Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Jæja, fékk pakkann minn frá Northern Brewer í vikunni, og nýtti frídaginn í gær í að malla. Tekur því tæpast að pósta þessu nema bara til að vera með, sennilega fáir sem fara þennan milliveg milli forhumlaðra kitta og AG, enda sennilega dýrasta leiðin í dag, en fyrir okkur sem ekki höfum pláss fyrir 30l suðupotta þá hlýtur þetta að vera betra en forhumluðu kittin, svo eru þau orðin svo dýr að það munar ekki nema mesta lagi 20 kr á flöskuna þegar upp er staðið. Svo hefur maður líka tækifæri til að leika sér með uppskriftina seinna meir. Ef útkoman er ásættanleg, þá er ég samt að fá góðan bjór talsvert ódýrari en ódýrasta hlandið á Skattstofunni, svo fyrr mér er þetta alveg fyrirhafnarinnar virði.

Notaði tilbúna uppskrift frá NB, kit sem þeir kalla Bavarian Hefeweizen, svona því ég er enn að læra inn á þetta þá er ágætt að fá þetta bara í einum pakka, og sömuleiðis því kittin hafa þann kost að maður fullnýtir allt hráefni sem keypt er, ekkert sem fer til spillis eða þarf að ganga frá til geymslu í lengri tíma.

Lagaði 20l (áttu að vera 19, þ.e. 5 gallon, en ég þynnti um líter til að ná eðlisþyngdinni niður í 1,050, en síðan hjá NB segir að kittið eigi að vera 1,049. Hvort kvarðinn á fötunni eða pottinum er að stríða mér eða flotmælirinn eða hvort þeir reikna með lægra yield en það er í raun veit ég þó ekki). Sauð tæpa 11 lítra, 8,5+extraktið, örlítið minna reiknast mér heldur en leiðbeiningar segja, en varla svo mikið að það brengli eitthvað humlanýtinguna. Veit ekki hvað er að marka þessar tölur hér að neðan (fyrir utan uppskriftina sjálfa), enda Brewtarget kannski ekki besta forritið, né ég besti notandinn. Sennilega hefði verið betra bara að pikka inn uppskriftina hérna, en c/p úr forriti lúkkar alltaf meira pro. =)

Code: Select all

Wolfsburger - Weizen/Weissbier
================================================================================
Batch Size: 20.000 L
Boil Size: 10.500 L
Boil Time: 0.000 s
Efficiency: 100%
OG: 1.050
FG: 1.013
ABV: 4.9%
Bitterness: 8.5 IBUs (Tinseth)
Color: 8 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                 Name        Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Wheat Liquid Extract     Extract 6.000 lb     No   No   78%   8 L
    Wheat Dry Extract Dry Extract 1.000 lb     No   No   95%   8 L

Hops
================================================================================
     Name Alpha   Amount  Use     Time   Form IBU
 Tettnang  3.9% 1.000 oz Boil 1.000 hr Pellet 8.5

Yeast
================================================================================
             Name Type Form   Amount   Stage
 Danstar - Munich  Ale  Dry 0.388 oz Primary
Gekk eins og í lygasögu, og tæpum sólarhring síðar farið að bubbla alveg á fullu. Mælisýnið virðist þó agnarögn dekkra en ég á að venjast af weizen, sem gerist að mér skilst gjarnan með fljótandi extrakt. Spurning þegar maður fer að tína í þetta sjálfur að prófa að nota þurrt extrakt frekar...

Ég þóttist sjá hérna um daginn einhvern tala um að tappa sínum hveitibjórum á flöskur strax eftir 10 daga, enda má hveitibjór víst vera ungur, hljómar eins og plan, að mæla eftir viku og svo aftur 3 dögum seinna og fylgja þá því plani ef gerið er hætt eftir þann tíma... gangi það upp gæti hann kannski jafnvel verið næstum smakkhæfur þegar úrslitaleikurinn er í júlí :skal:

Ef einhver fróðari les þetta, er mér óhætt að kolsýra hann "to style" (3,6 vol) í þessari týpísku brúnu 330ml flösku sem íslensku örbruggin nota (flestar mínar koma undan Freyju, Skjálfta, Kalda og El Grillo), eða er öruggara að draga aðeins til baka ?

Las ég ekki líka að einhver notaði strásykur til að kolsýra með sæmilegum árangri? 150-200g í 20l hljómar eins og svo lítið að ég hljóti að geta skorið þar aðeins niður, enda þrúgusykur á 1000kr/kg, og ekki notaður nema bara í þetta svo kílóapoki væru sennilega meir en ársbirgðir sem ég þyrfti þá að pakka einhvern veginn til geymslu þess í milli, meðan straujarinn kostar 200kr/kg og alltaf til á heimilinu hvorteðer...
Kannski ekki aurar sem maður á að vera að spá í, hausinn bara svona fastur i vinnunni að mér mér leiðist að liggja með hluti á lager sem er sáralítil hreyfing á, en ef maður kemst upp með að sleppa því þá sefur maður kannski örlítið betur :P

Og að sjálfsögðu er maður með miða fyrir afurðina. Birt með fyrirvara um endanlega áfengisprósentu. Skáldaði í eyðuna með Erdinger til hliðsjónar ef ég man rétt:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by sigurdur »

Þetta er flott.

Í sambandi við kolsýrumagn, þá eru margir sem að segjast hafa sett upp að 4 vol í venjulegar glerflöskur. Ég er ekki viss um að ég myndi treysta mér í það, en ég held að persónulega myndi ég fara í 3.2 vol án þess að hafa áhyggjur. Meir en það þá færi ég að vera stressaður.

Þú getur prófað að fara í 3.5 vol, en passaðu þig á að passa vel upp á sykurinn (ég tek enga ábyrgð á því samt).
Ef þú ætlar að fara í þessi hærri mörk, þá verður þú að a.m.k. byrgja allar flöskurnar t.d. í pappakössum þar til að þær eru allar búnar.

Hér er ein umræða um þetta.
http://www.homebrewtalk.com/f35/maximum ... es-154580/" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Mörk stílsins eru skv. þeirri reiknivél sem ég er að skoða 3,6-4,5. Langar að miða á ca. 3,6, en 3,2 er strax nær því en þessi 2,8 sem eru efri mörk "venjulegri" stíla t.d. APA og lagers. Stefni allavega á 3,2 nema einhver með reynslu af af því komi með þumal upp á 3,6. Kanarnir virðast samt telja 4 í góðu lagi, en ætla enga sénsa að taka nema hafa fengið reynslusögur frá mönnum með þekkja til flasknanna sem eru í umferð á Íslandi :)

Svakalegur hamagangur er samt í gerinu í augnablikinu. Vatnslásinn bubblar stöðugt eins og ég hef hingað til ekki séð nema í glerkútnum, þótt bjórinn sé í sveigjanlegri plastfötu. Ætli Munchen-gerið sé svona öflugt (hef hingað til aðeins séð til Coopers ölgersins og Lalvin 1118 kampavínsgers), eða er ég bara að sjá mun á "fersku" geri (jafnvel geymdu í kæli þar til gengið far frá því í pakkann til mín) sem hreyfist hratt í stórri amerískri búð vs. drasl sem búið er að liggja guðmávitahvelengi á lager við stofuhita í Ámunni ?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by sigurdur »

Ó já, ég nota alltaf venjulegan strásykur þegar ég set á flöskur. Þú færð lang best endurtakanlegu niðurstöðurnar með honum.

Hveitiger er mjög virkt, en gerið hjá ámunni gæti mögulega verið gamalt (ég get ekkert staðfest það).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Eyvindur »

Svona extract kit eru frábært skref fram á við á leiðinni út í AG. Kennir manni á suðuna og humla, og mín reynsla af þeim er mjög góð (ég gerði reyndar ekki nema þrjár svona laganir, og þar af olli ein mér smá vonbrigðum, en í það heila mjög gott).

Næst myndi ég fara þá leið að setja ekki nema 1/3 eða svo af extractinu út í í upphafi suðu og setja svo restina þegar 5-10 mín eru eftir. Þannig dökknar bjórinn ekki alveg jafn mikið. Athugaðu líka, ef þú keyptir nokkur sett, að það borgar sig að nota ljóst extract sem fyrst, þar sem það dökknar með tímanum. Það geymist von og viti án þess að bragðið líði fyrir (ég geymdi tvö sett í hátt í ár), en liturinn verður fyrir skakkaföllum.

Í öllu falli, til hamingju með þetta. Þykist vita að þetta verði hið ljúffengasta mál.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Ég var búinn að sjá að menn eru gjarnan að nota late-addition, m.a. til að halda litnum niðri, en hef einhvern veginn ekki séð fyrir mér hvernig skal framkvæma það, væntanlega missir maður niður suðuna (mældi að gamni, vökvinn er að lækka um ca 20°C þegar ég helli extraktinu út í vatnið þegar ég kippi því sjóðandi af hellunni), ekki nema vera að hræra extraktið út í öðrum potti, ná upp suðu þar og svo bæta út í sjóðandi virtinn... og ef maður missir niður suðuna, þá breytist humlanýtingin, eða hvað..? svo getur sýrópið sokkið til botns og brunnið, eða þurrextract hlaupið í kekki og maður vill ekki hræra of mikið yfir suðunni (eða var það bara eftir suðu meðan maður kælir?), eða hvað, er ég eitthvað að flækja þetta of mikið ? Ég myndi allavega telja það að 50/50 skipting á extraktinu væri ágæt, myndi einfalda umreikninga á uppskriftum úr AG yfir í Extrakt þar sem humlanýting myndi væntanlega vera svipuð þegar maður sýður eitthvað í sama styrkleika og það á að enda í þegar í fötuna er komið..

Fíla strásykursgúdderínguna, ágættað sleppa við að spreða 1000kalli í kíló af sykri bara til að þurfa að liggja með 800g í einhverjar vikur, jafnvel hluta í einhverja mánuði (keypti 3 kitt í startið, sem ættu ef ég reikna aðeins með minni neyslu, engri utanaðkomandi aðstoð, að duga mér í meir en hálft ár). Ekki mikill peningur í heildarjöfnunni kannski en vesensparnaður er fyrir mér alltaf af hinu góða líka :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by sigurdur »

Ég hefði nú ekki miklar áhyggjur af humlanýtingunni.
Ef ég skil isomeringu á humlum rétt, þá er nýtingin á beiskju í humlum 5% við 70°C. Þegar þú ert við 90°C þá er nýtingin 66%.
Ef að þú ert enga stund að ná upp suðunni aftur, þá held ég að það verði engin merkjanleg breyting á nýtingunni á humlum.
Ef þú tekur meir en 5 mínútur að ná hitanum niður fyrir 70°C eftir suðu þá held ég að þú munir "laga" það sem að tapaðist við viðbótina á extractinu.
En það er mjög sniðugt samt að leysa extractið upp í öðrum potti og ná hitastigi þar upp.

Ef þú ert að sjóða í sama magni og þú munt setja í gerjunarílátið, þá þarftu ekkert að spá í að auka humlamagnið neitt. Ef þú sýður humla í þykkni (þú munt þynna þetta eftir suðu) þá þarft þú að bæta við humlum til að halda í við IBU tölu í uppskriftinni. Mig minnir að ég hafi lesið einhverstaðar 5%, en það er án efa til formúla fyrir þetta.
Ástæðan fyrir þessu er sú að uppleysanleiki alpha sýra minnkar með hækkandi magni. Sem að er ástæðan fyrir því að maður er aldrei með jafn hátt IBU og manni reiknast.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Ég er að sjóða í þykkni (eins og sjá má í uppskriftinni), ein af nokkrum ástæðum þess að ég er í extrakti frekar en AG til að byrja með er aðstöðuleysi og þ.m.t. græjuskortur. Er bara að sjóða á eldavélarhellunni í reyndar nokkuð vænum potti fyrir hversdagslegan heimilisrekstur, en hann tekur samt ekki nema 13,5l barmafullur, get soðið ca. 10,5-11l max. Tekur samt hátt í klukkutíma að ná upp suðu fyrst (þegar ég er að byrja með kalt vatn úr krananum).

Skiljanlegt þetta með uppleysanleikann, held ég, nema ég sé farinn að ruglast þeim mun meira í eðlisfræðinni.. því meira sem leyst er upp af sykri í vatninu, því minna "pláss" er fyrir alphasýrurnar og því erfiðara að ná þeim út í virtinn. Sennilega ætti maður að geta sirkað þetta eitthvað út í bruggforritinu, er bara ekki alveg búinn að læra inn á það .. svo veit maður heldur ekkert hverju maður á að trúa um þessi IBU, hvaða "aðferð" (Tinseth eða Rager) eða hvað það heitir maður á að trúa, önnur segir t.d. fyrir þennan 8,5, en hin rétt undir 15, alveg í sitt hvorum "enda" stílsins. Sennilega er ég núna að hengja mig of mikið í formsatriðum og fikti útfyrir þá uppskrift sem ég ætlaði fyrst að prófa. Best er væntanlega að láta reyna á uppskriftina, og fara síðan að fikta sig til með tölurnar og reyna að átta sig á þeim :)

Var eitthvað búinn að gúggla og spá og spökúlera fyrir næsta brugg, APA (sennilega nær AAA í lit m.v. útkomuna úr Wolfsburgersuðunni) byggðan á brúðkaupsöli Úlfars, og reiknaðist það út að í þessa rétt rúmlega hálfu suðu ætti að virka nokkurn veginn sama magn humla í mína 19 lítra heildarlögn og hann setti í 25. Klikkaði samt algjörlega á því að punkta hjá mér hvar ég stal þeim útreikningum samt.. og svo má vel vera að maður gúggli þetta aftur og fái þá einhverjar allt aðrar tölur byggðar á einhverri allt annarri formúlu annars staðar frá.. Ég mun líka pottþétt kanna betur þetta með seinni viðbót í extraktinu, en held ég taki bara nettan SÁEÖFÞH fíling á þennan næsta og hendi í þetta m.v. upprunalega gúgglið og endurskoði svo útreikningana áður en ég geri hann aftur... er það ekki annars rétti andinn? Ég meina, ég er að drekka kóríanderbætta dósalagerinn minn með þokkalegri lyst (allavega hef ég örugglega oft borgað meiri pening fyrir verri bjór í gegnum tíðina), svo ég hlýt að geta torgað Apaspilinu þótt humlarnir séu aðeins of eða van og liturinn í dekkri kantinum ;)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by sigurdur »

Það skiptir litlu máli með sykurmagnið í virtinum (nema að þú sért að spá í maillard áhrifum, en það er annað mál) þegar þú ert að spá í AA nýtingu.
Málið er að því meiri AA er búin að isomerast í hlutfalli við magnið á vökva, því minna hlutfall verður nýtt. Semsagt því meiri AAU per líter af vökva, því minni alpha sýra leysist upp.
Þar af leiðandi verður minni nýting á humlum þegar þú ert að sjóða minna en þú ætlar að gerja.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Aaa.. nú skil ég. Það er rúmmál suðunnar, ekki eðlisþyngd hennar sem kallar á þessa humlaaukningu. Kannski enn skiljanlegar. Efnafræðikunnáttan er greinilega farin að rykfalla eftir allt saman ;)

Þ.a. þessi gaur er alveg í ruglinu:

http://www.youtube.com/watch?v=aqKPqjH-mv4" onclick="window.open(this.href);return false;

Sýður humlana í ca. 4,5-5 lítrum (gallon+pund af extrakti) af virti í endanlegri eðlisþyngd, notar stóra pottinn rétt til að ná upp suðu til að sótthreinsa restina af maltþykkninu...

..horfði reyndar ekkert á tölurnar, kannski var hann að nota eitthvert geðveikt magn af humlum í samræmi við smæð humlasuðunnar, það er kannski trikkið ef maður vill nota extrakt en vera með smámunasemi þegar kemur að litnum.. ætti allavega að fá þokkalega eðlilegan lit á þennan fyrst hann sýður ekki nema eitt pund af trúlega 6 (aftur lagði ég töluna ekki á minnið) þann klukkutíma sem humlarnir þurfa.

Annar tveggja sem ég fann í fljótu bragði á jútúb sýna late addition, hinn var að sturta þurru extrakti beint ofan í pottinn með tilheyrandi leðjumyndun. Ekki alveg það sem smáatriðapervertinn ég myndi gera í sömu sporum :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Eyvindur »

Ég held reyndar að þetta sé hverfandi. Sérstaklega ef þú notar late addition, því þótt sykurmagnið skipti minna máli er rúmmálið hefur það held ég eitthvað að segja, og með late addition skilst mér að humlanýtingin verði betri.

Já, og það þarf að hræra eins og vitlaus maður þegar seinni viðbótin fer út í, svo þykkni brenni ekki við botninn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

En breytir eitthvað svakalegu ef suðan á beiskjuhumlunum fer aðeins yfir klukkutímann (sértaklega ef við erum enn að tala um nokkurn vegin sléttan klukkutíma í bullandisuðu, bara lengri tíma undir 100 gráðunum)? Var þá kannski að spá, allavega ef maður er með uppskrift án humlaviðbóta milli 60 og 15 mínútna, að sjóða í þrjú korter, taka af hitanum og gefa mér þann tíma sem þarf til að hræra seinni extraktskammtinum vandlega saman við, ná svo upp suðunni og byrja fyrst þá að taka tímann fyrir síðasta korterið..
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by sigurdur »

Humlar bæta ekki við mikilli beiskju eftir 60 mín í suðu. (Sjá http://www.brewsupplies.com/hop_characteristics.htm" onclick="window.open(this.href);return false; )

Þú getur "stoppað tímann", það er ekkert verri hugmynd en nokkrar aðrar.
Þú mátt bara búast við að ef að þú stoppar tímann eftir einhverja viðbót eftir beiskjuviðbótina, að sú viðbót verði ekki eins og þú býst við.

Þú getur jafnvel byrjað að taka pottinn af hitanum í 20 mínútum og blandað DME við og verið búinn að ná suðu upp fyrir 15 mínútna viðbót.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Ætli það sé þá ekki planið. Er akkúrat með tvo 3ja punda DME poka í þessa næstu suðu, beiskjuhumla og "flameout" aromahumla. Leysa þá annan maltpokann upp, ná upp suðu, sjóða með beiskjuhumlunum í 40-45 mínútur, taka svo af hitanum og leysa upp hinn pokann áður en potturinn fer aftur á helluna til að klára suðuna, smelli svo seinni humlaskammtinum í og beint í vaskinn (kæli í vatnsbaði með rennandi úr krananum á svipuðum krafti og yfirfallið ræður við til að viðhalda kuldanum allavega að einhverju leiti). Held mig við gamla planið með magn humlana, sama magn í 19-20 lítra og Úlfar notaði í 25, fyrst það er rúmmálið en ekki eðlisþyngdin sem heftir humlanýtinguna. Wit-inn kemur svo með LME, skipt í 2 brúsa, beiskjuhumla og að sjálfsögðu appelsínubörk og kóríander á síðustu 10 mínútunum, alveg ágætis kandídat í late addition plan líka :)

Annars, svona til að færa okkur aftur að upprunalegu efni þráðarins, þá er það að frétta af hveitibjórnum að það er strax farið að hægja verulega á vatnslásnum eftir aðeins 3 daga. Læt þetta samt bara standa þarna óáreitt, bíð með mælingu á fimmtudag, þá er komin vika.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Stebbi »

Gaman að sjá að einhverjir eru í Extract bruggun líka, ég ætla sjálfur að henda í eina lögun eftir mánaðarmót og nota Ghetto-malt(ljóst bakaramalt) í það. Fann ágæta uppskrift frá John Palmer sem gæti fallið vel að mínum bragðlaukum, vantar bara að komast í speciality malt í smáskömtum til að koma mér í gang.
Það er alveg með ólíkindum að bruggbúðirnar hérna séu ekki búnar að koma sér upp einhverjum dílum við Ölvisholt eða Ölgerðina til að geta boðið okkur heimabruggurunm uppá að kaupa hráefni í notendavænum stærðum. Ég er td. ekki alveg klár í að kaupa 5kg af Chocolate malt á 11.000 krónur fyrir eina bruggun sem notar ekki nema 250gr.
Hvað tók langan tíma að fá afgreitt frá Northern Brewer og varð verðið á því þolanlegt?
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

7000-7500 fyrir lögunina, tók hálfan mánuð að komast hingað í gegnum ShopUSA, var reyndar heppinn, kom akkúrat tímanlega í flugið, hefði annars beðið viku lengur. Dýrara en AG, en minna vesen og minni græjuþörf, og aðeins dýrara, en víst miklu betra en Kit'n'kilo. Tók í þrjár laganir og ekkert korn. Er að spá í að taka í 6 laganir og lítilræði af korni næst. Þar sem flutningskostnaður eru flatir 8 dollarar innan USA, þá lækkar verðið pr. lögun þótt ég bæti korninu við. Sammála því að það er hrikalega blóðugt að geta ekki keypt minna en 5 kg í einu af malti. Drýsillinn þarfnast 90g af chocolate í 20 l. Þá er skárra að kaupa pund að utan þótt kílóverðið sé hærra.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Eyvindur »

Ertu búinn að bera saman við verðið á Midwest? Las einhvers staðar að menn höfðu verið að bera þetta saman, og þótt sendingarkostnaðurinn væri hærri hjá MW kom heildarpakkinn víst alltaf betur út þar, því NB smyrja sendingarkostnaðinum bara ofan á vöruverðið.

Mæli allavega með því að tékka á því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by sigurdur »

[OFFTOPIC]
Þó að þetta er komið alveg rosalega off topic, þá set ég þetta nú samt inn.

Stebbi:
Þú borgar ekki 11.000 ISK fyrir 5kg af chocolate malt heldur nær 2500 ISK.

Af hverju kemur fólk sér ekki saman um að fá þá lítilræði af malti frá öðrum meðlimum sem að hafa þetta á lager hjá sér. Ég á t.d. orðið mjög "stórar" birgðir af ýmsu sérmalti.

Ég bendi á sölukorkinn.

Annars er flott að bera saman vörur frá mismunandi aðilum.
Mér finnst persónulega einfaldast að versla við morebeer þar sem að þeir senda beint til íslands með USPS eða UPS (ég get valið).

[/OFFTOPIC]
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Eyvindur wrote:Ertu búinn að bera saman við verðið á Midwest? Las einhvers staðar að menn höfðu verið að bera þetta saman, og þótt sendingarkostnaðurinn væri hærri hjá MW kom heildarpakkinn víst alltaf betur út þar, því NB smyrja sendingarkostnaðinum bara ofan á vöruverðið.

Mæli allavega með því að tékka á því.
Hafði einmitt heyrt álíka sögur, svo ég gerði lauslegan samanburð á þessum stærstu liðum áður en ég pantaði. Kittin (í það minnsta akkúrat þessi sem ég valdi mér) komu út nánast eins (t.d. Bavarian Weizen m/Danstar Munich 24.95 hjá Midwest en 24.74 NB), 3ja punda DME pokar eru 50 centum dýrari hja NB en Midwest, sem er fljótt að skila sér til baka í flata flutningsgjaldinu, sem er m.v. bráðbirgðatékk komið í 9 dollara strax með þremur extraktpökkum hjá Midwest, og humlarnir eru alveg sitt á hvað, en þó kannski að vísu fljótt á litið frekar einhverjum centum dýrari hjá NB, en þeir eru með einhverjar týpur ódýari líka.. En kannski var ég heppinn í þetta skiptið, að lenda ekki í þeim vöruliðum sem lenda í þessu, svo maður hefur að sjálfsögðu augun opin áður en lagt er í næstu pöntun.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Eyvindur »

Ókey... Kannski hefur þetta líka breyst eitthvað. Ég las þessar pælingar fyrir 2 árum eða svo. Aldrei að vita hvað hefur gerst síðan.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Maður þekkir líka alveg úr bransanum hér heima að vara sem til er víða er gjarnan ódýrari en vara sem aðeins er til á einum stað, menn fylgjast með verðinu hver hjá öðrum og standa svolítið á bremsunni með álagningu á því sem líklegt er til að lenda í samanburði.

En aftur on topic: Planið er að skella Wolfsburger á flöskur í kvöld, er bara að bíða eftir að eldhúsið losni. Læt vita hvernig gengur ... svo fer Apaspil í tunnuna í kjölfarið einhvern tímann í vikunni væntanlega :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Og hér er hann svo kominn:

Image

Hef enn ekki lært að þekkja átöppunarsmakkið til að spá fyrir um endanlega útkomu, en mér finnst helst bera á bananakeim á þessu stigi svona ef nota skal vínsmakkaraslangur. Liturinn rétt eins og af fyrsta sýni áberandi dekkri en maður á að venjast af Weizen (gleymdi að taka mynd), og er þar sem fyrr segir extraktinu um að kenna. Planið er að taka smakk um helgina og svo aftur (vonandi til heiðurs Þjóðverjum) yfir úrslitaleiknum þarnæstu helgi, reyna svo í millitíðinni að taka að meðaltali eina Lexíu á dag til að losa flöskurnar undir næsta ævintýri. :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Stebbi »

sigurdur wrote: Stebbi:
Þú borgar ekki 11.000 ISK fyrir 5kg af chocolate malt heldur nær 2500 ISK.
[Offtopic]
Jæja það var þá kanski eitthvað annað malt sem ég hafði auga á sem kostaðið handlegg og bara hægt að fá í vörubílsförmum. Sölusíðan hjá ÖB er lokuð svo ég get ekki kannað það. En mér finnst það samt undarlegt að Áman eða Vínkjallarinn bjóði ekki uppá smápakkningar af þessu bara til þess að koma þessum markaði í gang sem er að þeirra sögn svo lítill að það tekur því varla að þjónusta hann.
[Offtopic]
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by sigurdur »

Stebbi wrote:
sigurdur wrote: Stebbi:
Þú borgar ekki 11.000 ISK fyrir 5kg af chocolate malt heldur nær 2500 ISK.
[Offtopic]
Jæja það var þá kanski eitthvað annað malt sem ég hafði auga á sem kostaðið handlegg og bara hægt að fá í vörubílsförmum. Sölusíðan hjá ÖB er lokuð svo ég get ekki kannað það. En mér finnst það samt undarlegt að Áman eða Vínkjallarinn bjóði ekki uppá smápakkningar af þessu bara til þess að koma þessum markaði í gang sem er að þeirra sögn svo lítill að það tekur því varla að þjónusta hann.
[Offtopic]
11.000 væri fyrir 25kg sekk af chocolate.
Áman segir að þessi markaður sé lítill, ekki vínkjallarinn eftir því sem að ég best veit.
Ég mæli með að þar til að verslanir eru komnar með litlar einingar fyrir heimabruggara, að það sé notað sölukorkinn hérna til að auglýsa eftir korninu.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Wolfsburger Hefeweizen (Extrakt)

Post by Classic »

Jæja, 4ra daga smakkið yfirstaðið, og hann er þrælefnilegur, á ekki langt með að vera strax orðinn betri en mánaðargamli dósalagerinn, en ég veit ég get gert mun betur nú þegar maður er kominn af stað með að fikta í uppskriftunum. Mikill banani í nefi og karamella í munni (sem fer honum samt svo sem ágætlega, bananinn sérstaklega), sem skrifast algjörlega á verkferla og aðstöðu. Full lítið humlaður, en það svo sem er hluti af sjarma stílsins. Eina sem virkilega böggar mig er próteinbotnfall sem er að myndast í flöskunum, hann skýjast ekki eins og maður á að venjast, heldur virðist þetta ekki dreifast almennilega út þegar maður þyrlar í lokin á hellingunni. Aftur sennilega fáfræði af minni hálfu, grunar að þar sé um að kenna fjörugrösunum sem ég smellti í hann í von um að geta borið hann fram "Kristall" skyldi eitthvert GVT fólk falast eftir smakki, en hélt ég hefði samt "mit Hefe" kostinn í boði (bara minni ský en vanalega af hveitinu, en gerið myndi samt þyrlast upp eins og maður á að venjast), en þarf sennilega að botnfallshella honum öllum nema þetta sé eitthvað sem lagast með aldrinum. Skellti öðrum í ísskápinn, tek hann á rólegri hellingu á morgun til að meta samanburðinn.

Niðurstaða: Vel drekkanlegt og ásættanlegt brugg miðað við efni og aðstæður (og verður pottþétt fínt þegar það er komið á réttan aldur), en það eru smáatriði sem eru aðeins að bögga mig, og það sennilega smáatriði sem aldrei væru að bögga mig væri þetta úr forhumluðu kitti; Næsti Wolfsburger verður aðeins humlaðri (spurning jafnvel að halda beiskjunni en nota aromahumla með, tók eftir því þegar ég smakkaði Apaspilsvirtinn hvað ilmur hefur mikið að segja), soðinn úr DME með late addition, og fjörugrösum sleppt, hveitibjór á að vera gruggugur, gef þeim sem ekki fíla það bara eitthvað annað :P Klárlega líka bjór til að vera að gera að sumri til þegar bruggkompan er í heitara lagi, því bananakeimurinn að esterunum fer honum þrælvel fyrir minn smekk allavega.

Svo lengi lærir sem lifir, og ég veit ég verð í enn minni vandræðum með að klára þetta heldur en síðasta brugg :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply