Ég er að flytja heim til Íslands í sumar eftir 5 ára dvöl á vesturströnd Bandaríkjanna. Áður en ég flutti hingað út var bjór nú bara bjór fyrir mér og í mesta lagi ljós bjór og dökkur bjór. En það hefur nú aldeilis breyst undanfarin ár.
Ég hef aðeins verið að brugga og vonast til að halda því áfram á Íslandi. Er bara hræddur um úrval varðandi hráefnið. Ég hef verið að brugga IPA, Stout, Porter, Belgian Saison Ale og núna síðast Amber Ale. Allt kom alveg glimmrandi vel út enda úrvals hráefni.
Ég skoðaði ÁTVR.is nýlega og var ekki að sjá að það væri nokkur einasti IPA bjór til sölu þar, þ.a. það er nú algjör no-brainer að halda þessu bruggi áfram. Get ekki hugsað mér ískáp án IPA.
Ég var sérlega ánægður að finna þennan félagskap og fannst rétt að skrá mig hér inn. En hvar eru menn að kaupa hráefni heima? Ég rakst á að brugghus.is er að selja malað malt og einhverjar tegundir humla, þ.a. það er nú einhver von. En hvað með ger og malt extrakt?
Þða verður gaman að fá þig að utan, ertu búinn að vera mest í extractinu segiru?
Enn sem komið er þá er langmesta úrvalið af hráefni hjá Ölvisholti. Enginn aðili hefur farið í það á íslandi að flytja inn óhumlað malt extract enn sem komið er, en það breytist vonandi bráðlega.
Ég held að þú neyðist til að panta/koma með að utan, eða fara í AG bruggun, eins og staðan er í dag.
Eins og Sigurður kom að er ekki um auðugan garða að grysja. Ölvisholt brugghús selur ómalað og malað malt, humla, ger og flöskur. Vínkjallarinn og Áman selja bjórkitt en þau eru öll humluð. Þeir selja líka ger, en eingöngu Muntons og Coopers ger. Sjálfur hef ég notað það með ágætum árangri en það takmarkar dálítið flóruna af bjórum sem hægt er að brugga.
Margir hérlendis eru í all-grain þar sem hráefnið er af skornum skammti og extractið er yfirleitt frekar dýrt. Rétt tæplega 4000 kr kittið.
Nýlega var félagið Fágun stofnað formlega og standa vonir til að innan skamms verði hægt að flytja inn óhumluð extract kit sem auðveldar manni lífið töluvert á bruggdeginum.