Ég er með stór plön að örgerð en er byrjandi og hef ekki alveg heildarmyndina yfir hvernig ferlið er. Við erum 4 félagar í þessu og höfum bruggað 3 fötur sem eru á lokasprettinum þetta hefur gengið vel hingað til. Ég hef mikinn áhuga á þessu og finnst þetta mjög gaman en ég er líka græjufíkill og er byrjaður að smíða bruggverksmiðju. Langar til að reyna að útskýra hvað ég er að gera í þeirri von að fá ath.semdir um hvað má betur fara.
Ég er búinn að valsa rúmlega 100L pott úr ryðfríu stáli sem er 60cm á hæð og 47cm í þvermál í hann ætla ég að raða 4x 2000w elementum. Hitastýringin er sú sama og Hrafnkell vakti ath. á í öðrum þræði. Hér er hugmyndin að vera með stóran og öflugan pott. Ég nenni alls ekki að bíða í klukkutíma eftir suðu og hingað tíl hefur langmesti tíminn farið í að bíða eftir að sjóða vatn. Bruggdagurinn okkar er 8tímar. Meskikerið er 45L ryðfrí tunna. Ég er að pæla í að nota sturtubarka eins og í kæliboxinu sem ég er með núna en mig langar til að vita hvort það séu aðrar patent lausnir. t.d hvort ég ætti að hafa keilu neðan í tunnunni og einhverja síu í botninum?? Sturtubarkinn virkar samt vel í kæliboxinu, ég tek hann í hring í gegnum T tengi.
Gallinn með kæliboxið er fallið á hitastiginu þegar við hellum vatninu út í 5kg af korni, 20L c.a falla úr 73°c undir 60°c og þá er erfitt að ná því upp aftur. Pælingin mín er að geyma meskikerið mitt ofan í suðupottinum í meskingu og halda þannig nákvæmu hitastigi. Þetta langar mig að fá komment á. Ég hef ekki fundið neitt um þetta á netinu annað en svefnpoka og ullarpeysur. Meiningin er að klára meskingu með fly sparge. Ég er búinn að búa til 30L suðupott úr pripps kút sem ég staðset fyrir ofan meskikerið og opna ég fyrir loka í botninum og lekur í gegnum sturtuhaus ofan í meskikerið og síast beint ofan í suðupottinn
Mynd kemur seinna
Kælingin er enn þá óákveðin. Ég verð með koparspíral en mig langar til að gera þetta örlítið öðruvísi. Ég var að hugsa um að staðsetja spíral ofan í pott sem er segjum bara 50L og fylltur upp með köldu vatni og er sírennsli í pottinn. hugmyndin er að hringrása svo virtinum í gegnum spíralinn. Það sem heillar mig við þetta er að geta gert þetta að lokuðu kerfi. Ég er pínu skeptískur á óhreinindi þegar ég er að dífa hefðbundnum kælispíral ofan í virtinn. Ég held að ef þessu er dælt semí rólega í gegnum svona spíral þá sé hörku kæling af þessu það er talsvert yfirborðsflatarmál á rörunum og miklu meiri massi af vatni til að losa varmann. Vitið þið hvort það sé til einhver fyrirmynd að þessu eða að einhver hafi gert þetta svona með einhverri niðurstöðu??? Til að halda hitastiginu stöðugu í þessar vikur á meðan bjórinn er að malla og mér skilst að það sé mjög mikilvægt atriði, þá hef ég hugsað mér að búa til tunnur og geyma annað hvort hefðbundnar plastfötur ofan í þeim eða pripps kúta (eins og fly sparge potturinn) og hringrása svo vatni úr einhverjum blöndunartank í gegnum kerfið. Stýringin á blöndunartanknum yrði einföld, segulloki tengdur við thermostat eða stýringu eins og Hrafnkell er með eða eingöngu heitt og kalt vatn tekið í gegnum hitastýrð blöndunartæki. Pælingin er að geta verið með 4 -6 fötur í gangi í einu og bæði öl og lager og þá stuðst við tvo blöndunarkúta en með þessu systemi get ég, jaaa bæði haldið stöðugu hitastigi og stækkað kerfið með lítilli fyrirhöfn. Svo seinna meir þá er bara að fá sér Glycol

Mynd af tunnu kemur seinna
Annar möguleiki og sennilegast geri ég það líka en það er að kaupa kók kæli eins og er í öllum sjoppum til að kæla bjórinn vel áður en ég tappa honum á flöskur. Er ekki gott að lagera hann niður í 2°C í einhvern tíma til að gera hann léttari???
Ég ætla að nota dælur en ég er ekki alveg búinn að ákveða hvar ég ætla að nota þær. Er óhætt að nota dælur til að dæla virtinum á öllum stigum málsins?? Ein fer í að hringrása í gegnum kælispíralinn. Önnur notast líklega við að dæla úr suðupottinum. En það skýrist betur þegar ég fer að setja þetta upp.
Uppsetninguna klára ég sennilega með Âl-pexi og á ég eftir að ákveða smátriðin eins og t.d hitamæla og annað. Stóri gallinn við þetta kerfi er hins vegar hvað það er mikið vatn á þessu en ef það er vandað til við tengingar og frágang þá á ekki að vera hreyfing á hlutunum og ekki er þrýstingur á kerfinu svo ég hef litlar áhyggjur set samt trúlega einhvern flotrofa og tengi við segulloka á vatnsúrtakið svo ef það lekur þá stoppar vatnsflæðið alveg að kerfinu.
Ef það nennti einhver að lesa þetta og sér eitthvað sem má betur fara þá eru allar ábendingar vel þegnar. Hugmyndin er að reyna að stytta bruggdaginn eitthvað.