lambic

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

lambic

Post by kristfin »

kæru bræður og systur,

eru ekki einhver hér sem langar að búa til lambic bjór? (ég veit af eyvindi)

hvernig væri að sameinast um uppskrift, brugga saman eða sitt í hvoru lagi og hittast síðan að ári með viðhöfn og smakka saman.

ég get skaffað gerið. ég get leyft því að fjölga sér svo við eigum í 2-3 laganir.

við þyrftum þá að sameinast um einfalda multiple-infusion uppskrift og láta síðan vaða.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: lambic

Post by Idle »

Ég er til í svona tilraunastarfsemi! :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by kalli »

Það er spennandi. Ég er til.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Þetta er gott plan, fyrir utan eitt. Maður má ekki gera starter með lambic blöndu (ég geri ráð fyrir að þú sért með blöndu - að taka hvern geril fyrir sig er mér ofviða). Þá verður ekki rétt jafnvægi á milli paddanna, og það mun skemma fyrir. Að minnsta kosti hef ég lesið þetta á nokkrum stöðum (meðal annars, ef ég man rétt, í Wild Brews).

Fyrir utan það er ég til - ef við náum í ger handa öllum mannskapnum.

Er engin stemning fyrir turbid mash?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: lambic

Post by kristfin »

ég hélt að þar sem gerið er að malla í heilt ár að það mundi koma út á eitt. en ef ekki þá bara græjum við það.

en turbid mash er líka til í dæminu. ég hefi bara lítið kynnt mér það
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: lambic

Post by kristfin »

What About Lambics?

You can culture bacteria and wild yeast from beers as well as brewers yeast. Lambics are a popular target for homebrewers to grab cultures from. Bottle-conditioned lambics, like those from Cantillon, have a wide variety of microorganisms potentially present. By using the procedures I describe — minus the lysozyme, of course — you will most likely obtain a mixed culture of microbes.

Keep in mind that some of these microbes have growth conditions that are dissimilar from brewers yeast. Growing up Brettanomyces (a wild yeast), Lactobaccilus or Pediococcus takes more time than raising brewers yeast does. As a result, many home lambic brewers simply maintain a standing mixed culture of "bugs" they have harvested from various bottles. I use the Wyeast Lambic Blend (Wyeast 3278) for primary lambic fermentation, then I supplement it with my own mixed culture. I think this adds a bit of complexity to my lambics.
þetta er héðan
http://www.byo.com/stories/recipes/arti ... techniques" onclick="window.open(this.href);return false;

þessi slær það ekkert alveg út að maður geti ræktað þetta upp. en mögulega þyrfti maður að vera með soldið spes virt, með svona breiðsíðu af sykrum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Er ekki verið að vísa í aukabakteríurnar þarna? Þ.e.a.s. að menn noti Wyeast blöndu, og bæti svo við einhverju aukalega sem er ræktað upp úr flöskum?

Í öllu falli langar mig að hafa þetta hárrétt, svona í fyrsta skipti, þannig að mig langar ekki að taka sénsinn á að jafnvægið verði mjög skakkt.

Turbid mash þjónar einmitt þeim tilgangi að hafa sykrurnar sem flóknastar, sem er það sem bakteríuvinir okkar vilja. Turbid mash er gríðarlega þykk mesking, og svo tekur maður hluta af vökvanum upp úr og sýður (ekki ósvipað og decoction), sem drepur ensími og gerir virtinn því flóknari. Tímafrekt, en sumir vilja meina að lambic verði ekki jafn góður ef þetta er ekki gert (sem gæti verið snobb, en reyndar er þetta fullyrt í Wild Brews og að mig minnir rökstutt - þótt reyndar sé til önnur, fljótlegri aðferð sem virkar næstum jafn vel).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: lambic

Post by kristfin »

skv randy mosher í radical brewing þá á ekki að þurfa lengur að nota turbid mash, þar sem maltið sem við höfum í dag er svo gott. hann gefur engu að síður leiðbeiningar um hvernig á að gera það
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Já, en þetta snýst ekki um það, öfugt við þrepameskingu. Þetta snýst um að drepa ensími til að gera virtinn illgerjanlegri fyrir sacch., svo að meira verði eftir fyrir hinar pöddurnar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: lambic

Post by Stulli »

úúú, ég er alltaf til í að vera með í einhverju lambic gleði. Ég hef bruggað lambic í Kaliforníu, sem er reyndar kallað sonambic, þar sem að þetta er nú gert í Sonoma með 100% villigerjun :D smelli með mynd af rennslinu frá turbid mash ef þið hafið áhuga :beer:
Attachments
IMG_2582.jpg
IMG_2582.jpg (22.14 KiB) Viewed 13083 times
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: lambic

Post by kristfin »

flott skal það vera!
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Ég skelli mér til London í júlí, og ætlaði þá að reyna að ná mér í einhverja flóru. Ég get þá kippt með fyrir aðra áhugasama.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: lambic

Post by Valli »

Væri til í að vera með í lambic bruggun, gæti jafnvel lagt fram eitthvað nytsamlegt.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Þetta líst mér á... Á ég ekki að reyna að pikka upp einhvern slatta af gerlum í júlí?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: lambic

Post by Idle »

Ef við bruggum nú hver fyrir sig, eigum við að minnsta kosti að koma okkur saman um einhverja grunnuppskrift? Gæti svo verið gaman að láta þetta liggja á mismunandi berjum og bera saman á næsta ári. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: lambic

Post by halldor »

Við værum til í að vera með :)

Eyvindur - ég þigg þetta boð þitt með þökkum.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Ég geri nú ráð fyrir að láta minn liggja í 2-3 ár.

Lambic uppskriftir eru held ég vanalega eins einfaldar og hugsast getur: Pilsner malt og ómaltað hveiti. Ég held að 70/30 hlutfall sé ekki fjarri lagi.

Ég skal kíkja á uppskriftina í Brew Like a Monk. Örugglega besti staðurinn til að byrja.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: lambic

Post by halldor »

Eyvindur wrote:Ég skal kíkja á uppskriftina í Brew Like a Monk. Örugglega besti staðurinn til að byrja.
Ég man ekki eftir neinni Lambic uppskrift í Brew Like a Monk. Þar var reyndar eitthvað Brett öl í líkingu við Orval og það var það "villtasta" í bókinni held ég.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Heilaprump... Þetta átti að vera Wild Brews.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: lambic

Post by kristfin »

væri gaman að spinna eitthvað útfrá rabbabara, rifsberjum eða sólberjum.

ég er með endalaust af rabbabara, væri sniðugt að koma þessu upp í ferli þannig að maður mundi brugga einu sinni á ári og gæti farið að blanda eftir 3
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Jebb, það var planið hjá mér. Brugga hvert haust og geta svo blandað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: lambic

Post by Eyvindur »

Upp er komið smá babb... Ég er búinn að leita í öllum bruggbúðum sem ég hef fundið í Bretlandi, en ég finn hvergi lambic ger. Ef einhver er með hugmyndir (sem fyrst, því þetta þarf að pantast mjög fljótlega, þar sem ég fer út á föstudaginn), endilega láta vita. Annars verðum við væntanlega að panta þetta bara.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply