Vesturbær #1 Belgískt öl

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Vesturbær #1 Belgískt öl

Post by arnilong »

Belgískt öl sem ég gerði um daginn. Nafnið á bjórnum er ekki komið til vegna þess að ég er svo rosalega stoltur af að búa í frábæru hverfi heldur vegna þess að þetta er fyrsti bjórinn sem ég geri hér í Vesturbænum. Uppskrift fyrir 5 gallon(18,9 ltr.) Ég meskjaði lágt fyrir háa attenuation(ca. 63-65C). OG: 1.050, vona að FG fari í ca. 1.004 sem gerir 6.0% alc/vol. Hann var gerjaður með La Trappe starter sem ég byggði upp úr flösku af La Trappe.

87% Pilsner malt
5% Heimaristað pilsner malt(sem á að líkjast Bisquit malti)
8% Strásykur

12 gr. Nugget(13%) - 60 min
24 gr. Hellertauer Hersbrucker(3.5%) - 15 min
24 gr. Hellertauer Hersbrucker(3.5%) - 0 min

Heimaristaða maltið var að gefa alveg þokkalegan lit í virtinn og gerjun var komin á fullt innan 8 tíma frá því að ger var sett í ílát.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vesturbær #1 Belgískt öl

Post by Eyvindur »

Nammi namm... Lítur svakalega vel út...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply