Er að raða í pöntun að utan. bæði tól, efni og tæki.
Hefur einhver skoðun á "Oxygen Barrier Crown Caps"
"Oxygen Barrier Crown Bottle Caps - Silver crown, unprinted, plastic liner contains oxygen scavenging agent. Plain silver color. The barrier contains an oxygen scavenging agent and helps to prevent oxidation. Great for competitions or for beers that will be stored for extended periods. 26mm crowns to fit our 12oz and 22oz beer bottles. Beer bottle caps."
Þetta kostar kannski 2 krónur meira per tappa heim komið m.v. hefðbudna tappa sem er auðvitað ekki nema 120kall í viðbót per lögun.
Hef eiginlega ekkert séð um þetta utan við sölutexta sem þennan hér að ofan
Er ekki normið allar flöskur hér heima með 26mm tappa?
þetta eru tappar fyrir sparibjórinn sem maður ætlar að geyma lengi.
hinsvegar hefuer ekkert uppá sig að geyma bjór lengi nema þú hafir kæligeymslu fyrir hann. langtímageymsla á bjór við stofuhita er ekki góð hugmynd.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ég hef séð margar umræður á erlendum spjallþráðum um þessa tappa, og mönnum hefur vanalega borið saman um að þetta sé algjör peningasóun. Ég myndi segja að ef maður ætli að geyma bjór mjög lengi sé maður hvort sem sé vanalega að tala um bjóra sem mega alveg oxast pínu (mjög sterkir bjórar eru vanalega svolítið oxaðir og það telst ekki vera galli). Flutningar er kannski það helsta, ef þú ætlar að senda bjór í pósti á milli landshluta. Ef þú sérð fram á eitthvað svoleiðis er þetta sniðugt, en þá myndi ég bara setja þetta á smá hluta af skammtinum, ekki allar flöskur.
Skoðaðu þetta svona: Ef þetta eru 2 krónur aukalega á tappa þýðir það í kringum 120 kr. fyrir hvern skammt. Ekki hræðilegt, en ef þú bruggar, segjum, tvisvar í mánuði ertu kominn upp í 240 kr. á mánuði, eða 2.880 á ári. Og það er að því gefnu að þetta hækki ekkert, og að þú sért pottþéttur á verðinu með flutningi, tolli og sköttum. Ég finn svona tappa bara á einni síðu (í mjög fljótu bragði), og samkvæmt mjög lauslegum útreikningum og grófri áætlun á álagningu (finnst oftast nokkuð nákvæmt að miða við tvöfalt verð úti, þegar ekki er um að ræða tollfrjálsan varning) er þetta reyndar 5 kr. dýrara en ég er að borga fyrir tappa (þetta væru 12kr. tappinn, en síðast þegar ég keypti tappa hérna heima kostuðu þeir 699 fyrir 100 stk.). Eins og ég segi - mjög ónákvæmt, en ég hafði ekki nógu góðar upplýsingar. (Miðað við 5kr. aukalega á tappa væru þetta 7.200 aukalega á ári).
Í öllu falli held ég að það myndi aldrei borga sig að nota þessa tappa nema í mjög litlum mæli, og þá eingöngu ef þú ætlar að senda bjór með pósti. Oxun er vanalega ekki vandamál í geymslu, eins og ég minntist á að ofan, nema þér detti í hug að geyma litla og létta bjóra í einhver ár (sem væri slæm hugmynd hvort sem er).
Svona blasir þetta allavega við mér. Aðrir kunna að vera ósammála. Ég er alltaf þeirrar skoðunar að maður eigi ekki að vera að flækja málin, hvað þá borga meira fyrir það, að óþörfu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Í mínum huga væri þetta þá þannig að ég myndi kaupa bæði. Og súrefnisgildrutappana myndi ég nota á hluta af hverri bruggun og það væri sá hluti sem ég myndi hendast með upp í bústað til smökkunar þar.
Ég efast líka um að ég verði í vandræðum með að þurfa að geyma lengi nema að hann sé vondur
Varðandi bústaðarferðir held ég að það sé ekki endilega áhyggjuefni. Oxun kemur ekki strax fram. Ef það kemst súrefni í bjórinn ætti það ekki að hafa áhrif ef þú drekkur hann innan nokkurra daga, held ég.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Amm, nema að maður myndi líkelga dúndra ákveðnum hluta þangað (í geymslu) til að leyfa þeim að jafna sig, jafnvel inn í ískáp - svo það gætu verið nokkrar vikur
En eru ekki annars alltaf 26mm tappar á öllum bjórflöskum?
Ég held að 26mm tappar passi ekki á Sam Adams, Sierra Nevada eða Brooklyn Flöskur. Þannig að ég myndi ganga úr skugga um að tapparnir sem þú kaupir í Ammríku passi örugglega á þær flöskur sem þú átt.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Braumeister wrote:Ég held að 26mm tappar passi ekki á Sam Adams, Sierra Nevada eða Brooklyn Flöskur. Þannig að ég myndi ganga úr skugga um að tapparnir sem þú kaupir í Ammríku passi örugglega á þær flöskur sem þú átt.
Ég nota töluvert af Samuel Adams flöskum, og tapparnir passa eins vel á þær og allar aðrar sem ég hef notað. Sierra Nevada og Brooklyn flöskur hef ég þó ekki notað.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.