Þakka þér fyrir þessar upplýsingar.
En ef ég reikna út magnið af Kalsíum Brómíð(CaBr2) (1%) sem að fer í 30 lítra ef að ég er með 15gr af Driveway Heat (vinsamlegast leiðréttið mig ef ég fer með eitthvað rangt hér .. getur verið að ég þurfi að reikna eðlisþyngd efna til að fá nákvæmari niðurstöður):
Code: Select all
CaBr2 ppm = (D.Heat * 1%) / lítrum = (15 gr * 0,01) / 30 = 0,005 gr/l = 5 mg/l ==> <5 ppm
Af wikipedia um brómíð:
"The average concentration of bromide in human blood is 5.3±1.4 mg/L and varies with age and gender."
Jæja, ég mun þá stýra mér af því að nota Driveway Heat í þetta og mun panta CaCl2 frá morebeer. Takk enn og aftur
Fyrir ykkur sem hafið keypt Driveway heat, þið getið notað það í annan tilgang. Frostmark CaCl2 í vatni er -75°C ef ég man rétt. Þið getið blandað Driveway Heat í ~20-25L af vatni í tunnu og sett hana í frystirinn. Ef að upplausnin inniheldur nægt magn af Driveway Heat, þá ætti hún ekki að frjósa við -18°C og því fullkomin til þess að nota til að kæla virt sem að skal setja lagerger í. Það þyrfti þó trúlega að hita þetta upp í einhverjar -5°C áður en þið notið þetta hinsvegar
