Hef nú oftast kælt bjórinn minn strax að lokinni suðu. Ég hef hins vegar núna í tvö skipti verið seint á ferðinni og ekki nennt að kæla strax og leyft honum að kólna rólega í sólarhring og þá hellt gerinu í. Tel mig ekki finna neinn merkjanlegan mun á bjórnum. Væri gaman að heyra hvaða reynslu menn hafa af þessu hérna.
Þetta þykir í góðu lagi - margir sem nota no chill á homebrewtalk, þar á meðal margir reynsluboltarnir. Enginn greinanlegur munur á bjórnum, en í flestum tilfellum borgar sig þó að koma súrefni í bjórinn með einhverju móti.
Nei það er ekki vandamálið. Þegar maður sýður virt, þá verður hann mjög súrefnissnauður. Ef maður lætur hann standa í sólarhring eða svo og hendir svo geri í þá bætist afar lítið súrefni í virtinn. Súrefni er mjög mikilvægt fyrir ger. Sérstaklega ef þú ert að gera sterka bjóra (með hátt OG) þá getur þú lent í vandræðum með það að gerjun stoppar og þú þarft að koma súrefni í virtinn í miðri gerjun með tilheyrandi sýkingarhættu.
Einnig getur komið leiðinda fusil alkóhólbragð, jafnvel í léttum bjórum. Ég finn örlítinn vott af slíku bragði af hveitibjór (um 5%), og eini sökudólgurinn sem ég kem auga á er súrefnisskortur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
ef bjórinn er ekki snöggkældur niður í 18-20 eftir suðu verður meira chill haze. það síðan á að fara með tímanum.
annað sem maður græðir á snöggkælingu er að þá fær maður "hot break" og fær hreinni lög í fötuna.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Braumeister wrote:Ég kæli ekki en bæti 20 mín við allar humlaviðbætur í IBU reikningunum...
Ef ég nota þurrger lofta ég ekki....
p.s.
Er ekki "hot break" froðan sem kemur þegar suðan kemur fyrst upp?
"Hot break" eru próteinklessurnar sem maður sér fljóta upp í góðri suðu (ljósar agnir eða flekkir, nærri því hvítir). Hægt að fleyta þeim af með fiskispaða, ef suðan er kröftug. Fjarri því að vera girnilegt. "Cold break" eru svo sömu prótein plús humlaagnir og fleira nammi sem klessist saman og fellur til botns við snögga kælingu.
Hvers vegna kemurðu ekki súrefni í virtinn ef þú notar þurrger? Það er sama gerið, og þarf eins mikið á súrefni að halda og fljótandi ger.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Þurrger er sennilega ræktað við önnur skilyrði og svo fær maður mikið meira í hverjum skammti...
8/ Does the wort need Oxygenation / aeration?
As the yeast is grown aerobically, the yeast is less sensitive on first pitch. Aeration is recommended to ensure full mixing of the wort and yeast.
Braumeister wrote:Þurrger er sennilega ræktað við önnur skilyrði og svo fær maður mikið meira í hverjum skammti...
8/ Does the wort need Oxygenation / aeration?
As the yeast is grown aerobically, the yeast is less sensitive on first pitch. Aeration is recommended to ensure full mixing of the wort and yeast.
Prófaðu fyrir mig að skipta næsta bjór í 2 skammta, einn sem að þú loftar og annan sem að þú loftar ekki. Skiptu svo gerinu gróflega á milli þeirra og leyfðu þeim að gerjast. Þetta yrði frábær tilraun til að sjá hvort að það skipti máli hjá þér eða ekki. Ég hef mikinn áhuga á niðurstöðum úr svona tilraun.
(þetta á án efa heima í öðrum þræði þar sem að við erum komnir off topic fyrir löngu.)
Það eru alveg nýjar fréttir ef þurrger þarf ekki jafn mikið súrefni og annað ger. Þetta eru sömu gerlarnir.
Ef þú vilt einhverra hluta vegna ekki lofta (sem mér finnst mjög skrýtin afstaða, en gott og vel) er hægt að setja einn dropa af ólívuolíu (ekta) út í. Það á víst að virka mjög vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Einn dropi af ólívuolíu á víst að veita nægt súrefni í 25 lítra fyrir gerjun.
Ég nota þessa aðferð hinsvegar ekki sjálfur. Ég las/heyrði einhverstaðar að þetta gæti haft einhverjar leiðinlegar afleiðingar. Ég man hinsvegar ekki hvað það var, hver sagði það, né hvar ég las þetta.
Ef þið farið í ólívuolíutilraunir, endilega fræðið ykkur um það fyrst.
Braumeister wrote:Þurrger er sennilega ræktað við önnur skilyrði og svo fær maður mikið meira í hverjum skammti...
8/ Does the wort need Oxygenation / aeration?
As the yeast is grown aerobically, the yeast is less sensitive on first pitch. Aeration is recommended to ensure full mixing of the wort and yeast.
Prófaðu fyrir mig að skipta næsta bjór í 2 skammta, einn sem að þú loftar og annan sem að þú loftar ekki. Skiptu svo gerinu gróflega á milli þeirra og leyfðu þeim að gerjast. Þetta yrði frábær tilraun til að sjá hvort að það skipti máli hjá þér eða ekki. Ég hef mikinn áhuga á niðurstöðum úr svona tilraun.
(þetta á án efa heima í öðrum þræði þar sem að við erum komnir off topic fyrir löngu.)
Ég er reyndar að stækka græjurnar hjá mér, var að enda við að taka á móti risa pakka með 70L potti og 40L einangraðum súpupotti... Ég þarf að gerja í tveim 30l ílátum, þannig að það ætti að vera lítið mál að prófa þetta.
Eyvindur:
Leiðbeiningarnar frá Fermentis (sem ég quotaði og linkaði á) voru nógu traustar heimildir fyrir mig til að prófa þetta.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
ég var að rugla saman hot og cold break fyrr í þræðinum en ég held að idle hafi leiðrétt mig.
mer finnst reyndar umræðan um súrefni sérkennileg. sé ekki hvar þeir hja´fermentis segja þetta.
hinsvegar, þegar þú ert með þurrger, þá eru næring fyrir gerið í því. þannig að þegar þú notar gerið í fyrsta skipti (sumsé þurrt) þá er það ekki eins viðkvæmt fyrir súrefnisskorti. það þarf hinsvegar auðvitað súrefni. muna að bleyta upp í gerinu líka!
þegar maður notar gerið aftur, þá er það yfirleitt búið með alla næringu og þarf að komast í wirtin og fara að nota súrefni strax, sumsé meiri þörf á súrefni í annari og síðan næstu umferðum.
þegar ég var að byrja þá bara helti ég þurrgerinu beint í fötuna og fékk fínan bjór. núna bleyti upp í gerinu og hristi virtinn til að fá súrefni í hann. ég er ekki viss um að bjórinn sé neitt betri, en gerjunin er samkvæmari sjálfri sér, þeas hún byrjar á svipuðum tíma.
ég hefi tekið eftir því að lager bjór er miklu viðkvæmari fyrir súrefninu en ölið. því hristi ég lagerinn eins og enginn sé morgundagurinn.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Reyndar gefur olían ekki súrefni, en hún gefur efnin sem gerið myndar í súrefnisfasanum, þannig að sá fasi verður óþarfur. Skilst mér. Tek fram að ég hef ekki prófað þetta, aðeins heyrt lesið um þetta. Sumir vilja reyndar meina að það sem gæti verið að skekkja þetta sé súrefnið sem kemst í virtinn þegar honum er hellt í fötuna.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Svona af því að þessi þráður er kominn langt útfyrir öll velsæmismörk...eða þannig...
Hér á undan minntist "Idle" á "Hot Break" sem góða suðu. Við höfum verið að fá "Hot break" í suðuna hjá okkur en á sama tíma erum við með áhyggjur um að við séum með of kraft mikla suðu...
Er einhver hætta á því að maður sé að sjóða virtinn með of miklum krafti ???
það er mismunandi eftir meskingu og grain bill hjá mér hvað ég sé mikið hotbreak hjá mér. stundum er þetta eins og það séu hafragrautsslettur á ferðinni hjá mér.
það sem ég hef alltaf viljað, en ekki náð. það er að fá coldbreak og alveg tæran og gegnsæan vökva í gerjunarfötuna
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Er einmitt með Belgískan í gerjun (T58) í GlerCarboy.... Búinn að liggja núna í 2 vikur í secondary en hann er enn einsog drullupollur... Ég er svona að velta því fyrir hvort ég eigi bara að tappa honum svona eða bíða í vikur í viðbót ?