Fusel mál.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Fusel mál.

Post by BeerMeph »

Ég var að tappa caraaromatestinu mínu á flöskur um helgina.

Þegar ég opnaði gerjunarfötuna fór ég með nefið að og lyktaði eins og ég geri oftast og þá blasti við mér einstaklega mikil alkahóls/leysa lykt og fannst mér líklegast að hann væri fuselalkahólmengaður, enda vissi ég að á einhverjum dögum fór hitastigið í 22 °C en var yfirleitt ekki hærra en 20°C.

Ég ákvað að setja hann samt á flöskur i stað þess að hella honum.

Fleitti honum yfir til að prima og ákveð þá að smakka hann.

Það merkilega var að hann var góður á bragðið og ég fann ekki sérstaklega fyrir fusel bragði og lyktin nánast engin.

Ef hann heldur áfram að vera svona góður er einhver hætta á að vera að drekka þetta ef maður finnur ekkert eða lítið fuselbragð þó að lyktin hafi verið svona sterk í byrjun?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fusel mál.

Post by kristfin »

leyfðu þessu að jafna sig á flöskum. ef það er gerbragð þá feidar það út með tímanum. þú gætir hinsvegar fengið "heitt" alkahol bragð, þá er trikkið að eiga léttan bjór til að taka sem fyrstu 3, skella sér síðan í hina :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Fusel mál.

Post by BeerMeph »

Haha já það er nokkuð gott ráð :D ég býð annars þolinmóður
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Post Reply