilaboðum.
Re: Pöntun 2
Posted: 22. Oct 2009 21:21
by Oli
hvað með mitt?
Re: Pöntun 2
Posted: 24. Oct 2009 13:01
by sigurjon
hallur wrote:Einungis Eyvindur hefur látið sjá og heyra frá sér. Hann kom og sótti sitt. Það var ekki nóg Skrjóni að merkja pokana. Það hefði mátt loka þeim líka. Þegar ég fór að tína pokana upp þá sturtaði ég úr tveimur þannig að bréfin lágu í haug á botni pokans sem pokarnir voru í... En Eyvindur átti annan og gat látið mig vita hvað hann ætti í pöntun og því var það afhent með leynihandabandi og dulkóðuðum skilaboðum.
Oh, þú ert svo mikill klaufi, elsku snúllubossinn minn. Ertu ekki búinn að setja bréfið til Óla í póst?!
Re: Pöntun 2
Posted: 24. Oct 2009 19:07
by ulfar
Ég er að leiðtinni til að sækja mitt ger
4 x Safale US-05 (11.5 grams)
2 x Safbrew S-33 (10 grams)
2 x Saflager S-23 (11.5 grams)
2 x Safale K-97 (11.5 grams)
Verð í bandi við þig á morgun Sigurjón.
Búin að borga.
kv. Úlfar
Re: Pöntun 2
Posted: 25. Oct 2009 20:49
by sigurjon
Þakka þér fyrir Úlfar. Hallur ætti að geta skotist með þetta til þín, enda í göngufæri við þig...
Kv. Sjón
Re: Pöntun 2
Posted: 22. Dec 2009 02:51
by hallur
jæja... ég er enn með eitthvað ger sem menn hafa ekki sótt. Ég gæti farið að nota það sjálfur sko...
Re: Pöntun 2
Posted: 22. Dec 2009 12:29
by sigurjon
Það gæti verið fyrir Hjalta, svo var eitthvað (rangt) ger handa Andra.
Getur verið að Eyvindur hafi átt eftir að leggja inn fyrir kostnaði?
Ég tek þetta saman og sendi útskýringar yfir hátíðarnar, eða á nýju ári.
Skál!

Re: Pöntun 2
Posted: 22. Dec 2009 13:43
by Eyvindur
Já, það getur passað. Var búinn að steingleyma þessu... Endilega sendu mér skilaboð um það hvað ég skulda og hvar ég á að leggja inn.
Re: Pöntun 2
Posted: 25. Dec 2009 20:56
by Andri
Ég spurði Sigurð (Idle) hvort hann vildi ekki taka þetta, ég er nokkuð viss um að hann hafi sent mail eða haft samband við þig.
En ég skal taka þetta, hvað kostaði þetta?
Gleðileg jól.