Maltódextrín/Laktósi

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Maltódextrín/Laktósi

Post by gunnarolis »

Sælir félagar.

Ég var að leggja í Porter og uppskriftin kallaði á maltódextrín og laktósa (mjólkursykur).
Ég fann hvergi laktósann (og hvar sem ég spurði var ég álitinn dópsali), en ég fann hinsvegar maltódextrínið.
Ég keypti dunk af þessu, það var ekki hægt að fá minni skamt en 3,6kg og ég þarf engan veginn það magn. Ég var því að spá, að ef menn vilja fá maltódextrín þá get ég látið þá hafa á sama verði og ég keypti þetta. Það væri einnig ágætt að heyra hvort einhver vissi hvar hægt er að fá mjólkursykur. Ég veit að Gróco er að selja þetta, en þeir selja einungis til fyrirtækja ekki einstaklinga.

Kv Gunnar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Maltódextrín/Laktósi

Post by sigurdur »

Ég held að þú munir eiga erfitt að útvega þér mjólkursykur hér innanlands. Einhverntímann heyrði ég að mæður í vandræðum gætu fengið lyfseðil fyrir mjólkursykri og keypt það í apóteki. Ég veit ekki hversu mikið er hægt að marka það.

Hinsvegar þá get ég bent á góðar sölusíður í BNA eins og t.d. http://www.midwestsupplies.com/" onclick="window.open(this.href);return false; og http://www.northernbrewer.com/" onclick="window.open(this.href);return false; .
Þú getur þó átt mögulega von á því að þú lendir á einhverjum lista hjá lögreglunni eða tengdum stofnunum vegna innflutnings á mjólkursykri. Ég myndi þó hafa litlar áhyggjur ef þú ert ekki í mörgum ólöglegum iðnum.
Post Reply