Nýr gaur

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Nýr gaur

Post by Diazepam »

Sælir Áhugamenn,

Hingað til hef ég fyrst og fremst verið áhugamaður um bjórdrykkju og hef sem slíkur aldrei komið nálægt bruggun fyrr. Ég hef þó heimsótt Carlsberg brugghúsið í Kaupmannahöfn, en ég var aðallega að smakka framleiðsluna, og bý því ekki af neinni reynslu eftir þá heimsókn.

Nú hins vegar langar mig að framleiða mitt eigið og því fór ég að leita mér fróðleiks og lenti inná þessari síðu ykkar. Ég er mikið að hugsa um að sleppa allri upphitum og byrja bara á djúpu lauginni. Framleiða AG eins og þið kallið það. Hef ég nú lesið þetta spjall ykkar í nokkrar vikur og drukkið í mig þann fróðleik sem þar er að finna, einnig hef ég verið að rýna í bók Johns Palmers. Þetta liggur nú ansi vel fyrir mér og því held ég að það sé ekki neitt til fyrirstöðu að byrja bara, en hver veit nema að mér takist að klúðra því.

Það er nú dálítill stofnkostnaður í kringum þetta en ég var að hugsa um að byrja frumstætt og bæta svo við mig græjum eftir því sem krafan um aukin gæði verður meiri. Það gengur vel að verða sér úti um fróðleik um þetta efni, en mér finnst það mætti vera auðveldara að verða sér úti um hráefni.

Ég er mjög þakklátur ykkur fyrir þessa síðu og vonast til þess að geta leitað til ykkar þegar þörf krefur.

kveðja
Diazepam
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýr gaur

Post by Eyvindur »

Velkominn. Gaman að heyra að þú ætlir beint í almennilegheitin. Ég mæli með því við alla. Þetta er enn minna mál en það hljómar á prenti.

Ekki vera vanþakklátur með hráefnið. Áður en ÖB fór að selja þetta var eini möguleikinn að panta að utan, með tilheyrandi kostnaði. Ég var að borga næstum þrefalt verðið hjá ÖB fyrir malt á þeim tíma, og það var fyrir kreppu. Ég kvarta sko ekki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýr gaur

Post by Diazepam »

Alls ekki skilja þetta sem svo að ég sé vanþakklátur, ef það væri ekki hægt að fá malt í ÖB væri ég sennilega ekki einu sinni að hugsa um að undirbúa framleiðslu. En þetta mætti samt vera ennþá auðveldara, lengi getur gott batnað ekki satt.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr gaur

Post by sigurdur »

Velkominn.
Post Reply