Sælir.
Þetta lítur ágætlega út. Við ræddum um að dómarar ættu ekki að sjá allar upplýsingarnar um bjórinn, þe OG, FG o.sfrv.
Hinsvegar þurfa þeir að vita áfengisprósentuna, eða amk hvort bjórinn tilheyrir undir 6,5 eða yfir 6,5% flokknum. Persónulega finnst mér nóg að dómararnir sjái hvaða stíl bjór tilheyrir og áfengisprósentuna.
Ég legg til að við höfum keppnisreglurnar á sérblaði (sem keppandi fær). Á keppniseyðublaðinu eru 3 flokkar:
A) upplýsingar um keppanda + keppnisnúmer
B) Upplýsingar um bjór
C) upplýsingar sem dómarar sjá um bjórinn
Þannig er hægt að klippa C hlutann af og setja með bjórnum. Til þess að það sé hægt þarf að bæta við keppnisnúmerinu í C.
sigurdur wrote:Var ég á einhverjum öðrum fundi?
Dómarar ÞURFA að vita upplýsingar um krydd/reyk í það allra minnsta!!
Ég veit ekkert um það, þar sem ég mætti ekki á fundinn. Hinsvegar stemmir það sem Kristján segir og skrifar við það sem Valli sagði mér - dómarar fá að vita um stíl og áfengisinnihald, hvorki meira né minna.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Jæja, ef dómararnir ætla ekki að raða eftir kryddi/reyk þá er það þeirra. Mér þætti það bara ekki sanngjarnt ef að ég myndi senda inn kryddaðan eða reyktan bjór vitandi það að bjórunum væri ekki raðað samkvæmt.
Það verður þá að láta keppendur vita af því að góðar líkur séu á því að reyktir eða kryddaðir bjórar verða ekki dæmdir eins sanngjarnlega.
Ég get sett þetta í annað samhengi;
Ef að bjór keppenda A, sem að er t.d. létthumlaður en þó með sínum humlakarakter er dæmdur á eftir bjór keppanda B sem að er einhver hrikalegur IPA, þá skekkist matið á bjór keppanda A allsvakalega. Ekki satt?
Er það sanngjarnt?
sigurdur wrote:Jæja, ef dómararnir ætla ekki að raða eftir kryddi/reyk þá er það þeirra. Mér þætti það bara ekki sanngjarnt ef að ég myndi senda inn kryddaðan eða reyktan bjór vitandi það að bjórunum væri ekki raðað samkvæmt.
Það verður þá að láta keppendur vita af því að góðar líkur séu á því að reyktir eða kryddaðir bjórar verða ekki dæmdir eins sanngjarnlega.
Ég get sett þetta í annað samhengi;
Ef að bjór keppenda A, sem að er t.d. létthumlaður en þó með sínum humlakarakter er dæmdur á eftir bjór keppanda B sem að er einhver hrikalegur IPA, þá skekkist matið á bjór keppanda A allsvakalega. Ekki satt?
Er það sanngjarnt?
Ég vísa í póst Valla:
Keppt í tveimur flokkum:
A: Áfengisprósenta undir 6.5%.
B: Áfengisprósenta 6,5% og yfir.
Áfengismagnið ræður för í þetta sinn. Vel skiljanlegt að mínu mati. Síðar, þegar fleiri eru komnir vel af stað, mætti skipta þessu frekar niður. Á þennan hátt má reikna með meiri og jafnari þáttöku (hvað ef 10 af 10 keppendum berðust um APA, ESB, Hefeweizen, Porter eða Stout - tveir í hverjum flokki). Einföld og góð lógík.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Það ætti að vera merkjanlegt af stílnum hvort búast má við kryddi í bjórnum. Ef þú ert með kryddaðan bjór segirðu væntanlega að þetta sé Specialty flokkur, og bendir á að þetta sé kryddaður X eða Y. Ef þú myndir senda inn kryddað ljósöl og skrifa bara "ljósöl", þá værirðu að setja bjórinn í flokk sem hann passar ekki í. Sanngirnin er algjörlega fólgin í því hvort þú merkir réttan stíl þarna, því þannig vita dómararnir við hverju er að búast. Og væntanlega raða þeir þá smökkuninni upp eftir því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór