Kútapartý í ágúst

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply

Hverja eftirtalinna bjóra vilt þú bragða?

Poll ended at 5. Jul 2010 17:05

Ljóskuöl
2
9%
Brúðkaupsöl
3
13%
Skjaldborgar Öl
3
13%
Plimmó Amarillo Smash
6
26%
Hafra-porter
4
17%
Hvítur sloppur (hveitibjór)
2
9%
Helles Bock I
3
13%
 
Total votes: 23

User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Kútapartý í ágúst

Post by Idle »

Fágun mun halda kútapartý í ágúst þar sem félagsmönnum, vinum og vandamönnum verður boðið uppá heimabruggaðan bjór. Allir fullgildir meðlimir Fágunar geta kosið um hvaða bjórar verða í boði í kútapartýinu. Hver meðlimur getur kosið 3 bjóra og lýkur kosningu 5. júlí 2010. 2-3 efstu bjórarnir verða bruggaðir á næstu dögum. Tímasetning og nánari upplýsingar um kútapartýið verður auglýst síðar.

Hægt er að skoða ítarlegri upplýsingar um uppskriftir á vef Fágunar (sjá tengla hér að neðan):
Ljóskuöl
Brúðkaupsöl
Skjaldborgar Öl
Plimmó Amarillo Smash
Hafra-porter
Hvítur sloppur (hveitibjór)
Helles Bock I
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Kútapartý í ágúst

Post by BeerMeph »

úúú, er spenntur - verður þetta nokkuð mjög seint í águst :O?

Ég hefði viljað sjá raven rock stoutinn þinn Sigurður á listanum, hann kom rosalega vel út hjá mér =)

Edit: Reyndi að vóta á firefox en mitt atkvæði sést ekki í results..
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý í ágúst

Post by Idle »

BeerMeph wrote:úúú, er spenntur - verður þetta nokkuð mjög seint í águst :O?

Ég hefði viljað sjá raven rock stoutinn þinn Sigurður á listanum, hann kom rosalega vel út hjá mér =)

Edit: Reyndi að vóta á firefox en mitt atkvæði sést ekki í results..
Ég fékk engu um úrvalið ráðið, eða, m. ö. o: "I'm just the messenger". ;)
Veit heldur ekki hvenær í ágúst þetta verður. Skilaboðin eru frá Arnari, formanni félagsins.

Ég er búinn að laga formið, svo kannanir ættu að virka hjá öllum. Þetta var galli í sniðmátinu, en það er ekki uppfært sjálfkrafa með hinum sem fylgja phpBB.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kútapartý í ágúst

Post by Eyvindur »

Þetta líst mér á!

Ein spurning: Þar sem þetta verður væntanlega í leiðinni kveðjustundin mín gagnvart Fágun, mætti ég ekki mæta með einn kút sjálfur, til að þakka fyrir mig og kveðja mannskapinn með virktum?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kútapartý í ágúst

Post by sigurdur »

Ég efast ekki um að allir verði sáttir við það.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý í ágúst

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Þetta líst mér á!

Ein spurning: Þar sem þetta verður væntanlega í leiðinni kveðjustundin mín gagnvart Fágun, mætti ég ekki mæta með einn kút sjálfur, til að þakka fyrir mig og kveðja mannskapinn með virktum?
Ég get ekki ímyndað mér að nokkuð sé því til fyrirstöðu. Öllum er að sjálfsögðu velkomið að taka eitthvað með sér, enda gaman að bragða annarra framleiðslu og skeggræða. Mér skilst að umræddir kútar verði í boði Fágunar, og markmiðið sé að hafa fjóra.Hafðu samband við Arnar, hann veit meira um þetta. Ég er bara að umorða tölvupóstana hans. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Kútapartý í ágúst

Post by arnarb »

Eyvindur, það er ekkert til fyrirstöðu að mæta með kút ef þú vilt. Að sjálfsögðu kveðjum við þið með virtum og ég geri ráð fyrir að sem flestir sjái sér fært að mæta og komi með gesti með sér.

Ég geri fastlega ráð fyrir að mæta með eitthvað á flöskum af mínum eigin bjór líka, einmitt til að leyfa öðrum að smakka og fá smakk hjá öðrum :D

Svo mætir maður bara með hamborgara eða pylsur til að grilla og kyngja niður með bjórnum!
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý í ágúst

Post by halldor »

Er nokkuð komin tímasetning á þetta?

Við Plimmó menn erum að fara í 11 daga bjórpílagrímsferð til Belgíu þann 27. ágúst. :skal:
Verður kútapartíið ekki örugglega fyrir þann tíma.
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kútapartý í ágúst

Post by sigurdur »

Það er ekkert steypt í stein enn, en góðar líkur eru á því að þetta verði fyrir þann tíma.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kútapartý í ágúst

Post by Eyvindur »

Já, það væri gott að fá dagsetningu fyrr en seinna, því ég þarf líka að skipuleggja kveðjuhóf heima. Vil ekki að þetta beri upp á sama dag.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Kútapartý í ágúst

Post by Hjalti »

Þetta er stórglæsileg hugmynd :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Kútapartý í ágúst

Post by karlp »

ég ætla að brugga fyrir kútupartý á manudagskvöldið, 12 júli. ég er enn óviss hvað, en eitthvað spennandi. Ef einnhvers langar að horfa/hjalpa/kenna/læra, allt er velkomin(n).

ég byrja ~kl19, og svo er buið ~kl23-24.

(ef ég man rétt, einn hugmynd um kútupartý var að láta meira folk sem er byrja eða langar að byrja, að heimsokn folk, og fylga með ferill dálitið...)

Hverfisgata 104c, kjallari, hurðini með blóm. 822 2595 ef þú finnst mér ekki.

(nýtt bjór á krána hérna lika)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý í ágúst

Post by Bjössi »

Sama hér mun leggja í einn Cascate humlaðan bjór um þessa helgi
lýst vel á þetta kúta teiti
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kútapartý í ágúst

Post by kristfin »

mér var úthlutað að leggaj í helles bock/maibock, sem er minn uppáhaldsbjór btw. hinsvegar er ekki séns að gera honum einvher skil fyrir kútapartíiið.

mundi henta að ég bruggaði hveitibjór í staðinn. hann yrði fínn fyrir kútapartíið. eða eitthvað öl
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Kútapartý í ágúst

Post by karlp »

hafra porter er í gerjun núna. Aldrei notað hafra í meskiker áður, og var næstum fastur. En, gengur vel. 20L@1.045 á leiðini. uppskriftur var aðeins öðruvisi en hann Eyvi's, en ætt að vera ágætt...
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kútapartý í ágúst

Post by kristfin »

verður gaman að smakka alla þessa dýrð.

ég lagði í enskan rúg ipa í kvöld. ætla að gera hveitibjór fyrir kútapartíiið, næ ekki að gera bock góðan fyrir þennan tíma
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý í ágúst

Post by Bjössi »

Minn verður helst til of nýr, fór á flöskur 23.07
en það verður að hafa að
Post Reply