Þá er komið að því. Fyrsti bjórinn frá Borg Brugghúsi mun loksins líta dagsins ljós á fimmtudaginn. Um er að ræða bjór bruggaðan sérstaklega fyrir Ölstofu Kormáks og Skjaldar og mun fást einungis þar á krana.
Kíkið endilega við á Ölstofuna n.k. fimmtudag (270510) eftir kl 17.00 og drekkið í ykkur sumarið

Upplýsingar um bjórinn:
Stíll: Þýskur pils
Alk.: 4,5%
IBU: 30 (100% Hallertauer Mittelfruh)
Vonast til að sjá ykkur sem flesta á fimmtudaginn
Kærar kveðjur,
Stulli
