Notaði tilbúna uppskrift frá NB, kit sem þeir kalla Bavarian Hefeweizen, svona því ég er enn að læra inn á þetta þá er ágætt að fá þetta bara í einum pakka, og sömuleiðis því kittin hafa þann kost að maður fullnýtir allt hráefni sem keypt er, ekkert sem fer til spillis eða þarf að ganga frá til geymslu í lengri tíma.
Lagaði 20l (áttu að vera 19, þ.e. 5 gallon, en ég þynnti um líter til að ná eðlisþyngdinni niður í 1,050, en síðan hjá NB segir að kittið eigi að vera 1,049. Hvort kvarðinn á fötunni eða pottinum er að stríða mér eða flotmælirinn eða hvort þeir reikna með lægra yield en það er í raun veit ég þó ekki). Sauð tæpa 11 lítra, 8,5+extraktið, örlítið minna reiknast mér heldur en leiðbeiningar segja, en varla svo mikið að það brengli eitthvað humlanýtinguna. Veit ekki hvað er að marka þessar tölur hér að neðan (fyrir utan uppskriftina sjálfa), enda Brewtarget kannski ekki besta forritið, né ég besti notandinn. Sennilega hefði verið betra bara að pikka inn uppskriftina hérna, en c/p úr forriti lúkkar alltaf meira pro. =)
Code: Select all
Wolfsburger - Weizen/Weissbier
================================================================================
Batch Size: 20.000 L
Boil Size: 10.500 L
Boil Time: 0.000 s
Efficiency: 100%
OG: 1.050
FG: 1.013
ABV: 4.9%
Bitterness: 8.5 IBUs (Tinseth)
Color: 8 SRM (Morey)
Fermentables
================================================================================
Name Type Amount Mashed Late Yield Color
Wheat Liquid Extract Extract 6.000 lb No No 78% 8 L
Wheat Dry Extract Dry Extract 1.000 lb No No 95% 8 L
Hops
================================================================================
Name Alpha Amount Use Time Form IBU
Tettnang 3.9% 1.000 oz Boil 1.000 hr Pellet 8.5
Yeast
================================================================================
Name Type Form Amount Stage
Danstar - Munich Ale Dry 0.388 oz Primary
Ég þóttist sjá hérna um daginn einhvern tala um að tappa sínum hveitibjórum á flöskur strax eftir 10 daga, enda má hveitibjór víst vera ungur, hljómar eins og plan, að mæla eftir viku og svo aftur 3 dögum seinna og fylgja þá því plani ef gerið er hætt eftir þann tíma... gangi það upp gæti hann kannski jafnvel verið næstum smakkhæfur þegar úrslitaleikurinn er í júlí

Ef einhver fróðari les þetta, er mér óhætt að kolsýra hann "to style" (3,6 vol) í þessari týpísku brúnu 330ml flösku sem íslensku örbruggin nota (flestar mínar koma undan Freyju, Skjálfta, Kalda og El Grillo), eða er öruggara að draga aðeins til baka ?
Las ég ekki líka að einhver notaði strásykur til að kolsýra með sæmilegum árangri? 150-200g í 20l hljómar eins og svo lítið að ég hljóti að geta skorið þar aðeins niður, enda þrúgusykur á 1000kr/kg, og ekki notaður nema bara í þetta svo kílóapoki væru sennilega meir en ársbirgðir sem ég þyrfti þá að pakka einhvern veginn til geymslu þess í milli, meðan straujarinn kostar 200kr/kg og alltaf til á heimilinu hvorteðer...
Kannski ekki aurar sem maður á að vera að spá í, hausinn bara svona fastur i vinnunni að mér mér leiðist að liggja með hluti á lager sem er sáralítil hreyfing á, en ef maður kemst upp með að sleppa því þá sefur maður kannski örlítið betur

Og að sjálfsögðu er maður með miða fyrir afurðina. Birt með fyrirvara um endanlega áfengisprósentu. Skáldaði í eyðuna með Erdinger til hliðsjónar ef ég man rétt:
