BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by Idle »

Tók eftir þessu fyrir nokkru síðan, en gleymdi alltaf að deila því hér. Í BeerSmith, fyrir stíl 15A (Weizen/Weissbier), eru uppgefin hlutföll kolsýru 2,5 til 2,9. Hið rétta er 3,6 til 4,5.

Uppfært: Til að fyrirbyggja frekari misskilning, þá er ekki haldið utan um magn kolsýru í BJCP viðmiðunum. Ég tilgreindi það aðeins hér svo það færi ekki á milli mála hvar villan (eða frávikið) í BeerSmith lægi.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by halldor »

Ekki vissi ég að BJCP væru með upplýsingar um kolsýru.

En mér finnst kolsýran í BeerSmith aldrei fara yfir 3 nema bara í einu til tveimur tilfellum og þá í Gueuze og einhverjum sem ég man ekki lengur hver er.
Plimmó Brugghús
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by kalli »

Þörf ábending. Ég féll í þessa gildru nýlega. En hvað með stíl 7a o.fl. ss. Weisenbock og Witbier? Eru þeir réttir?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by Idle »

halldor wrote:Ekki vissi ég að BJCP væru með upplýsingar um kolsýru.
Engar tölur, aðeins það sem nefnt er undir "Mouthfeel". Ég dreg til baka fyrri fullyrðingu um að þessar tölur séu rangar, en samkvæmt öðrum töflum sem ég hef skoðað, og í öðrum sambærilegum forritum, er þetta á bilinu 3,6 til 4,5. Það er eitthvað minnst á þetta á spjallborði Beersmith, undir "Support", minnir mig.

Persónulega finnst mér hveitibjórarnir mínir til þessa ekki hafa verið nægilega kolsýrðir, og þeir hafa miðast við 2,9. Því fór ég á stúfana um daginn, og komst að þessari niðurstöðu. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by Bjössi »

ég hef leyst málið þannig að ég set alltaf 150gr af strásykri í um 25lítra
burt sé frá stílum, finns þetta mjög hæfileg kolsýra
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by Eyvindur »

Hveitibjór, belgískir bjórar og nokkrir aðrir þurfa samt mjög nauðsynlega á töluverðri kolsýru að halda. Miklu meiri en í þessum meðaltalsstílum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by halldor »

Idle wrote:
halldor wrote:Ekki vissi ég að BJCP væru með upplýsingar um kolsýru.
Engar tölur, aðeins það sem nefnt er undir "Mouthfeel". Ég dreg til baka fyrri fullyrðingu um að þessar tölur séu rangar, en samkvæmt öðrum töflum sem ég hef skoðað, og í öðrum sambærilegum forritum, er þetta á bilinu 3,6 til 4,5. Það er eitthvað minnst á þetta á spjallborði Beersmith, undir "Support", minnir mig.

Persónulega finnst mér hveitibjórarnir mínir til þessa ekki hafa verið nægilega kolsýrðir, og þeir hafa miðast við 2,9. Því fór ég á stúfana um daginn, og komst að þessari niðurstöðu. ;)
Ég er sammála þér með hveitibjórana... maður á ekki að trúa því sem BeerSmith segir um kolsýruna í þeim.
Plimmó Brugghús
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by Idle »

Þó er mjög einfalt að leiðrétta þetta. :)
bs-bjcp-15a.png
bs-bjcp-15a.png (30.85 KiB) Viewed 6521 times
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: BJCP 2008, 15A - rangar upplýsingar í BeerSmith

Post by Bjössi »

Hmmm...það er kannsi að ég fari eftir stílnum núna
er einmitt að fara að setja hveitibjór á flöskur í hvöld
klikkaði þó á einu, sauð "orange peal" í 5min og lét allt gossa í gerjunafötu
vona að komi ekki að sök
Post Reply