Page 6 of 7
Re: Pöntun 2
Posted: 20. Sep 2009 12:43
by Eyvindur
sigurdur wrote:stórglæsilegt! vonum bara að krónan fari ekki í fokk áður en við fáum vörurnar.
Ertu að segja að krónan sé í lagi núna?
Re: Pöntun 2
Posted: 20. Sep 2009 12:54
by sigurdur
Jámm .. ansi líklegt að hún verður ekki betri en hún er í dag.
Re: Pöntun 2
Posted: 20. Sep 2009 13:38
by Eyvindur
Hún er samt ekkert í lagi. Heimskuleg hugmynd frá upphafi.
Re: Pöntun 2
Posted: 20. Sep 2009 14:10
by sigurdur
Huglægt mat mitt á krónunni þarf ekki að stemma saman við þitt huglæga mat á krónunni.
Hvaða hugmynd ert þú að tala um?
Re: Pöntun 2
Posted: 20. Sep 2009 15:20
by Eyvindur
Ég er bara að rugla eitthvað, sko... Ekki að reyna að koma af stað einhverjum krónuhugleiðingum sem eiga ekki heima hérna.
Re: Pöntun 2
Posted: 20. Sep 2009 16:05
by sigurjon
Krónan verður svona lág áfram býst ég við. Alla vega þá er þetta staðfest að sé á leiðinni...
Re: Pöntun 2
Posted: 21. Sep 2009 19:46
by Andri
Hvað segirðu var þetta bara ger pöntun semsagt eða pantaðirðu það líka sem ég var búinn að skrifa hérna niður áður, eitthvað lager bjór kit sem ég man ekki hvað heitir.
Hefði kosið Saflager S-23 frekar en ég get svosum notað hitt seinna einhverntíman

Re: Pöntun 2
Posted: 21. Sep 2009 23:37
by sigurjon
Nei, fyrirgefðu Andri. Ég skildi innlegg þitt efst á bls. 12 sem svo að þú ætlaðir bara að fá ger. Ég gáði ekki einu sinni að því að þú nefndir kit áður...
Það er líklega bezt að útlista hvað ég pantaði fyrir hvern:
Sigurður:
- 4 x Red Star Wine Yeasts 5 grams. Montrachet.
- Plastic Spring Tip Bottle Filler
- 2 x Italian Bottling Spigot
Kristfin:
1 x Plastic Spring Tip Bottle Filler
2 x Italian Bottling Spigot
5 x replacement rubber grommet
1 x Dial Thermometer
2x Small Tubing Clamp- plastic
2 x Large Tubing Clamp- plastic
1 x Fermtech 3/8" Racking Cane Spring Clip
1 x 5/16" Auto-Siphon
Oli:
2 x Brewferm Blanche (12 grams)
Andri Mar:
4 x Safale US-05
4 x Danstar Munich
4 x Montrachet ger
2 x Safbrew T-56
2 x Safale K-97
Eyvindur:
5x Safale US-05
5x Safbrew WB-06
2x Safbrew S-33
2x Safbrew T-58
Hjalti:
2x Safale US-05
2x Safbrew S-33
Úlfar:
4 x Safale US-05 (11.5 grams)
2 x Safbrew S-33 (10 grams)
2 x Saflager S-23 (11.5 grams)
2 x Safale K-97 (11.5 grams)
Restina (mikið) eigum við Hallur...
Gleymi ég einhverjum (fyrir utan Andra)?
Re: Pöntun 2
Posted: 22. Sep 2009 02:54
by kristfin
þu stendur þig vel. eins og í kuffélaginu
Re: Pöntun 2
Posted: 22. Sep 2009 21:21
by Andri
dæs
Re: Pöntun 2
Posted: 22. Sep 2009 21:35
by Andri
Á einhver þá lager ger sem ég má sníkja örfá korn af þannig að ég get ræktað mitt eigið
Re: Pöntun 2
Posted: 22. Sep 2009 22:40
by sigurdur
Ef þú ert í slíkum hugleiðingum þá getur þú trúlega keypt þér einn Coopers Lager í vínbúð og ræktað úr honum (eða einhverjum öðrum ógerilsneyddum lager)
Re: Pöntun 2
Posted: 23. Sep 2009 18:18
by Andri
það er lager ger með þessum pilsner bjór sem vínkjallarinn selur en mig langar ekki beint í það ger

Re: Pöntun 2
Posted: 23. Sep 2009 23:16
by sigurdur
Þú getur farið í leitarferð í Heiðrúnu og reynt að finna lager sem að er ósíaður
Re: Pöntun 2
Posted: 24. Sep 2009 00:16
by sigurjon
Ég biðst afsökunar á þessum misskilningi Andri og lofa að gleyma þér ekki aftur...
Alla vega, SÁEÖFÞH!

Re: Pöntun 2
Posted: 24. Sep 2009 08:59
by Eyvindur
Andri wrote:það er lager ger með þessum pilsner bjór sem vínkjallarinn selur en mig langar ekki beint í það ger

Veistu hvernig ger? Eflaust er það í góðu lagi.
Re: Pöntun 2
Posted: 5. Oct 2009 10:17
by kristfin
hver er staðan á þessu?
hvaðan var þetta panntað?
verður sendingarkostnaðinum ekki örugglega skipt niður eftir vikt?

Re: Pöntun 2
Posted: 5. Oct 2009 11:04
by Eyvindur
kristfin wrote:verður sendingarkostnaðinum ekki örugglega skipt niður eftir vikt?

+1
Re: Pöntun 2
Posted: 5. Oct 2009 15:01
by Hjalti
Væntanlega er lang einfaldast að borga bara hlutfall af heildarbókun í sendingakostnað
Ef að þú ert með einn gerpakka sem er þá 1% af heildar kostnaði þá borgarðu 1% af heildar sendingakostnaði í stað þess að vera að vikta allt draslið.
Re: Pöntun 2
Posted: 6. Oct 2009 00:17
by Eyvindur
Nei, ekki þegar sumir eru bara með ger, flestir með innan við 100gr, en svo kannski aðrir með eitthvað sem vegur fleiri kíló. Það segir sig sjálft að þá er ósanngjarnt að allir borgi sama hlutfall af sendingarkostnaðinum.
Re: Pöntun 2
Posted: 7. Oct 2009 22:01
by sigurjon
Það er reyndar rukkað eftir rúmmáli, þannig að...
En, alla vega: Gleðifréttir! Drazlið er komið í hús.
Þá er bara spurningin hvernig og hvar menn nálgazt sitt. Hvað segið þið um hitting og ég kem með dótið?

Re: Pöntun 2
Posted: 7. Oct 2009 22:43
by kristfin
ljómandi.
sérðu hvað ég skulda þér?
hvernig eigum við að fara að þessu? ég get litið við hjá þér
Re: Pöntun 2
Posted: 7. Oct 2009 23:09
by Andri
sigurjon wrote:Það er reyndar rukkað eftir rúmmáli, þannig að...
En, alla vega: Gleðifréttir! Drazlið er komið í hús.
Þá er bara spurningin hvernig og hvar menn nálgazt sitt. Hvað segið þið um hitting og ég kem með dótið?

Fyrst að dótið er komið til þín er þá ekki tilvalið að hittast hjá þér? :] Bara pæling. Eða láta einn og einn koma til þín ef þú vilt ekki fjölmenni... æ ég ætla ekki að skipta mér að þessu

Re: Pöntun 2
Posted: 7. Oct 2009 23:18
by sigurdur
Ertu búinn að reikna út verðið fyrir hvern og einn?
Var rukkað aukalega vegna rúmmáls?
Re: Pöntun 2
Posted: 8. Oct 2009 01:25
by sigurjon
Sælir.
Ég er búinn að vera sveittur yfir reikningnum núna í kvöld. Ég ákvað að við Hallur borguðum nánast allan sendingarkostnaðinn innan Bandaríkjanna, frá Midwest til ShopUSA (hver og einn hinna borgar 1$ í sendingu), en deildum allir reikningnum frá ShopUSA jafnt eftir kostnaðarhlutfalli. Finnst mönnum þetta ósanngjarnt?
Þá reiknast mér til að eftirfarandi verði reikningurinn (m.v. gengi Bandaríkjadals upp á ISK126,5):
Sigurður: $28,15 (nettó verð frá MW) + $21,37 (ShopUSA + $1) = $50,52 = ISK6390,61 (sleppum kommutölum, þar sem ekki er hægt að millifæra slíkt).
Andri Mar: $32,80 + $24,90 = $58,70 = ISK 7425,36
Kristfin: $38,15 + $28,96 = $68,11 = ISK 8615,87
Eyvindur: $38,00 + $28,85 = $67,85 = ISK 8582,49
Oli: $9,00 + $6,83 = $16,83 = ISK 2129,24
Hjalti: $9,50 + $7,21 = $17,71 = ISK 2240,50
Úlfar: $28,20 + $21,41 = $50,61 = ISK 6401,74
Andri: $11,00 + $8,35 = $20,35 = ISK 2574,29
Bankanúmerið mitt er 1113-15-225091 og kennitala 0608774679
Það er líklega bezt að menn komi heim til mín og nálgizt dótið. Heimilisfangið er Ránargata 46, 101 Rvík. Hringið í mig áður en þið komið til að ganga úr skugga um að einhver verði heima. Ég verð á næturvöktum á næstunni, þannig að ef ég svara ekki, er ég líklega sofandi. Ég hringi þá til baka þegar ég fer á fætur. Það er ábyggilega líklegast að hitta á mig snemma kvölds (milli 17:00 og 19:00). Símanúmerið er: 867-3542
Kveðja, Sjónlína
