Örgerð í smíðum

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Örgerð í smíðum

Post by Ómar »

Sælir

Ég er með stór plön að örgerð en er byrjandi og hef ekki alveg heildarmyndina yfir hvernig ferlið er. Við erum 4 félagar í þessu og höfum bruggað 3 fötur sem eru á lokasprettinum þetta hefur gengið vel hingað til. Ég hef mikinn áhuga á þessu og finnst þetta mjög gaman en ég er líka græjufíkill og er byrjaður að smíða bruggverksmiðju. Langar til að reyna að útskýra hvað ég er að gera í þeirri von að fá ath.semdir um hvað má betur fara.

Ég er búinn að valsa rúmlega 100L pott úr ryðfríu stáli sem er 60cm á hæð og 47cm í þvermál í hann ætla ég að raða 4x 2000w elementum. Hitastýringin er sú sama og Hrafnkell vakti ath. á í öðrum þræði. Hér er hugmyndin að vera með stóran og öflugan pott. Ég nenni alls ekki að bíða í klukkutíma eftir suðu og hingað tíl hefur langmesti tíminn farið í að bíða eftir að sjóða vatn. Bruggdagurinn okkar er 8tímar.
Sudupottur.JPG
Sudupottur.JPG (19.49 KiB) Viewed 12549 times
Meskikerið er 45L ryðfrí tunna. Ég er að pæla í að nota sturtubarka eins og í kæliboxinu sem ég er með núna en mig langar til að vita hvort það séu aðrar patent lausnir. t.d hvort ég ætti að hafa keilu neðan í tunnunni og einhverja síu í botninum?? Sturtubarkinn virkar samt vel í kæliboxinu, ég tek hann í hring í gegnum T tengi.
Gallinn með kæliboxið er fallið á hitastiginu þegar við hellum vatninu út í 5kg af korni, 20L c.a falla úr 73°c undir 60°c og þá er erfitt að ná því upp aftur. Pælingin mín er að geyma meskikerið mitt ofan í suðupottinum í meskingu og halda þannig nákvæmu hitastigi. Þetta langar mig að fá komment á. Ég hef ekki fundið neitt um þetta á netinu annað en svefnpoka og ullarpeysur.
kaelibox.JPG
kaelibox.JPG (28.87 KiB) Viewed 12549 times
Meiningin er að klára meskingu með fly sparge. Ég er búinn að búa til 30L suðupott úr pripps kút sem ég staðset fyrir ofan meskikerið og opna ég fyrir loka í botninum og lekur í gegnum sturtuhaus ofan í meskikerið og síast beint ofan í suðupottinn
Mynd kemur seinna


Kælingin er enn þá óákveðin. Ég verð með koparspíral en mig langar til að gera þetta örlítið öðruvísi. Ég var að hugsa um að staðsetja spíral ofan í pott sem er segjum bara 50L og fylltur upp með köldu vatni og er sírennsli í pottinn. hugmyndin er að hringrása svo virtinum í gegnum spíralinn. Það sem heillar mig við þetta er að geta gert þetta að lokuðu kerfi. Ég er pínu skeptískur á óhreinindi þegar ég er að dífa hefðbundnum kælispíral ofan í virtinn. Ég held að ef þessu er dælt semí rólega í gegnum svona spíral þá sé hörku kæling af þessu það er talsvert yfirborðsflatarmál á rörunum og miklu meiri massi af vatni til að losa varmann. Vitið þið hvort það sé til einhver fyrirmynd að þessu eða að einhver hafi gert þetta svona með einhverri niðurstöðu???
kælispirall.jpg
kælispirall.jpg (68.75 KiB) Viewed 12549 times
Til að halda hitastiginu stöðugu í þessar vikur á meðan bjórinn er að malla og mér skilst að það sé mjög mikilvægt atriði, þá hef ég hugsað mér að búa til tunnur og geyma annað hvort hefðbundnar plastfötur ofan í þeim eða pripps kúta (eins og fly sparge potturinn) og hringrása svo vatni úr einhverjum blöndunartank í gegnum kerfið. Stýringin á blöndunartanknum yrði einföld, segulloki tengdur við thermostat eða stýringu eins og Hrafnkell er með eða eingöngu heitt og kalt vatn tekið í gegnum hitastýrð blöndunartæki. Pælingin er að geta verið með 4 -6 fötur í gangi í einu og bæði öl og lager og þá stuðst við tvo blöndunarkúta en með þessu systemi get ég, jaaa bæði haldið stöðugu hitastigi og stækkað kerfið með lítilli fyrirhöfn. Svo seinna meir þá er bara að fá sér Glycol :)
Mynd af tunnu kemur seinna

Annar möguleiki og sennilegast geri ég það líka en það er að kaupa kók kæli eins og er í öllum sjoppum til að kæla bjórinn vel áður en ég tappa honum á flöskur. Er ekki gott að lagera hann niður í 2°C í einhvern tíma til að gera hann léttari???

Ég ætla að nota dælur en ég er ekki alveg búinn að ákveða hvar ég ætla að nota þær. Er óhætt að nota dælur til að dæla virtinum á öllum stigum málsins?? Ein fer í að hringrása í gegnum kælispíralinn. Önnur notast líklega við að dæla úr suðupottinum. En það skýrist betur þegar ég fer að setja þetta upp.

Uppsetninguna klára ég sennilega með Âl-pexi og á ég eftir að ákveða smátriðin eins og t.d hitamæla og annað. Stóri gallinn við þetta kerfi er hins vegar hvað það er mikið vatn á þessu en ef það er vandað til við tengingar og frágang þá á ekki að vera hreyfing á hlutunum og ekki er þrýstingur á kerfinu svo ég hef litlar áhyggjur set samt trúlega einhvern flotrofa og tengi við segulloka á vatnsúrtakið svo ef það lekur þá stoppar vatnsflæðið alveg að kerfinu.

Ef það nennti einhver að lesa þetta og sér eitthvað sem má betur fara þá eru allar ábendingar vel þegnar. Hugmyndin er að reyna að stytta bruggdaginn eitthvað.
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Re: Örgerð í smíðum

Post by Ómar »

kaelitunna.JPG
kaelitunna.JPG (17.48 KiB) Viewed 12548 times
Hér er kælitunnan þar sem ég er að spá í að geyma bjórinn í annað hvort fötu eða pripps kút
Fly Sparge.jpg
Fly Sparge.jpg (24.69 KiB) Viewed 12548 times
Þetta er FLy sparge potturinn minn
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Örgerð í smíðum

Post by andrimar »

Þvílík fagmennska, lýst vel á þetta.

Varðandi kælinguna, ef þú vilt hafa þetta í lokuðu kerfi þá ættirðu að kíkja á CFC(Counter Flow Chiller). Tekur minna pláss og kælir vel. Google og homebrewtalk.com ættu að hafa nóg af lesefni um þessar græjur og smíðina á þeim.

Gangi þér vel.

P.S. Hvar fær maður svona fína völsun á ryðfríum plötum og hvað kostar hún?
Kv,
Andri Mar
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Re: Örgerð í smíðum

Post by Ómar »

Sæll Andri

Já það er rétt hjá þér CFC gæti líka verið málið. Ég ætla að skoða það aðeins. Varðandi völsunina þá gerði ég þetta sjálfur, fékk að nota vals hjá kunningja mínum ég veit ekki hvað þetta kostar en ég valsaði Suðupottinn og meskikerið úr 1,5mm stáli og restina sem eru 8 aðrar fötur úr 1mm þykku sem ég sýð svo við botn úr bjórkútum og get ég leikið mér eins og ég vill með það og svo valsaði ég 10stk 30mm breiða renninga og þetta tók mig 45mín og ég var að gera þetta í fyrsta skiptið. Efnið í þetta er rétt rúmar 2 plötur.

KV.Ómar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Örgerð í smíðum

Post by kristfin »

lofar góðu.

en þegar þú lokar ílátunum, hvernig hreinsar þú suðurnar að innan?

ég er að plana næstu umferð af örgerðinni minn. er jafnvel að plana að búa til minna kerfi en ég er með núna, sem ég get boltað á vegg i þvottahúsinu og smíðað skáp utan um.

planið var að hafa það þyngdarafls kerfi með möguleika að rimsa það síðar.

stærðinar sem ég var að hugsa um (miðað við að búa til barley wine)

ef bruggfatan er X lítrar.
þá þarf suðupotturinn að vera X*1,2
og masktun X*1,2**2 lítrar
og heitavatnskúturinn X*1,2**3

dæmi, bruggfata 25l, suðupottur 30l, mash tun 36 lítrar og hlt 40 lítrar.

suðupotturinn væri með úttaki í hliðinni, niðri og röri að innan sem legst út í hliðina svo hægt sé að láta humlana falla í miðjan pottinn og skilja eftir.
kælispírallinn væri fastur í pottinum og heitt vatn færi í gegnum hann þegar ég er að ná upp suðu. einnig væri rör sem færi í hálfhring með hliðinni að innanverðu sem ég gæti notað til að setja virtinn í hringrás meðan verið er að kæla hann. þetta er aðferð sem er heyrð uppá jamil z og gerir manni kleift að kæla virtinn niður í 20°á innan við mínútu, en þarfnast dælu.

mashtun væri með kónískum botni (eins og í bjórkút) úttaki í miðjunni undir og falskan botn úr gataplötu. á veggnum væri hún fest á veltiás til að geta sturtað úr henni og hreinsað. lagið á tunnunni væri þannig að að jafnaði væri dýptin ekki meiri en 4-6 tommur.

hlt, verður efst á veggnum undir loft. var jafnvel að pæla í að hafa milliblöndunarbox þar sem ég get látið heitt vant úr hlt renna niður í gegnum blöndunarkrana eins og er notaður fyrir heita potta og blanda við kalt vatn. það færi í 5 lítra box með hitamæli svo ég geti mögulega blandað 95°vatn niður í 70 osvrf.

ég á 140 lítra tunnu sem ég smíðaði fyrir mörgum árum. ætla að nota hana ásamt 50l bjórkagga.

annað. ef þú ert að pæla í að stytta bjórdaginn. þá er hin svokallaða nochill method góð. þá sleppirðu að kæla wirtinn og lætur hann heitan í bruggfötuna, skellir síðan gerinu í daginn eftir. þá geturðu jafnvel notað virtinn til að búa til startara.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Re: Örgerð í smíðum

Post by Ómar »

Ég verð nú að viðurkenna að ég pældi ekki mikið í hlutföllum hef ekki nógu mikla reynslu til að átta mig á því. Ég sé strax að ég get gert þetta örlítið öðruvísi og sparað umfangið á kerfinu t.d með því að hafa kælispíralinn í suðupottinum. Það myndi ekki breyta neinu fyrir mig og hljómar mjög patent lausn eða hringrása beint úr suðupottinum.

Rörið sem leggst út í hlið til að skilja humlana eftir hljómar vel og er komið á teikniborðið. Ég fatta ekki alveg hvað þú meinar með þessum hálfhring til að ná virtinum í hringrás í kælingunni en sennilega mun ég notast við mína aðferð en hringrása jafnvel úr sjálfum suðupottinum í gegnum kælispíralinn sem ég lýsti hér að ofan, sem er kannski ekki nógu sniðugt til þess að fá ekki humlana á ferð og flug. Hvað haldið þið????

Í sambandi við mash tun eins og þú lýstir henni hvað þyrfti svona gataplata að vera fíngerð?? Nú hef ég lesið að menn séu að hringráśa í meskingunni er það eitthvað sniðugt er ekki nóg að hella fyrstu 2-3L aftur ofan í og drena síðan ofan í pott?? Hvernig finnst þér þetta hljóma hjá mér að geyma mash tun ofan í suðupottinum og halda hitastiginu réttu þannig. Mér finnst þetta mjög sniðugt en kannski er þetta algjör della.

Endilega segið frá hvernig þið gerið þetta og eða hvað þið látið ykkur dreyma um. Þetta hjálpar öðrum sem eru að byrja. Búnaðurinn í kringum þetta skiptir talsverðu ḿáli og þetta þarf að ganga sæmilega fyrir sig svo maður nenni þessu. Við félagarnir lentum í talsverðu basli með fyrstu fötuna sem við gerðum og enduðum í 12 tímum eingöngu vegna þess að við vorum ekki klárir í slaginn.

KV.Ómar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Örgerð í smíðum

Post by kristfin »

aðferðin sem jamil notar, hann eignar sér hana ekki, er kölluð whirlpool chiller.
http://www.mrmalty.com/chiller.php" onclick="window.open(this.href);return false;

með því að taka undan mashtun og hafa gataplötu getur þú seinna meir breitt þessu í rims. ég er mjög hrifinn af þessu kerfi, því í meskikerinu mínu er alltaf 2-3 lítrar sem verða dauðir þar sem þeir lenda undir úttakinu.

ég mundi hafa mashtun sér, einangra með steinull eða einvherju betra og setja blikkkápu utanum. jafnvel lauma einu litlu elementi í til að tempra hita. síðan geturðu seinna meir látið hringrásina fara í gegnum suðupottinn eða kælispíralinn í suðupottinum og notað vatn í suðupottinum til að hita eða kæla meskinguna ala rims.

ef maður er með spíralinn fastan í suðupottinum er hægt að nota hann á mismunandi vegu. hita og kæla virt, hjálpa til við suðuna og fleira.

besta skipulagið er þannig að þú þarft ekki að tæma eða flytja hluti á milli í ferlinu. eiga alltaf nóg heitt vatn sem hægt er að blanda niður. þá er td hægt að nota termostat og timer til að tryggja að nóg vatn sé til staðar þegar bruggað er. ég nota td timer á hitakútnum mínum, svo þegar ég kem úr vinnunni og fer að brugga er vatnið tilbúið.

einnig er gott að huga að þrifum. hafa ílátin á veltiás svo hægt sé að tæma og þrífa á einfaldan hátt. eins ef hægt er að setja dæluprogram af stað svo kerfið þrífi sig sjálft.

slöngur sem fara ofan í virtinn eða meskikerið þurfa að vera auðleysanlegar svo hægt sé að kippa þeim af og þrífa og jafnvel geyma í joðfór milli bruggana.
þetta á sérstaklega við slönguna eða leiðsluna úr bruggkatlinum og niður í bruggfötuna. það er gjarnan veiki parturinn í hreinlæti. það þarf að vera hægt að taka hana af og þrífa, því hún hitnar ekki nóg við suðuna.

þær slöngur sem þú notar þurfa að vera food grade og þola hita. ekki vera með gamla garðslöngu sem þú tekur vatnið úr. reyna að hafa keðjuna eins sterka og hægt er.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Re: Örgerð í smíðum

Post by Ómar »

Já þetta eru klárlega punktar sem ég mun hafa til hliðsjónar. Ég hafði hugsað mér að geta sett á dælukerfi til að geta hreinsað þetta og síðan hef ég tök á því að hafa kúplingar á öllum tengjum ætli ég geri það ekki þó það kosti soldið.

Hvað með gataplötuna í mash tun hversu fíngerð þarf hún að vera? Sturtubarki er talsvert fíngerður erum við að tala um sigti eða?? Ég er búinn að skera út kúptan botn af bjórkút með skrúfgangi og ætla að reyna að mixa eitthvað sigti við það, veit bara ekki hversu fínt það þarf að vera.

RIMS er hægt að útskýra það í stuttu máli ég er búinn að vera að reyna að lesa um það en finnst eins og þetta sé aldrei eins eða svipað hjá ýmsum aðilum eflaust er til ýmsar útgáfur en hvert er meginmarkmiðið með RIMS. Kannski er ég ekki nógu þolinmóður að lesa þetta allt.

KV.Ómar
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Örgerð í smíðum

Post by Idle »

Líttu á fölsku botnana sem eru til sölu hjá morebeer.com sem dæmi. 2,3 millimetra göt á 4 millimetra miðjum (1,7 millimetri á milli gata), eða eitthvað í þá áttina virðist nokkuð algengt.
http://morebeer.com/view_product/17240/ ... _Screen_10
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerð í smíðum

Post by hrafnkell »

Þú getur fengið gataplötur með 2mm götum í ferró til dæmis (ódýrast þar). Það er líklega mjög passleg stærð fyrir falskan botn.
Post Reply