Nú er ég búinn að hafa minn fyrsta AG á flöskum í um mánuð.
Hann virðist ekkert falla í flöskunni, það myndast ekkert á botninum og hann er mjög skýjaður. Hefur einhver skýringu á þessu.
sæll, BIAB er brugg aðferð, "priming" er hvernig þú færð kolsýru(gos) í bjórinn, þá setur maður smá sykur í bjórinn þegar þú tappar á flöskur, gerlarnir éta svo sykurinn í flöskuni og mynda kolsýru(gos)..
Í gerjun: Coopers lager. Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
Takk fyrir Höddi. Ég fór eftir einhverri reiknivél á netinu. Var með 19 lítra af bjór og setti um 150 gr af sykri út í. Leysti hann upp í vatni og hellti út í og hrærði svo í.
getur prófað að taka eina flösku og hafa hana við svona 27-29 gráður í nokkra daga og sjá hvort það sé meiri kolsýra í þeirri flösku eftir. ef svo, þá er gerið sennilega í andnauð og þú þarft að gefa þessu meiri tíma og hita.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Þegar gerjun hófst þá var hún mjög hröð og virtist klárast á 4-5 dögum. Lét þetta svo standa í nokkra daga til viðbótar.Fleytti svo yfir í annan kút. Eftir það setti ég kútinn í kælir og lét hann vera þar í um viku. Einhverstaðar las ég að gruggið ætti að falla betur í kulda. Nei ég stefndi ekki að svona háu FG , mæling sýndi þetta í 3 daga í röð og þá hélt að gerjun væri lokið. Það er frekar lítil kolsýra í bjórnum.
Ég gerði síðan smá vitleysu varðandi humlana. Þeir voru svolítið lengur í pottinum heldur en ráð var gert, þannig að hann er töluvert beiskur.
Prófaðu að opna eina flösku (bara eina), setja 2-3 korn af þurrgeri, sem þú veist að er í góðu lagi, í flöskuna og lokaðu henni svo aftur.
Geymdu flöskuna einhverstaðar þar sem að hún getur sprungið án þess að skaða nokkurn mann.
Prófaðu svo að opna hana eftir viku ef hún verður ekki sprungin.
Athugaðu að vera með hlífðargleraugu, hanska o.s.frv. þegar þú athugar hana.
Ef allt gengur vel þá veistu að gerið sem að þú notaðir hefur ekki verið við góða heilsu, hvort sem að það sé áður en þú fékkst gerið eða eftir.