gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

gerjun

Post by raggi »

Sælir.

Nú er minn fyrsti AG búinn að vera í gerjunarfötu í 8 daga. OG var 1056 og stendur núna í 1018, búið að vera svoleiðis í a.m.k 2 daga. Mér fannst þetta gerjast all hratt. Hitastig var rokkandi 18-22 gráður og mesta púðrið úr þessu á fjórða degi. Það sem ég er að spá í núna, á ég að fara setja þetta á flöskur eða á ég að setja þetta út á svalir í nokkra daga.
Og annað. Það er krani á gerjunarfötunni hjá mér, ætti ég að setja bjórinn á aðra fötu áður en ég tappa á eða láta þetta bara beint á flöskur.

Kveðja
Raggi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: gerjun

Post by sigurdur »

Geymdu bjórinn í 1-2 daga í viðbót og taktu mælingu. Ef mælingin hefur ekki breyst þá, settu þá bjórinn í kælingu ef þú vilt hreinsa hann eitthvað eða fleyttu yfir í átöppunarfötu til að setja á flöskur.
Ég myndi persónulega ekki setja beint á flöskur af gerjunarfötu, þú átt hættu á því að taka botnfall með.

Ég get ekki ímyndað mér að það geri nokkuð fyrir bjórinn að fara út á svalir á meðan hitastigið er eins og það er þessa dagana.
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: gerjun

Post by raggi »

Takk fyrir svarið.

Ég ætla að fleyta honum yfir í annað ílát og setja í ísskáp yfir helgina. Þar sem FG er 1018 ætti ég þá að setja um ca 160 gr af sykri í bjórin áður en ég tappa honum á flöskur.

Kveðja
Raggi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: gerjun

Post by kristfin »

blessaður skelltu bara fötunni eins og hún er núna í ísskáp þegar þú ert viss um að þetta sé stopp.

gefðu henni nokkra daga í ísskáp. síðan nærðu í átöppunarfötuna og setur uppleystan sykur í botninn á henni (magnið af sykri reiknarðu eftir magni vökvans, hita vökvans þegar þú setur á flösku og hvað þú vilt mikla kolsýru) skv. þessu hér http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... 420181#tag" onclick="window.open(this.href);return false;
lætur bjórinn renna ofaná sykurinn svo hann leysist upp og blandist og síðan á flsökurnar.

brewon!
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: gerjun

Post by raggi »

Ég var að skoða þetta í reiknivélinni sem þú bentir mér á. Ef það er lægra hitastig þá þarf minni sykur. Hvers vegna er það.? Er það út af því að vökvi þennst út við aukin hita.

Takk kærlega.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: gerjun

Post by hrafnkell »

Það er meðal annars útaf því að það er meira af co2 eftir gerjunina í bjórnum við lægri hita. þ.e.a.s. kaldari vökvi heldur meira co2.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: gerjun

Post by sigurdur »

En athugaðu þó að þetta er hæsta hitastigið við gerjun (eða þegar gerjun lýkur), ekki hitastigið á bjórnum þegar þú setur á flöskur.
Post Reply