Vel humlað rauðöl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Vel humlað rauðöl

Post by Eyvindur »

Er að sjóða þennan. Ákvað að gera millistig á milli írsks og amerísks rauðöls, með miklum humlum. Takið þó eftir því að það er engin beiskjuviðbót.

East 15 Red
10-B American Amber Ale
Author: Eyvindur Karlsson

Image

Size: 25 L
Efficiency: 80.6%
Attenuation: 81.5%
Calories: 191.25 kcal per 12.0 fl oz

Original Gravity: 1.058 (1.045 - 1.060)
|=====================#==========|
Terminal Gravity: 1.011 (1.010 - 1.015)
|==========#=====================|
Color: 17.7 (10.0 - 17.0)
|=========================#======|
Alcohol: 6.2% (4.5% - 6.2%)
|========================#=======|
Bitterness: 51.8 (25.0 - 40.0)
|================================|

Ingredients:
2500 g Pilsner Malt
3000 g Munich TYPE II
300 g Caramunich® TYPE II
500 g Carapils®/Carafoam®
100 g Carafa Special® TYPE III
24 g Centennial (9.1%) - added first wort, boiled 60 min
24 g Centennial (9.1%) - added during boil, boiled 20 min
24 g Cascade (5.5%) - added during boil, boiled 15 min
24 g Centennial (9.1%) - added during boil, boiled 10 min
24 g Cascade (5.5%) - added during boil, boiled 5 min
24 g Centennial (9.1%) - added during boil, boiled 0 min
24 g Cascade (5.5%) - added during boil, boiled 0 min

Schedule:
Ambient Air: 21.11 °C
Source Water: 15.56 °C
Elevation: 0.0 m

Því má bæta við að ég notaði gamla góða US-05 í þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Vel humlað rauðöl

Post by arnilong »

Mjög girnilegt!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by Eyvindur »

Enda er ég gríðarlega spenntur.

Ég fékk svo til akkúrat 25 lítra, sem er gleðilegt. Ég hef svolítið verið að lenda í vandræðum með vatnsmagnið, endrum og eins, en núna hitti ég akkúrat á það, og á 80% nýtni, sem virðist vera orðin stöðug.

Ilmurinn er unaðslegur. Sítrushumlar leika um allan skúrinn hjá mér. Hlakka mikið til að bragða þennan.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Vel humlað rauðöl

Post by arnarb »

Hvernig kom þessi út hjá þér?
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by Eyvindur »

Hann var bara að fara á flöskur í gær... Smakkast allavega stórkostlega vel ókolsýrður. Verður eflaust himneskur þegar allt kemur saman.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by kalli »

Ég þarf að bæta nýtnina hjá mér og 80% er utan seilingar eins og er. Svo mig langar að spyrja hvernig meskiker þú notar og hvernig þú meskir.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by Eyvindur »

Ég er með plastfötu með klósettbarka sem ég vef svefnpoka og flíspeysu utanum. Ég nota bara single infusion meskingu og tvöfalda skammtaskolun (batch sparge). En það er svo ótalmargt sem spilar inn í þetta. Til dæmis reyndi ég að nota kælibox, en fékk töluvert lægri nýtingu með því, á meðan margir sem nota nákvæmlega sama kælibox fá 80% og yfir.

Annars er mín skoðun sú að það skipti litlu máli hversu háa nýtingu maður fær - aðalatriðið er að maður nái samræmi í nýtingu. Maður þarf að geta gengið útfrá því að nýtingin sé alltaf nokkurn veginn sú sama. Korn er tiltölulega ódýrt, en maður þarf að vita nákvæmlega hver nýtingin er til að geta reiknað uppskriftirnar rétt út. Það er skárra að fá 65% nýtingu í hvert einasta skipti en að rokka á milli 68% og 75% (eins og gerðist hjá mér þegar ég skipti yfir í kæliboxið).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by kalli »

Kæliboxið mitt er með 4 arma kopar möskva sem samkvæmt Palmer á að gefa góða nýtingu. Ég hef einu sinni notað multiple rest og fékk þá þokkalega nýtingu. Annars hef ég notað single infusion og einfalda skammtaskolun. Það hefur gefið lakari nýtingu eða undir 70%. Ég þarf að brugga oftar til að sjá einhvern trend.
Þegar þú skammtaskolar, lætur þú meskinn hvíla í einhverjar mínútur áður en þú tappar af fötunni?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by Eyvindur »

Já, það er bráðnauðsynlegt svo kornbeðið setjist og allt stíflist ekki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by Eyvindur »

Er að smakka þennan á fjórða degi í flösku, eins og ég geri alltaf. Þetta er líklega minnst kolsýrði bjór sem ég hef drukkið eftir fjóra daga, en bragðið er himneskt. Algjör humlaveisla, en alls ekki yfirþyrmandi í beiskju.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vel humlað rauðöl

Post by Eyvindur »

Þessi er orðinn vel kolsýrður, og stefnir í að verða uppáhalds. Meira að segja konan kvartaði ekkert yfir beiskju, sem segir ýmislegt um það hvað hann er mjúkur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply