Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Classic »

Er að hita vatnið fyrir þetta hér. Nokkuð augljóslega stældur og stolinn, enda vill maður ná smá tilfinningu fyrir hráefnunum áður en farið er út í meiri tilraunir:

Code: Select all

 Apaspil - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 20.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 0.000 s
Efficiency: 100%
OG: 1.050
FG: 1.012
ABV: 4.8%
Bitterness: 33.1 IBUs (Tinseth)
Color: 9 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
              Name        Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Amber Dry Extract Dry Extract 1.361 kg     No   No   95%  13 L
 Amber Dry Extract Dry Extract 1.361 kg     No  Yes   95%  13 L

Hops
================================================================================
    Name Alpha   Amount   Use     Time   Form  IBU
 Cascade  6.1% 20.000 g Aroma  0.000 s Pellet  0.0
  Simcoe 12.2% 23.000 g  Boil 1.000 hr Pellet 33.1

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 10.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form    Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 mL Primary

Allar tölur skv. Brewtarget vel innan marka stílsins, en það er ekki gert ráð fyrir karamelliseringu í extraktinu, svo mögulega verður hann dekkri en áætlað er. Á skv. forritinu svo að koma út "extra hoppy" í bragði.

Eftir á að hyggja hefði ég betur pantað ljósara extrakt, verður örugglega gert næst. Þá verður líka Carapils steepað á undan. Nota sama magn í humlum í 20 lítra og Úlfar notaði í 25 til að vega upp á móti lélegri nýtingu vegna minni suðu, engir hárnákvæmir útreikningar, því ég veit þetta verður samt örugglega skárra en Lexía, sem þó er alveg sæmilega drekkanleg m.v. það ódýrasta úr Ríkinu. Tek bara SÁEÖFÞH á þetta og svo tweakar maður þetta betur til næst ;)

Fyrsta reynsla með DME einvörðungu í virtinn, sem og fyrsta tilraun með late-addition á extraktið. Planið er svo að gerja skv. 1-2-3-þumalputtareglunni, þ.e. 1 vika primary, 2 vikur secondary og 3 vikur (plús) á flösku. Wish me luck :)

M.v. lýsingarnar á Brúðkaupsölinu sé ég alveg fram á að þetta verði hinn "go-to bjórinn", ásamt Wolfsburgernum, eitthvað sem pantað er í 1-2 lagnir í hverri sendingu, enda að sögn góður ofan í þá sem menn kalla GVT liðið (sem er nb skammstöfun sem ég hef ekki hugmynd um hvað stendur fyrir þótt ég þykist vita hvað hún þýðir).

Miði:
Image

Svo er myndavélin niðri í eldhúsi, ætla að reyna að muna að mynda ferlið og henda inn á Photobucket.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by sigurdur »

Þetta er flott. Þetta verður án efa algjört eðalöl.

GVT er stytting á GullVikingThule.

Af hverju ætlaru að setja í secondary?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Classic »

Gekk allt frábærlega. Minna vesen en ég reiknaði með að leysa extraktið upp, DME held ég bara að sé málið, minna vesen ef eitthvað er að koma því í pottinn heldur en fljótandi. Missti hitann niður um 10°C í seinni viðbótinni, sem er ca. á áætlun. Ruglar humlana lítið sem ekkert því það voru hvorteðer engar seinni viðbætur þar nema svo þegar hann fór af hitanum. Potturinn er í þessum orðum töluðum í köldu baði í eldhúsvaskinum. 10 l af köldu vatni komnir á standbæ í fötuna og allt tilheyrandi annað enn liggjandi í joðofórbaði og bíður eftir kallinu.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Classic »

Af hverju ætlaru að setja í secondary?
Af því þumalputtareglan segir 1-2-3, svo hefur mér alltaf, þótt ég hafi ekki bruggað oft, þótt ágætt að hafa tvær fleytingar ofanaf botnfalli, en það er svo sem allt eins líklegt að þetta endi bara í 2-3 vikum primary og svo beint á flöskur..
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Classic »

Komið í fötuna. Enn á ný er ég að bæta við meira vatni en fyrirfram var planað til að ná niður nær áætlaðri eðlisþyngd, nú 1,5l til að enda í 1,052. Þarf að muna að hafa 2-3 flöskur umfram þessar vanalegu 60 tilbúnar þegar þetta fer í flöskurnar, því við erum að tala um 21,5l fyrir botnfall. Liturinn er ljósari en í fyrri bruggævintýrum mínum, jafnvel þótt amber extrakt hafi verið notað. Hlakka til að sjá hvað gerist með pale+carapils eins og næsta lögn af honum er plönuð. Smakkaði á sýninu (að sjálfsögðu). Humlarnir ætla að skila sér alveg æðislega grunar mig þótt ég sé sem fyrr segir ekkert sérstaklega góður í að meta sýni sem ekki eru tilbúin, en beiskjan er á þessu stigi eitthvað svo "pro", svona miðað við fyrri reynslu allavega. Mögulega aromaviðbótin að spila með beiskjunni sem lendir á tungunni til að lyfta upplifuninni upp. Ég allavega hlakka mikið til að smakka þennan fullgerjaðan, kaldan og kolsýrðan :)

Jæja.. farinn að vaska upp, og ætli maður svali ekki þorstanum yfir uppvaskinu með einni Lexíu eða svo :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Classic »

Kominn sólarhringur og vatnslásinn er alveg á fullu, eins og með Wolfsburgerinn koma bólurnar alveg á glerkúts-tempói í gegnum hann. Mig er farið að gruna að "ferskleiki" gersins frá Ammríku vs. stöffið úr Ámunni skipti máli þótt um þurrger sé að ræða, ekki nema US-05 sé líka sérstaklega öflugt eins og hveitigerið...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by sigurdur »

Sumir framleiðendur segja að gerið þeirra geti haldist nokkuð optimal í 1-2 ár við réttar geymsluaðstæður (undir 8°C). Sé (þurr)ger geymt í stofuhita þá tapar það eiginleikanum sínum (sellur deyja) mun hraðar.
Ef ger fer yfir extreme hitastig (24°C) þá er það mjög slæmt.

Þetta sýnir sig oft í geri sem að geymt er í hinu og þessu hitastigi í einhvern óákveðinn tíma (og jafnvel er gerið eldra en tveggja ára).

Munurinn sem að þú sérð er fyrir mitt leiti mjög greinilegur munur á geymsluaðferðum/aldri, þar sem að US-05 gerið er enn innan optimal tímaramma.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Classic »

Aight. Hef það í huga (ekki það að það hafi ekki alltaf verið planið) þegar næsta pöntun er gerð, að henda gerinu (og humlum líka, var það ekki?) í kæli við heimkomu. Ætla ef útkoman úr þessum fyrstu tilraunum er góð að stefna að því að taka í 6 laganir í einu, svo maður þarf að passa að geyma hlutina, bjórinn sem kemur út úr 6 lögunum ætti að duga manni árið, þótt mögulega fari allt í gerjun fyrri hluta tímarammans og bíði bara þeim mum lengur í flöskunum (fer allt eftir ílátastatus).

Hvað er annars geymsluþol á tilbúnum heimabrugguðum bjór ?

Annars ef einhver hefur áhuga, þá er ég með myndir af (næstum öllu) ferlinu hér:
http://s863.photobucket.com/albums/ab19 ... fra%20a-z/
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by sigurdur »

Geymsluþol fer eftir ofboðslega mörgu.
Hér eru nokkrir hlutir:
  • Hversu stór er bjórinn?
    Því stærri sem að bjórinn er, því betur geymist hann. (%ABV)
  • Við hvaða hitastig geymir þú bjórinn?
    Því lægra hitastig sem að er á bjórnum, því betur geymist hann. Við hærra hitastig eldist hann hraðar. Við eðlilegt hitastig (~20-21°C) þá getur þú geymt 5% ABV bjór án efa í 2 mánuði áður en hann fer að hrörna (giska ég á).
  • Hvað er mikil súrefnisupptaka í bjórnum eftir gerjun?
    Því meiri súrefnisupptaka sem að verður í bjórnum eftir gerjun, því fyrr máttu búast við að bjórinn verði oxaður og staðinn.

Það sem að hefur án efa stærstu áhrifin á geymsluþolið fyrir heimabruggara er hitastig við geymslu og súrefnisupptaka.
Ef að hitastigið er stöðugt í 21°C og flöktar ekkert, þá geymist sá bjór lengur heldur en bjór sem að er geymdur við flöktandi 20°C-21°C.
Þegar þú fleytir á milli íláta, passaðu að láta bjórinn ekki sullast fram og til baka. Ef þú átt séns á að "skola" allt með kolsýrugasi (bjórflöskur, átöppunarfata o.s.frv) áður en þú setur bjórinn í það, þá er það betra til að halda bjórnum góðum.

Þetta miðast auðvitað við "peak" tímabilið. Bjórinn verður ekki endilega vondur eða ódrekkandi þó að hann sé kominn yfir þennan tíma. Hann verður bara ekki alveg jafn góður og hann var við "peak" tímabilið. (fyrir utan með oxunina, hún gerir bjórinn oftast vondann [það eru til undantekningar.. flanders og lambic t.d.])

Og eftir að hafa sagt þetta, þá get ég sagt þér það að mestallur innfluttur bjór er oftast kominn af þessu "peak" tímabili. Bjórinn er ekki í sömu víddum og ef þú smakkar hann ferskan.

Ég tel að ég sé að fara nokkuð rétt með mál hérna.
Ef þú vilt fræðast meira um þetta, þá getur þú lesið t.d. bækur eftir Charlie Bamforth.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Eyvindur »

Við þetta má bæta að humlaangan hverfur ansi hratt. Bragðhumlar dofna líka með tímanum. Þetta er gott að hafa í huga.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Braumeister »

sigurdur wrote:Geymsluþol fer eftir ofboðslega mörgu.
Hér eru nokkrir hlutir:
  • Hversu stór er bjórinn?
    Því stærri sem að bjórinn er, því betur geymist hann. (%ABV)
  • Við hvaða hitastig geymir þú bjórinn?
    Því lægra hitastig sem að er á bjórnum, því betur geymist hann. Við hærra hitastig eldist hann hraðar. Við eðlilegt hitastig (~20-21°C) þá getur þú geymt 5% ABV bjór án efa í 2 mánuði áður en hann fer að hrörna (giska ég á).
  • Hvað er mikil súrefnisupptaka í bjórnum eftir gerjun?
    Því meiri súrefnisupptaka sem að verður í bjórnum eftir gerjun, því fyrr máttu búast við að bjórinn verði oxaður og staðinn.

Það sem að hefur án efa stærstu áhrifin á geymsluþolið fyrir heimabruggara er hitastig við geymslu og súrefnisupptaka.
Ef að hitastigið er stöðugt í 21°C og flöktar ekkert, þá geymist sá bjór lengur heldur en bjór sem að er geymdur við flöktandi 20°C-21°C.
Þegar þú fleytir á milli íláta, passaðu að láta bjórinn ekki sullast fram og til baka. Ef þú átt séns á að "skola" allt með kolsýrugasi (bjórflöskur, átöppunarfata o.s.frv) áður en þú setur bjórinn í það, þá er það betra til að halda bjórnum góðum.

Þetta miðast auðvitað við "peak" tímabilið. Bjórinn verður ekki endilega vondur eða ódrekkandi þó að hann sé kominn yfir þennan tíma. Hann verður bara ekki alveg jafn góður og hann var við "peak" tímabilið. (fyrir utan með oxunina, hún gerir bjórinn oftast vondann [það eru til undantekningar.. flanders og lambic t.d.])

Og eftir að hafa sagt þetta, þá get ég sagt þér það að mestallur innfluttur bjór er oftast kominn af þessu "peak" tímabili. Bjórinn er ekki í sömu víddum og ef þú smakkar hann ferskan.

Ég tel að ég sé að fara nokkuð rétt með mál hérna.
Ef þú vilt fræðast meira um þetta, þá getur þú lesið t.d. bækur eftir Charlie Bamforth.
Ekki gleyma hreinlæti (Sanitation)! Skiptir höfuðmáli skv. Bruggpáfanum sjálfum..
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Classic »

Kominn á flöskur. Ákvað að stytta secondary niður í rétt rúma viku því erfinginn er væntanlegur í rúmlega vikudvöl á morgun og ég vildi rumpa þessu af áður en hún kæmi, nenni ekki að gera svona meðan hún er hérna, og er of óþolinmóður að smakka þennan eðal til að geta látið það bíða þar til hún er farin aftur.

Mælisýnið lúkkaði og lyktaði mjög vel, og smakkaðist betur en fyrri mælisýni annarra bjóra á sama tímapunkti. Get ekki beðið eftir að fara að smakka þetta :)

Myndatakan ekki sú besta, en ca. svona lítur föndurflaskan út:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Apaspil (Extrakt) .. byggt á Brúðkaupsöli Úlfars

Post by Eyvindur »

Hey! Apinn er að spila Omaha!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply