fyrir ykkur sem er ekki á fréttalist hjá Búrið...
Kæri áskrifandi að fréttabréfi Búrsins!
Takk fyrir að fylgjast með því sem við erum að gera í Búrinu.
Ég sendi þér þennan sérstaka póst í dag vegna þess að vinir okkar
í Ölvisholti ætla að kynna mjög sérstakan nýjan bjór á
veitingahúsinu Dill í Norræna húsinu, laugardaginn 17 júlí
kl. 17, og okkur er öllum boðið.
Eins og mörg ykkar vita líklega er Valgeir í Ölvisholti sérstakur
vinur Búrsins, og hefur haldið námskeið um Bjór og osta með mér
nokkrum sinnum.
Nýi bjórinn þeirra heitir Vatnajökull og er sérstakur fyrir þær
sakir að hann einmitt bruggaður úr ísjökum sem teknir eru úr
Jökulsárlóni.
Hann er líka kryddaður bjórinn upp með blóðbergi sem vex í skjóli
jökla á Suðausturlandi.
Vatnajökulsbjórinn verður bruggaður í litlu magni og
mun bara fást á vínveitingarstöðum í „Ríki Vatnajökuls".
Á laugardaginn verður boðið upp á smökkun á Vatnajökli með meðlæti
úr Ríki Vatnajökuls framreiddu að hætti Dill-verja. Guðmundur
Gunnarsson frá Matís og Valgeir Valgeirsson frá Ölvisholti
munu lýsa tilurð og einkennum bjórsins.
Sem sagt, allir Búr- og bjóráhugamenn velkomnir.
Kær kveðja,
Eirný Sigurðardóttir í Búrinu
http://www.facebook.com/burid" onclick="window.open(this.href);return false;