Það sem var "óvenjulegt" við gerjunina er að hann var í sex vikur á gerkökunni, og hitastigið í hærri kantinum (19 til 20°C að jafnaði). Var óhemju latur í sumarfríinu.
Getur verið að þetta annars hlutlausa og góða ger hafi tekið einhverjum stökkbreytingum á þessum tíma? Eða eru þetta virkilega Cascade humlarnir? Til þessa hef ég fyrst og fremst upplifað léttan, grösugan sítruskeim þegar Cascade eru annars vegar, svo þetta er mér ný hlið á þeim.
Hafa aðrir hér rekið sig á eitthvað þessu líkt?