einn hérna sem var búinn að fá nóg af því að vera sífellt fórnarlamb jaðarskattahækkana og fór á youtube til að athuga hvort þetta væri mál. Craig sýndi mér að svo væri ekki.
Takk Craig.
Vona að ég get lært jafnmikið af ykkur áhugafagmönnunum hér
Velkominn...
ekki gleyma að nýta tækifærið og prófa hina og þessa stíla... ef þú ert eitthvað eins og meðalmaðurinn þá mun vonandi opnast fyrir þér nýr heimur spennandi drykkja.
Craig er fínn til að ýta manni af stað, en svo taka fleiri snillingar við eins og t.d. John Palmer.
Vertu bara duglegur að byrja og halda þér við efnið, þá lærist þetta á skot stund.
Bara svona fyrir forvitnissakir, ekki er þetta sami Rauðbjörn og gekk undir því nafni á Ircinu þegar það var og hét ?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi