Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by halldor »

Ég var að reka augun í nokkra nýja og spennandi belgíska í Vínbúðunum (reyndar ekki enn komnir í sölu)

De Koninck Tripel
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17466" onclick="window.open(this.href);return false;

St-Idesbald Dubbel
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=06222" onclick="window.open(this.href);return false;

Blanche des Neiges Wit
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17499" onclick="window.open(this.href);return false;

La Trappe Witte Trappist
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17850" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo voru einhverjir Mongozo og Floris ávaxtabjórar sem ég veit nú ekki alveg hvernig munu standa sig. Ég hef smakkað Mongozo Coconut og hann er ógeð.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by halldor »

halldor wrote: La Trappe Witte Trappist
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17850" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég veit að La Trappe er ekki belgískt :) en þeir eru ekki nema örfáa kílómetra frá landamærunum.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by Eyvindur »

Þótt þeir séu ekki belgískir að uppruna eru þeir nú samt bruggaðir eftir belgískum uppskriftum, með belgísku geri og af trappist munkum... Ég held að við getum kallað þá belgíska.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by halldor »

Eyvindur wrote:Þótt þeir séu ekki belgískir að uppruna eru þeir nú samt bruggaðir eftir belgískum uppskriftum, með belgísku geri og af trappist munkum... Ég held að við getum kallað þá belgíska.
Og ég sem var, með þessu innskoti, að reyna að komast hjá svona smámunasemiskommentum :D hehe
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by Hjalti »

nokkrir Belgar í viðbót

Floris Honey
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17500" onclick="window.open(this.href);return false;

Floris Passion
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17502" onclick="window.open(this.href);return false;

Mongozo Banana
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17493" onclick="window.open(this.href);return false;

Og einn enskur stout sýnist mér...

John Smith Extra smooth
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17796" onclick="window.open(this.href);return false;
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by Classic »

Gaman að sá wit þarna. Pantaði af rælni wit kit frá Northern Brewer byggt eingöngu á því hvað mér finnst Freyja æðisleg, en veit að útkoman hjá mér verður allt önnur, verður gaman að prófa þetta til að fá aðeins betri hugmynd um hvað maður er að fara að fá, ár og aldir síðan ég smakkaði Hoegaarden, og hef í þokkabót örugglega drukkið hann vitlaust at the time (þ.e. beint úr flöskunni). Og að sjálfsögðu prófar maður eitthvað af hinu í leiðinni, þótt ég búist ekki við því að ég verði fastakúnni, fáir Belgar sem hafa heillað mig hingað til..
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by gunnarolis »

Ég fékk mér Extra Smooth um daginn. Ég átti í erfiðleikum með að klára dósina.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by valurkris »

gunnarolis wrote:Ég fékk mér Extra Smooth um daginn. Ég átti í erfiðleikum með að klára dósina.
Ég fékk mér líka svoleiðis og hann fór hálfur í vaskinn, Þessir niturbjórar eru ekki að heilla mig neitt.

Get sammt ekki beðið eftir að smakka alla þessa belgísku bjóra sem að eru að koma :D
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by BeerMeph »

Ég smakkaði á laugardaginn nýja rabbabara færeyska bjórinn Ydun. Mjög sætur og er furðulega rauðbleikur á litinn, lítil beiskja og lítil fylling (enginn haus). Myndi segja að ágæt lýsing á honum væri að segja að hann væri líklega líkur 30% lagerbjór/70% rósavín blöndu.

Hugsanlega fínn fyllerísbjór fyrir kvenfólkið.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by halldor »

Ég keypti áðan St-Idesbald Dubbel og Blanche des Neiges Wit en fann ekki meira af nýjum belgum í Skútuvoginum (fyrir utan Mongozo ávaxtasullið sem ég nenni ekki að gefa séns). Þeir eru reyndar enn í kælingu hjá mér þannig að ég er því miður ekki búinn að smakka :)

Mig langaði líka að benda ykkur á að Köstritzer Schwarzbier er ábyggilega bestu kaupin í vínbúðunum í dag, "aðeins" 361 kr. fyrir 0,5 L af þessum gæðabjór.
Plimmó Brugghús
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by Classic »

361kr fyrir 0,5l er held ég bara helvíti gott verð fyrir bjór úr Ríkinu í dag, burtséð frá gæðum, margir þrælvondir Pilsnerar sem fólk kaupir í kassavís á svipuðu verði (lítraverðið á t.d. Slotts og Carlsberg er komið hátt í 700-kallinn).. eða að ég er að gramsa í vitlausum hillum, það er svo sem möguleiki líka... Maður hefur þetta í huga skyldi maður vilja tilbreytingu frá heimabrugginu án þess að borga handlegg og fót (kostar hann handlegginn þó) fyrir, eða go-to bjór meðan beðið er eftir að það taki sig. Veit samt ekki hvort maður á að venja sig of mikið á það, ódýrir go-to bjórar sem hafa verið að mínu skapi hafa verið gjarnir á að vera ekki að skapi nógu margra (eða ekki nógu margar fáklæddar stelpur að gefa dósir niðri í bæ til að venja fólk á þá) og hverfa því loksins þegar ég er kominn á bragðið.

Prófaði annars Blanche de Neiges um daginn og var alveg að fíl'ann. Fann lítið fyrir sítrusnum sem ég þekki svo vel og elska við Freyjuna, en þeim mun meiri banana í staðinn. Ekki jafn mikið að mínu skapi en gott samt sem áður. Það stóð eitthvað á flæmsku um náttúrulega gerjun í flöskunni og ég var reyndar ekki viss hvort það þýddi að hann ætti að botnfalla eða vera tekinn með öllu úr flöskunni, en ég drakk hann bara um leið og hann var orðinn kaldur, beið ekkert eftir botnfalli, en þyrlaði samt ekkert upp í lokin eins og maður gerir gjarnan við þýska hveitibjóra. Reikna samt tæpast með að kaupa hann oft aftur, nema þá til að prófa að hella honum öðruvísi. 500 kall fyrir flöskuna er frekar mikið þegar maður á von á um 50 kvikindum í svipuðum fíling seinna í sumar fyrir 160kall stykkið :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by BeerMeph »

Sammála með Köstritzer Schwarzbier ekkert nema gott.

Annars fór ég í heiðrúnu í þarsíðustu viku og úrvalið af gæðabjór var vægast sagt mjög slakt og þá sérstaklega af þýskum hveitbjórum.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by valurkris »

Fór í gær í Heiðrúnu og þá var Fullers IPA kominn í búð. Tók einn til að smakka og mæli með honum

http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17608" onclick="window.open(this.href);return false;
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by Idle »

valurkris wrote:Fór í gær í Heiðrúnu og þá var Fullers IPA kominn í búð. Tók einn til að smakka og mæli með honum

http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17608" onclick="window.open(this.href);return false;
Hann er mjög ljúffengur. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by hrafnkell »

Holy shit, IPA í vínbúð? Gríp slíkan eftir helgi!
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by halldor »

hrafnkell wrote:Holy shit, IPA í vínbúð? Gríp slíkan eftir helgi!
Menn skulu þó ekki búast við amerískum IPA. Þessir bresku eru eins og kettlingar samanborið við alvöru ameríska IPA.

[edit]
En það skal ekki tekið af Fullers IPA að hann er svei mér ljúffengur. Vínbarinn fékk 1 stk um daginn sem prufu frá Elg og hann endaði í mínum bjórþyrsta munni. :)
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by Eyvindur »

Breskur IPA er oftar en ekki afar ljúffengur. En Liberty Ale (sem er flokkað sem APA) er klikkaðari í humlun en þeir bresku IPA sem ég hef smakkað (þá á ég við stílinn - Brew Dog eru vissulega breskir bjórar, en þar er ekkert verið að halda aftur af geðveikinni).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by Oli »

Sá að vínbúðin er komin með nokkrar nýjar tegundir á vef þeirra, allar frá Elgi, reyndar ekki komnar í sölu enn, vonandi fljótlega :)
Chimay blár og Tripel eru þarna á meðal, Hobgoblin virðist vera að koma aftur í sölu og Scarecrow frá sama brugghúsi. Svo er þarna Road Porter frá Flying Dog brugghúsinu, einhver smakkað hann?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Nýjir bjórar í Vínbúðunum ?

Post by gunnarolis »

Anchor old foghorn, Anchor Porter, Flying Dog Road Porter, Hobgoblin, Left Hand Juju Ginger og Scarecrow Organic Pale Ale eru nýjir inni á síðunni hjá þeim í dag sé ég...

Gaman að segja frá því að Old Foghorn er á 798kr 355ml flaska, 8,8%...verður að elska íslenska tollalöggjöf.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply