Hæg gerjun/hröð gerjun.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Hæg gerjun/hröð gerjun.

Post by BeerMeph »

Er þetta eitthvað sem skiptir almennt máli?

Hafa þeir reyndu hérna einhverja reynslu á hvort munur sé á gæði ölsins ef gerjun hefur farið hratt af stað, eða jafnvel tekið 2 daga að byrja almennilega?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hæg gerjun/hröð gerjun.

Post by Idle »

Á fyrstu 3 til 15 stundunum eftir að ger er sett saman við virtinn, hefst uppbygging gersins. Það nærist á vítamínum, amínósýrum, steinefnum og súrefni, og undirbýr sig fyrir heilmikið át.

Þegar helstu uppbyggingu er lokið, byrja elsku gerlarnir að fjölga sér hratt og örugglega, borða sykur, prumpa koltvísýringi, og pissa etanóli.

Einum til fjórum sólarhringum síðar (undir dæmigerðum kringumstæðum), hafa þeir unnið úr einföldustu sykrunum (glúkósa, frúktósa og súkrósa - í sömu röð), sem og maltósanum. Þá hefjast hreinsunarstörfin - gerlunum leiðist, og þeir byrja að laga til eftir partýið. Ýmis efnasambönd sem almennt eru talin óæskileg í bjór hverfa á þessum tíma (t. d. "diacytyl").

Almennt held ég að það skipti ekki máli hversu hæg eða hröð gerjunin sjálf er. Það sem skiptir máli er þolinmæði bjórgerðarmannsins. Þó bjórinn sé full gerjaður á 48 stundum, leyfðu honum samt að standa í a. m. k. viku til viðbótar, svo gerlarnir geti lagað til eftir veisluna sína. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Hæg gerjun/hröð gerjun.

Post by BeerMeph »

Já okei bara smá pæling :) þar sem ekki byrjaði að bubbla fyrr en eftir 2 daga með british fljótandi gerinu mínu.
Meskihitastigið var 68°C þannig að þetta er allavega ekki of létt fyrir það =)
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Post Reply