Er gerjunin að klikka ?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Bmkarls
Villigerill
Posts: 8
Joined: 9. Apr 2010 11:46

Er gerjunin að klikka ?

Post by Bmkarls »

Sælir drengir...

Við félagarnir vorum að byrja á Bjórgruggi... AG ... og þetta var alltsaman hrikalega gaman.
En sennilega gerðum við smá feil.
Þegar við settum gerið í þá sáldruðum við því yfir og lokuðum ... (Gleymdum sennilega að blanda gerinu vel ofaní !!!!!! )

2 Dögum seinna þegar spenningurinn var alveg að drepa okkur þá kíktum við ofaní... þar sem að það var ekki búið að "bubbla" svo rosalega mikið... var þó að bubbla.
Þá sáum við að hluti að gerinu hafði lyfst frá yfirborðinu útaf froðu... gerið lá semsé ofaná froðunni.
Við reyndum að hræra aðeins í þessu og koma gerinu ofaní en það hefur ekki almennilega tekið við sér.. þó bobblar alltaf aðeins í þessu.

Gravityið er samt búið að fara úr 1050 í 1022 á 4 dögum...

Ættum við að hafa einhverjar áhyggjur... og ef svo er ..eru þá einhver trix til í kollinum á einhverjum yfir snilldargerli hérna inni..

Kveðja, Brynjar.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by sigurdur »

RDWHAHB / SÁEÖFÞH

Slakið bara á og fáið ykkur einn kaldan.

Gerjun fer eftir svo miklu.
Það verður oft hægari gerjun við lægra hitastig .. rétt eins og þú hleypur ekki jafn hratt þegar þér er kalt eins og þegar þér er heitt.

Í sambandi við hraðari ræsingu á gerjun, þá er hægt að auka hraðann á henni með því að "vökva gerið". Það felur í sér að leyfa gerinu að þenjast út í sótthreinsuðu vatni (soðið vatn) hálftíma áður en gerið er sett út í virtinn. Það myndi án efa stytta tímann talsvert.

Leyfðu gertunnunni að vera í friði í a.m.k. í eina viku og taktu svo eðlisþyngdarmælingar þá. Ef að eðlisþyngdin er ekki búin að lækka, þá getur þú farið að athuga hvað olli hárri eðlisþyngd.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by hrafnkell »

Gerið á að vera ofaná. Og það á í raun að lyftast í froðu, froðan er útaf geri sem er að vinna vinnuna sína. (kallast krausen). Það á ekki að þurfa að hræra eða neinar svoleiðis pælingar.

Vonandi hafið þið fiktað í þessu með hreinum áhöldum :)
Bmkarls
Villigerill
Posts: 8
Joined: 9. Apr 2010 11:46

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Bmkarls »

Sælir aftur...
Og takk fyrir svörin.

Við erum með mjög stabílt 20 gráðu hitastig. Þannig að ég myndi telja að það væri ekki of kalt... eða hvað ? (IPA með S04.)
Og svo já það fóru mjög hrein áhöld ofaní þetta.... enda heldur þetta áfram að gerjast .. bara hægt.

Jæja... kem við á "Skattstofunni" og kaupi mér nokkra kalda og slaka á fram í næstu viku.

Kv. Brynjar.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Eyvindur »

Mjög hrein og sótthreinsuð eru ekki það sama.

Í öllu falli er þetta alls ekkert óeðlilegt. SÁEÖFÞHB
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bmkarls
Villigerill
Posts: 8
Joined: 9. Apr 2010 11:46

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Bmkarls »

Jæja... Núna þraut þolinmæðin...

það hefur ekkert gerst síðastliðna 2 sólarhringa... 1022 í gravity ennþá.
Ættum við að gera eitthvað í stöðunni... umhella eða reyna að starta gerjuninni aftur... er það hægt ?

Kv. Brynjar.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by BeerMeph »

Þið getið nátturulega prófað að setja einn pakka af geri í viðbót ef ekkert gerist enn.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by sigurdur »

Bmkarls wrote:það hefur ekkert gerst síðastliðna 2 sólarhringa... 1022 í gravity ennþá.
Ættum við að gera eitthvað í stöðunni... umhella eða reyna að starta gerjuninni aftur... er það hægt ?
Ég myndi ekki reyna að umhella, frekar að prófa að setja nýjan pakka af geri eins og BeerMeph bendir á.

Annað sem að þú getur gert er að reyna að rannsaka af hverju gerjunin stoppaði.
Hvað var meskihitastigið?
Er hægt að treysta hitamælinum?
Var nægt súrefni í virtinum?
Var virturinn næringarsnauður?
o.s.frv
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Braumeister »

Gætir líka prófað að hækka hitastigið ef það er lágt eða reynt að þyrla upp gerinu á rólegan máta.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Ómar »

sigurdur wrote:
Bmkarls wrote:það hefur ekkert gerst síðastliðna 2 sólarhringa... 1022 í gravity ennþá.
Ættum við að gera eitthvað í stöðunni... umhella eða reyna að starta gerjuninni aftur... er það hægt ?
Ég myndi ekki reyna að umhella, frekar að prófa að setja nýjan pakka af geri eins og BeerMeph bendir á.

Annað sem að þú getur gert er að reyna að rannsaka af hverju gerjunin stoppaði.
Hvað var meskihitastigið?
Er hægt að treysta hitamælinum?
Var nægt súrefni í virtinum?
Var virturinn næringarsnauður?
o.s.frv
Sælir drengir

Við félagarnir höfum bruggað 3 tunnur undanfarið og ég lenti í þessu sama eða svipuðu með öl bjór sem við erum að reyna við. Ég varð aldrei var við neitt bubbl í vatnslásnum en þegar ég kíkti ofan í fötuna þá var hvít froða ofan á og ég taldi að þetta væri að gerjast og þetta væri vegna þess að fatan væri óþétt. Sykurmælingin var í byrjun 1060 og hafði lækkað í 1020 svo að ég umhellti yfir í aðra fötu og hef látið þetta standa síðan. Þess má geta að fyrst þegar ég leit ofan í fötuna eftir um 2 daga þá sá ég svipað gerlag í fötunni fyrir ofan bjórinn og ég hrærði það saman við.

Spurningin er var þetta rétt hjá mér og ef ekki er eitthvað sem ég get gert til að bjarga þessu?? Það eru 3 vikur síðan ég umhellti og hafði þá verið ég gerjun í tæpar 2 vikur

KV.Ómar
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Idle »

Búbbl í vatnslásnum skiptir engu máli, hann er þarna aðeins til að koma í veg fyrir að óæskilegar lífverur komist ofan í virtinn (og sleppa út kolsýru, sem hjá ykkur virðist komast annarsstaðar út). Gerið sem flýtur upp er heldur ekkert til að hafa áhyggjur af, það er nóg af geri fljótandi um í bjórnum líka. Svo sekkur það allt til botns með tíð og tíma. Óþarfi að hræra því saman við, það eykur aðeins hættu á sýkingu.

Hvert er annars vandamálið? Of hátt FG? 1.020 er vissulega í hærri kantinum fyrir ýmsa bjórstíla, en alls ekki alla. Helstu ástæður fyrir of háu FG eru m. a:
  • Of hár hiti við meskingu (meira af flóknum og ógerjanlegum sykrum)
  • Mikið af "specialty" malti í uppskriftinni (meira af flóknum og ógerjanlegum sykrum)
  • Súrefnisskortur í virtinum fyrir gerjun (gerið "kafnar")
  • Of lágt hitastig við gerjun (gerið fer að sofa)
Smelltu inn uppskriftinni hérna, sem og hitastigi við meskingu, og við getum þá a. m. k. reynt að útiloka einhverja möguleika. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Braumeister »

Það sem ég mælti með, að þyrla upp gerinu var miðað við að væri búið að setjast. Og svo myndi ég ekki, frekar en hann Idle, hræra því upp, heldur þyrla því upp með því að vagga ílátinu varlega eða banka vinalega í botninn á því með flötum lófa eða lítt kreptum hnúa.

Kanske gott að geta þess líka að þetta er copy paste svar sem ég hef séð á mörgum stöðum þar sem verið er að spyrja út í staðnaða gerjun. Hef ekki gripið til þess sjálfur.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by BeerMeph »

Ég hefði haldið að þetta bank á tunnuna geri ósköp lítið - gersveppurinn sest á botninn á tunnunni þegar hann annað hvort hefur ekkert að éta eða hann vantar næringu og svo líka ef hitastig er of lágt. Ef hann er á annað borð sestur þá er þetta ekki einhver skyndiákvörðun sem hann tók og að banka á tunnuna væri líklega svipað eins og að banka hjá illa upp öldum síþreyttum unglingi á morgnanna að reyna drösla honum í skólann.

Annars má vel vera að einhver hafi rök fyrir því að það virki - ég segi þessi rök af engri reynslu annað en það sem ég hef lært í bakteríufræði þá hafa örverur rosalega góða aðlögunarhæfni í umhverfi sem það er vant og ef það er ekki að ná að næra sig er það ekki vegna þess að það þurfi til hjálp til að finna næringarefnin ef þær eru umluktar vatni.

Annars hefði ég sagt það sama og Idle :)
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by kristfin »

það gæti verið súrefnisleysi.

prófaðu að taka smá part af virtinum. setja í flösku, hrista vel og setja ger í. búa til starter sumsé. hella honum síðan varlega út í.

það gerði ég þegar lager bjór sem ég var með stoppaði í 1028
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Ómar »

Sælir

Ég leit ofan í fötuna hjá mér í gær og tók sýni. Sykurmælingin var komin úr 1.020 (þegar ég umhellti) í 1.010 ??? og bjórinn sem var alveg dýsætur þega ég umhellti var bara orðinn mjög mildur og frekar góður. Nú er þetta fyrsti bjórinn sem ég brugga og ég ætla bara að vera hógvær ;)

Er enn að reyna að fá uppskriftina til að sýna ykkur svo þið getið gefið álít. Ég ætla að tappa á flöskur á mánudaginn og ég er að verða gríðarlega spenntur. Við félagarnir töppuðum Doktornum á flöskur fyrir helgi og hann er alveg ótrúnlega léttur og góður lager bjór.

Þannig að fyrstu 2 föturnar hjá okkur eru að takast vonum framar.

Brynjar, hvernig gengur þér með þína fötu er það ekki bara þannig að góðir hlutir gerast hægt eins og hjá mér :)
Bmkarls
Villigerill
Posts: 8
Joined: 9. Apr 2010 11:46

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Bmkarls »

Sælir.

Já þetta gekk svona nokkurvegin að lokum...
Prófuðum að skella hálfum pakka af geri í til viðbótar og svo u.þ.b. 100 gr. af púðursykri... þá stökk hann aðeins af stað og var í rólegri gerjun í ca. viku og fór úr 1022 í 1019... þá ákv. við bara að tappa honum á flöskur... eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að láta hann liggja lengur...

Við komumst að því að vandamálið hjá okkur var að við meskjuðum við of hátt hitastig... þ.e.a.s. við meskjum í rafm. potti. og hrærðum ekki nóg í.. þannig að það var of hátt hitastig við botninn. (styður við ágiskanir manna um flókinn sykur.)

En hann er suddalega góður og léttur .. reyndar bara 4%, en það er gott að eiga svona "konu bjór" í hillunni.

Kv. Brynjar.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by kristfin »

ef maður er sveigjanlegur í þessu endar maður yfirleitt með fínan bjór.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by sigurdur »

Bmkarls wrote:En hann er suddalega góður og léttur .. reyndar bara 4%, en það er gott að eiga svona "konu bjór" í hillunni.
Hvað með að kalla þetta grillbjór eða sláttuvélabjór .. session bjórar eru frábærir þegar maður er í útigírnum.
Bmkarls
Villigerill
Posts: 8
Joined: 9. Apr 2010 11:46

Re: Er gerjunin að klikka ?

Post by Bmkarls »

hehe... já Grill eða Sláttur bjór....

... Málið er að það verður að vera "konu bjór" í þessu svo að konan "Samþykki" að maður sé í bílskúrnum 2svar í viku að stússast......... ekki það að auðvitað ræð ég alveg sjálfur hvort að ég sé í bílskúrnum og auðvitað ræð ég hvað bílskúrinn er notaður í .... hóst hóst...
Post Reply