Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by valurkris »

Er ég að tapa einhverjum gæðum á bjórnum ef að é tappa á flösku strax eftir að gerjun líkur og læt þroskast í flöskunni í stað þess að láta bjórinn vera í gerjunarílátinu í 3-4 vikur og tappa svo á flösku
Kv. Valur Kristinsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by hrafnkell »

já. Þótt að gerjunin sjálf sé búin eftir 3-5 daga oftast, þá á gerið eftir að vinna úr allskonar efnum sem það nær ekki að klára ef það er komið í flöskur (eða það tekur mun lengri tíma). Það borgar sig í flestum tilfellum að leyfa gerinu að vinna í amk 2-3 vikur.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Eyvindur »

+1

Þú græðir aldrei á óþolinmæði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Braumeister »

Hér takast á tveir skólar, sá þýski og sá ammríski..

Þjóðverjar tappa snemma á flöskur og lagera bjórinn síðann lengi og við kaldar aðstæður. Þessi asi við átöppunina er sennilega tilkominn af Rheinheitsgebotinu. Þá má ekki bæta sykri út í eða kolsýra með öðru en gerjun og slöngva þeir bjórnum grænum eins og sagt er (gruenschlauchen).

Í ammríku virðist vera dyggð hin mesta að láta þetta liggja sem lengst í dallinum.

Ég held að optimumið hjóti að liggja þarna einhverstaðar á milli og tappa á eftir tvær vikur í gerdalli...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Eyvindur »

Þetta fer eftir bjórnum, og því sem maður vill ná fram. Ef maður er að gera bjór sem þarf að þroskast lengi (byggvín, imperial stout, old ale eða svipað) þroskast hann hraðar í gerjunaríláti, og að auki verða flöskurnar allar eins. Það er ekkert sem segir að maður geti ekki látið bjórinn þroskast á flöskum, en það mun taka miklu lengri tíma og það eru meiri líkur á að það verði munur á milli flaskanna (þar sem maður getur aldrei verið viss um að það sé sama magn af geri í öllum flöskunum - mun frekar má bóka að svo sé ekki). Ég myndi allavega aldrei tappa á flöskur eftir minna en 3 vikur, sjálfur, nema um væri að ræða IPA eða hveitibjór, eða annað sem má drekka mjög ungt.

Að þessu sögðu heldur maður vitaskuld áfram að þroska á flöskum. En ég mæli eindregið með því að þroska allan skammtinn saman áður en hann fer á flöskur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by valurkris »

Þetta fær að liggja lengur í dallinum hjá mér, er búin að redda mér fleiri gerjunarílátum þannig að það er ekkert sim liggur á (nema að brugga meira). Og takk fyrir góð svör
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by kristfin »

Braumeister wrote:Hér takast á tveir skólar, sá þýski og sá ammríski..

Þjóðverjar tappa snemma á flöskur og lagera bjórinn síðann lengi og við kaldar aðstæður. .
hm. þeir eru ekki að lagera á flöskunum er það
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Eyvindur »

Nei. Lagering fer fram í tunnum (oftast úr stáli, auðvitað, en reyndar skilst mér að Urquell noti ennþá eik).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Braumeister »

kristfin wrote:
Braumeister wrote:Hér takast á tveir skólar, sá þýski og sá ammríski..

Þjóðverjar tappa snemma á flöskur og lagera bjórinn síðann lengi og við kaldar aðstæður. .
hm. þeir eru ekki að lagera á flöskunum er það
Ef þeir eiga ekki kúta, þeir fylgjast náið með rúmþyngdinni og þegar það er ein gráða eftir, eða eitthvað svoleiðis, tappa þeir á flöskurnar.

Þeir sem eru með kúta eru margir hverjir með svokallað Spundapparat á þeim:
http://www.brauundrauchshop.ch/bierbrau ... /index.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Það er reyndar margt öðruvísi í þýskalandi heldur en í ammríku, þeir nota td alltaf þrepameskingu og nota til þess 20 lítra niðursuðupotta og hræra í allan tíman. Fá mikið betri nýtni fyrir vikið.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Eyvindur »

Þjóðverjar nota Decoction, sem er ekki það sama og Step mashing.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Idle »

Ég er nokkuð viss um að einhverjir Þjóðverjar noti "decoction" aðferðina (hlutsuða?), og aðrir noti "step mash" (þrepamesking?). A. m. k. er ég ekki reiðubúinn að fullyrða eitt né neitt um bruggferli heillar þjóðar. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Eyvindur »

Að sjálfsögðu. En þýska hefðin kallar á decoction.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Squinchy »

Kannski smá off topic en ég er núna með bjór í secondary, og var 1.050 og núna virðist hann staðnaður í 1.020 (S-04 ger var notað), má þá vera að gerið hefur náð upp í x alkóhól prósentu sem kemur gerinu í dvala ?, hef heyrt um að sum ger fari bara upp að vissri prósentu, eitthvað til í þessu ?
kv. Jökull
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Idle »

Úr 1.050 í 1.020 er aðeins um 3,9%, eða um 58% attenuation (er gefið út fyrir að ná 70 til 75%), svo S-04 ræður við töluvert meira en það. Líklega eru aðrir áhrifavaldar hér að verki, t. d. ógerjanlegar sykrur (notaðirðu mikið af "special" korni í uppskriftinni?), ónógt súrefni í virtinum, gerjunarhitastig of lágt, o. s. frv. Ég hef gerjað ríflega 6% öl með S-04, svo ég efast stórlega um að gerlarnir þínir séu þegar sofnaðir áfengisdauða. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Braumeister »

Eyvindur wrote:Þjóðverjar nota Decoction, sem er ekki það sama og Step mashing.
Klassíska þýska heimabruggsetupið til meskingar er niðursuðupottur með hrærivél. Sjá myndir hér:
http://www.hobbybrauer.de/modules.php?n ... d&tid=4308" onclick="window.open(this.href);return false;
Í þessu meskja þeir í þrem þrepum, að viðbættri inn- og útmeskingu.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þroskun í flösku eða gerjunaríláti

Post by Eyvindur »

Ég er vitaskuld að tala um þýsku bjórhefðina, ekki heimabruggshefðina.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply