Vatnajökull: nýtt bjór frá ölvisholt (Repost frá Búrið)

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Vatnajökull: nýtt bjór frá ölvisholt (Repost frá Búrið)

Post by karlp »

fyrir ykkur sem er ekki á fréttalist hjá Búrið...



Kæri áskrifandi að fréttabréfi Búrsins!


Takk fyrir að fylgjast með því sem við erum að gera í Búrinu.

Ég sendi þér þennan sérstaka póst í dag vegna þess að vinir okkar
í Ölvisholti ætla að kynna mjög sérstakan nýjan bjór á
veitingahúsinu Dill í Norræna húsinu, laugardaginn 17 júlí
kl. 17, og okkur er öllum boðið.

Eins og mörg ykkar vita líklega er Valgeir í Ölvisholti sérstakur
vinur Búrsins, og hefur haldið námskeið um Bjór og osta með mér
nokkrum sinnum.

Nýi bjórinn þeirra heitir Vatnajökull og er sérstakur fyrir þær
sakir að hann einmitt bruggaður úr ísjökum sem teknir eru úr
Jökulsárlóni.

Hann er líka kryddaður bjórinn upp með blóðbergi sem vex í skjóli
jökla á Suðausturlandi.

Vatnajökulsbjórinn verður bruggaður í litlu magni og
mun bara fást á vínveitingarstöðum í „Ríki Vatnajökuls".

Á laugardaginn verður boðið upp á smökkun á Vatnajökli með meðlæti
úr Ríki Vatnajökuls framreiddu að hætti Dill-verja. Guðmundur
Gunnarsson frá Matís og Valgeir Valgeirsson frá Ölvisholti
munu lýsa tilurð og einkennum bjórsins.

Sem sagt, allir Búr- og bjóráhugamenn velkomnir.


Kær kveðja,

Eirný Sigurðardóttir í Búrinu
http://www.facebook.com/burid" onclick="window.open(this.href);return false;
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Vatnajökull: nýtt bjór frá ölvisholt (Repost frá Búrið)

Post by kristfin »

það verður spennandi að' smakka þennan.

áki verður hrifinn fyrst það er verið að nota einhvern íslenskan gróður í hann :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Vatnajökull: nýtt bjór frá ölvisholt (Repost frá Búrið)

Post by Andri »

mun bara fást á vínveitingarstöðum í „Ríki Vatnajökuls".
Einhver leið til að nálgast þennan án þess að keyra einhverja 5-6 tíma út á land?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Vatnajökull: nýtt bjór frá ölvisholt (Repost frá Búrið)

Post by sigurdur »

Þú getur flogið á höfn í hornafirði og ekið þaðan. ;)
Post Reply