Page 5 of 7
Re: Pöntun 2
Posted: 28. Aug 2009 04:56
by sigurjon
Já, því miður. Dagarnir eru skrýtnir hjá sjómanninum mér. Ég var allt í einu kallaður á næturvaktir og hef ekki haft neinn tíma til pöntunar.
Ég ætla að reyna að hafa samband við Hjalta á morgun. (Ég sagði ykkur að þetta yrði erfitt...)
Re: Pöntun 2
Posted: 28. Aug 2009 04:58
by sigurjon
...Þar fyrir utan var ég þegar búinn að biðja einhvern um að taka að sér að panta þetta annar en ég, en enginn hlustaði...
Re: Pöntun 2
Posted: 31. Aug 2009 08:51
by Idle
Olræt. Ég dreg mig út úr þessari pöntun í þetta sinn. Get fengið þetta allt frá
The Brühaus (nema eitthvað af gerinu), og þeir senda hvert á land sem er.

Re: Pöntun 2
Posted: 1. Sep 2009 23:18
by Andri
hef bara ekki haft tíma í þetta þvímiður, ný vinna og ég er alltaf að stússast eitthvað. Var að smíða handrið á svalir í gær, skipta um klósett, vask og blöndunartæki hjá mér núna ... et cetera et cetera.
Ef ég myndi taka allar pantanir saman í notepad eða eitthvað ... hvað meira þarf ég að gera. Ég á ekki kreditkort en gæti svosum fengið mér eitthvað svona debetkreditkort þar sem ég hef óbeit á kreditkortum.
Hverjum myndi ég þurfa að borga, myndi ég fyrst þurfa að borga midwest svo shopusa? Einfaldi litli heilinn minn skilur ekki svona hluti
Allir game nema Idle?
Re: Pöntun 2
Posted: 2. Sep 2009 08:02
by Hjalti
Hringdu bara í mig og við reddum þessu saman um helgina eða eithvað.... Nenni ekki að bíða lengur með þetta

Re: Pöntun 2
Posted: 2. Sep 2009 10:04
by Oli
Þurfið ekki að panta fyrir mig úr þessu.

Re: Pöntun 2
Posted: 2. Sep 2009 14:00
by Oli
Hjalti þá mátt alveg taka 2 pk af þessu og senda mér, ef þú leggur inn pöntun. Fer bara uppí víngerspakkana sem ég sendi þér um daginn

Re: Pöntun 2
Posted: 2. Sep 2009 14:43
by Hjalti
Snilld.
Re: Pöntun 2
Posted: 4. Sep 2009 12:49
by sigurjon
Sælir.
Ég fer út úr bænum um helgina, en ef þið pantið, væri afskaplega vel þegið ef þið nenntuð að redda þessu fyrir okkur Hall. Ég get greitt hvenær sem er.
Kv. Sigurvín
Re: Pöntun 2
Posted: 4. Sep 2009 20:47
by sigurdur
Ég vil minna á það að ef það er mikið af korni (muna ½ m³ rúmmálið), þá breytist pöntunin úr ódýrri pöntun í dýra pöntun, ekki fyrir einn heldur alla.
Re: Pöntun 2
Posted: 4. Sep 2009 21:23
by Andri
Ég ætla út í all grain og kaupa kornið frá ölvisholti. Ég ætla bara að kaupa ger.
En ég er að stússast í að flísaleggja og svo er ég að gera hinum og þessum smágreiða, smá raflagnir hér og þar þannig að ég hef lítinn tíma allavegna um helgina, er mánudagurinn fínn Hjalti... ég virðist vera búinn að týna númerinu þínu enn einu sinni, ég skal tattúvera það næst á mig
Re: Pöntun 2
Posted: 6. Sep 2009 10:46
by Eyvindur
sigurdur wrote:Ég vil minna á það að ef það er mikið af korni (muna ½ m³ rúmmálið), þá breytist pöntunin úr ódýrri pöntun í dýra pöntun, ekki fyrir einn heldur alla.
Ef út í það færi þyrfti klárlega að reikna út rúmmál hjá hverjum og deila greiðslunum niður eftir því.
Re: Pöntun 2
Posted: 7. Sep 2009 09:40
by kristfin
hvernig endaði þetta hjá ykkur. ætlið þið að fara í þessa pöntun. ég hefði mögulega áhuga á smá dóti með
Re: Pöntun 2
Posted: 8. Sep 2009 21:49
by Andri
töluðum ekkert um þetta á fundinum, þurfum að fara í þetta bráðlega

Re: Pöntun 2
Posted: 8. Sep 2009 22:06
by Gummi P
Ég er hættur við þennan þar sem all grain er á næsta leiti

Re: Pöntun 2
Posted: 16. Sep 2009 23:15
by sigurjon
Sælir.
Loksins, loksins hringdi ég í Hjalta og fékk leiðbeiningar og ætla að panta þetta um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Ef krisfin hefur áhuga á að fá eitthvað með, vinsamlegast tilgreina hvað og senda linka á kvekenden...
Skál!

Re: Pöntun 2
Posted: 16. Sep 2009 23:19
by kristfin
ég segi pass. er kominn með allt sem mig vantar og meira til. takk samt
Re: Pöntun 2
Posted: 17. Sep 2009 00:02
by sigurdur
Ég vil breyta pöntuninni minni aðeins, listinn fyrir neðan er réttur listi hjá mér.
2 x Safale US-05
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=7120" onclick="window.open(this.href);return false;
2 x Safbrew S-33
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=7687" onclick="window.open(this.href);return false;
2 x Safbrew WB-06
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=8347" onclick="window.open(this.href);return false;
4 x Red Star Wine Yeasts 5 grams. Montrachet.
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4393" onclick="window.open(this.href);return false;
Plastic Spring Tip Bottle Filler
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4738" onclick="window.open(this.href);return false;
2 x Italian Bottling Spigot
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4762" onclick="window.open(this.href);return false;
Takk.
Re: Pöntun 2
Posted: 17. Sep 2009 12:28
by kristfin
það er ekkert að marka mig, geturðu tekið eftirfarandi fyrir mig:
1 x Plastic Spring Tip Bottle Filler
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4738" onclick="window.open(this.href);return false;
2 x Italian Bottling Spigot
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4762" onclick="window.open(this.href);return false;
5 x replacement rubber grommet
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4222" onclick="window.open(this.href);return false;
1 x Dial Thermometer
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=5009" onclick="window.open(this.href);return false;
2x Small Tubing Clamp- plastic
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4774" onclick="window.open(this.href);return false;
2 x Large Tubing Clamp- plastic
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4775" onclick="window.open(this.href);return false;
1 x Fermtech 3/8" Racking Cane Spring Clip
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4237" onclick="window.open(this.href);return false;
1 x 5/16" Auto-Siphon
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=4766" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Pöntun 2
Posted: 17. Sep 2009 21:22
by sigurdur
Hvað segiru Sigurjón, náðir þú að panta um miðjan dag í dag eða?
Re: Pöntun 2
Posted: 18. Sep 2009 00:12
by sigurjon
Sælir.
Ekki hafðist það í dag, enda erfitt að stóla á mig þegar ég er í svona flöktandi vaktavinnu. Það ætti að hafast á morgun, föstudag.
Re: Pöntun 2
Posted: 18. Sep 2009 01:02
by kristfin
ég hefi mikla trú á föstudeginum
Re: Pöntun 2
Posted: 19. Sep 2009 23:21
by sigurjon
Kveldið piltar.
Það gleður mig óskaplega að tilkynna að þetta hefur nú verið pantað. Ég pantaði þessa tvo gerpakka fyrir Óla.
Andri: Ég vissi ekki nákvæmlega hvaða ger þú vildir panta, en ég pantaði 4 stykki af Safale US-05 fyrir þig. Vonandi getur þú notað það.
Ég pantaði gerið fyrir Úlfar og Eyvind. Allt dótið fyrir Andra Mar og gerið fyrir Hjalta.
Ég tilkynni svo kostnaðinn þegar hann er kominn á hreint...
Skál!

Re: Pöntun 2
Posted: 19. Sep 2009 23:22
by sigurjon
...já og ekki má gleyma að ég pantaði fullt fyrir Sigurð og kristfin. Þetta ætti að skila sér allt sem þið vilduð.

Re: Pöntun 2
Posted: 20. Sep 2009 00:01
by sigurdur
stórglæsilegt! vonum bara að krónan fari ekki í fokk áður en við fáum vörurnar

Takk fyrir þetta Sigurjón.