hér er texti stofnsamþykktar fágunar. innan hornklofa
[] eru breytingarnar sem voru gerðar á staðnum. sigurður ritari mun skanna skjalið inn og birta á vefnum
Samþykktir fyrir Fágun – Félag áhugamanna um gerjun
1. grein
Félagið heitir Fágun - Félag áhugamanna um gerjun. Félagið er áhugamannafélag. Heimili þess er í Reykjavík
2. grein
Tilgangur félagsins er að:
- • Sameina áhugamenn um gerjun
• Miðla þekking á gerð gerjaðar matvöru og menningu henni tengdri
• Stuðla að bættri ímynd heimagerjaðra matvæla
• Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um heimagerða gerjaða drykki, óbrennda
[Bætt var við skilgreiningu á orðinu gerjun í þessum samþykktum]
3. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að starfrækja heimasíðuna
http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; þar sem spjallhópar verða aðgengilegir öllum félagsmönnum. Einnig mun félagið standa fyrir námskeiðum og keppnum til að vekja áhuga almennings og félagsmanna á efninu
4. grein
Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullra 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist þessar samþykktir.
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eimingu í heimahúsum
Viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema annað hafi verið ákveðið á félagsfundi.
5. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 2 ár samfleytt.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagsins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
6. grein
Félagsfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Aðalfundur Fágunar skal halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í félagsfundi.
Í gerðabók félagsins skal skrifa stutta skýrslu um það sem gerist á félagfundum og stjórnarfundum, einkum allar fundarsamþykktir
[Bætt var við texta sem uam að þar sem ekki er annað tekið fram þá gilda lög og reglur um félög og samtök sem ekki eru í atvinnustarfsemi]
7. grein
Aðalfund skal boða með auglýsingu á
http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; með minnst 2ja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs.
Starfstímabil félagsins er frá aðalfundi til aðalfundar, þ.e.a.s. mai til og með apríl.
Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
- 1. Árskýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reiknisár, með athugasemdum endurskoðanda, eru lagðar fram til úrskurðar
3. Stjórnarkostning
4. Kjör skoðunarmanns reikninga
5. Önnur mál
Hverjum aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann rannsakar í fundarbyrjun hvort löglega hafi verið til fundarins boða og lýsir því síðan, hvort svo sé.
[Bætt var við texta sem tilgreindi að sendur yrði tölvupóstur að auki á alla félagsmenn]
8. grein
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til veitingakaupa á aðalfundi félagsins.
9. grein
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta, 75% atkvæða. Eignir félagsins renna til Fjölskylduhjálparinnar.
Lög þessi eru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi nú þegar.
Dagsetning: ___________________
Undirskriftir allra stofnenda:
Nafn Kennitala Heimilisfang
[Síðan skrifuðu nátturulega viðstaddir undir]